Náttúrupassi býr til nýja stétt landgreifa Þórarinn Eyfjörð skrifar 15. janúar 2015 07:00 Iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Ragnheiður Elín Árnadóttir, heldur sig við sama heygarðshornið í baráttu sinni fyrir svokölluðum náttúrupassa. Herferð sinni fyrir þessari afleitu hugmynd heldur hún áfram þrátt fyrir afgerandi andstöðu allra hagsmunaaðila í ferðagreinum og almennings í landinu. Einnig virðir hún að vettugi efasemdir þingmanna úr stjórnarliðinu jafnt sem annarra þingmanna. Fátt virðist því geta komið vitinu fyrir ráðherrann í þessu efni og vekur það furðu. Það læðist að manni sá grunur að ætlun hennar eigi sér fleiri hliðar en þær sem haldið er á lofti. Eðlilega vakna spurningar um hvort það séu einhverjir sérstakir hagsmunir sem hún er að verja og þá hverjir tengjast þeim hagsmunum. Lítum rétt sem snöggvast á spurningar og svör af heimasíðu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis. Þar er meðal annars spurt hvar náttúrupassinn muni gilda. Svarið á heimasíðunni er: „Náttúrupassinn mun gilda á ferðamannastöðum í eigu og umsjón opinberra aðila, en auk þess verður einkaaðilum boðin aðkoma að passanum.“ Gott og vel. Náttúrupassinn á að gilda á fáum afmörkuðum stöðum í eigu ríkisins. Einnig er tekið fram að svokallaðir einkaaðilar (lesist: eigendur að íslenskri náttúru), geti tekið þátt í náttúrupassanum. Hér er hlið á málinu sem alltof litla athygli hefur fengið. Lítum aftur á spurningu og svar á heimasíðu ráðuneytisins. Spurt er hvort náttúrupassinn komi í veg fyrir gjaldtöku einkaaðila á einstökum ferðamannastöðum. Svarið er: „Nei, einstakir landeigendur geta eftir sem áður í krafti eignarréttar síns rukkað aðgangseyri á sína staði“. Það er nefnilega það! Ímyndum okkur „eiganda“ að mjög sérstökum fossi sem við köllum Skvettifoss og hefur sterkt aðdráttarafl. Eða annan „eiganda“ sem á goshver sem við köllum Þeysi með ekki veikara aðdráttarafl. Þegar ferðamannafjöldinn verður kominn í eina milljón, heimsækja 50.000 ferðamenn árlega hvorn stað. Þessum svokölluðum „eigendum“ mun væntanlega ekki detta í hug að taka þátt í einhverjum valkvæðum náttúrupassasjóði, sem ríkið er að vasast með. Með smávægilegum úthlutunum eftir einhverjum samræmdum ríkisreglum. Nei takk kærlega! Þá er nú betra að leggja sitt eigið gjald á og hagnast pínulítið. Segjum 2.000 kall á haus. Það gerir 100.000.000.- (hundrað milljónir) árlega á hvorn stað. Versta útfærslan Þessi arfavitlausa hugmynd Ragnheiðar Elínar um náttúrupassa er óskiljanleg eins og margoft hefur verið bent á í ræðu og riti. Öðrum leiðum, sem eru einfaldari, skilvirkari, ódýrari, tekjudrýgri og betri til sátta meðal landsmanna og ferðamanna, hafnar ráðherra og velur verstu útfærsluna. Þarna undir er einnig heimild ráðherra til landeigenda, að aftengja lög um almannarétt Íslendinga til aðgangs að sínu eigin landi. Gæti það verið vegna þess að einhverjir munu hagnast verulega á útfærslu ráðherrans á náttúrupassanum með því að taka ekki þátt í passanum heldur rukka aðgangseyri prívat og persónulega? Getur verið að ástæðan sé sú að nú eigi að nota tækifærið og færa sameign þjóðarinnar í hendur á fámennum hópi svokallaðra landeigenda? Almannaréttur Íslendinga til umgengni á eigin landi hefur verið heilagur réttur frá landnámi. Ætli einhverjir hafi komið auga á tækifærið til að ræna rétti Íslendinga á frjálsri för um eigið land? Að hér skuli búa til stétt landgreifa með ótakmarkaðan rétt til gjaldtöku af íslenskum almenningi og erlendum ferðamönnum? Kvótakóngar í íslenskri náttúru? Hugmyndin að náttúrupassa Ragnheiðar Elínar er svo fjarstæðukennd að það má heita með ólíkindum að ráðherra, sem kosinn er á þing til að gæta hagsmuna almennings, skuli láta þvílíkt og annað eins frá sér fara. En það vekur einnig eftirtekt að ekkert heyrist frá svokölluðum landeigendum um málið. Virðist ekki vera mikil andstaða þar. Gæti verið að þeir séu dálítið ánægðir með hugmyndina? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórarinn Eyfjörð Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Sjá meira
Iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Ragnheiður Elín Árnadóttir, heldur sig við sama heygarðshornið í baráttu sinni fyrir svokölluðum náttúrupassa. Herferð sinni fyrir þessari afleitu hugmynd heldur hún áfram þrátt fyrir afgerandi andstöðu allra hagsmunaaðila í ferðagreinum og almennings í landinu. Einnig virðir hún að vettugi efasemdir þingmanna úr stjórnarliðinu jafnt sem annarra þingmanna. Fátt virðist því geta komið vitinu fyrir ráðherrann í þessu efni og vekur það furðu. Það læðist að manni sá grunur að ætlun hennar eigi sér fleiri hliðar en þær sem haldið er á lofti. Eðlilega vakna spurningar um hvort það séu einhverjir sérstakir hagsmunir sem hún er að verja og þá hverjir tengjast þeim hagsmunum. Lítum rétt sem snöggvast á spurningar og svör af heimasíðu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis. Þar er meðal annars spurt hvar náttúrupassinn muni gilda. Svarið á heimasíðunni er: „Náttúrupassinn mun gilda á ferðamannastöðum í eigu og umsjón opinberra aðila, en auk þess verður einkaaðilum boðin aðkoma að passanum.“ Gott og vel. Náttúrupassinn á að gilda á fáum afmörkuðum stöðum í eigu ríkisins. Einnig er tekið fram að svokallaðir einkaaðilar (lesist: eigendur að íslenskri náttúru), geti tekið þátt í náttúrupassanum. Hér er hlið á málinu sem alltof litla athygli hefur fengið. Lítum aftur á spurningu og svar á heimasíðu ráðuneytisins. Spurt er hvort náttúrupassinn komi í veg fyrir gjaldtöku einkaaðila á einstökum ferðamannastöðum. Svarið er: „Nei, einstakir landeigendur geta eftir sem áður í krafti eignarréttar síns rukkað aðgangseyri á sína staði“. Það er nefnilega það! Ímyndum okkur „eiganda“ að mjög sérstökum fossi sem við köllum Skvettifoss og hefur sterkt aðdráttarafl. Eða annan „eiganda“ sem á goshver sem við köllum Þeysi með ekki veikara aðdráttarafl. Þegar ferðamannafjöldinn verður kominn í eina milljón, heimsækja 50.000 ferðamenn árlega hvorn stað. Þessum svokölluðum „eigendum“ mun væntanlega ekki detta í hug að taka þátt í einhverjum valkvæðum náttúrupassasjóði, sem ríkið er að vasast með. Með smávægilegum úthlutunum eftir einhverjum samræmdum ríkisreglum. Nei takk kærlega! Þá er nú betra að leggja sitt eigið gjald á og hagnast pínulítið. Segjum 2.000 kall á haus. Það gerir 100.000.000.- (hundrað milljónir) árlega á hvorn stað. Versta útfærslan Þessi arfavitlausa hugmynd Ragnheiðar Elínar um náttúrupassa er óskiljanleg eins og margoft hefur verið bent á í ræðu og riti. Öðrum leiðum, sem eru einfaldari, skilvirkari, ódýrari, tekjudrýgri og betri til sátta meðal landsmanna og ferðamanna, hafnar ráðherra og velur verstu útfærsluna. Þarna undir er einnig heimild ráðherra til landeigenda, að aftengja lög um almannarétt Íslendinga til aðgangs að sínu eigin landi. Gæti það verið vegna þess að einhverjir munu hagnast verulega á útfærslu ráðherrans á náttúrupassanum með því að taka ekki þátt í passanum heldur rukka aðgangseyri prívat og persónulega? Getur verið að ástæðan sé sú að nú eigi að nota tækifærið og færa sameign þjóðarinnar í hendur á fámennum hópi svokallaðra landeigenda? Almannaréttur Íslendinga til umgengni á eigin landi hefur verið heilagur réttur frá landnámi. Ætli einhverjir hafi komið auga á tækifærið til að ræna rétti Íslendinga á frjálsri för um eigið land? Að hér skuli búa til stétt landgreifa með ótakmarkaðan rétt til gjaldtöku af íslenskum almenningi og erlendum ferðamönnum? Kvótakóngar í íslenskri náttúru? Hugmyndin að náttúrupassa Ragnheiðar Elínar er svo fjarstæðukennd að það má heita með ólíkindum að ráðherra, sem kosinn er á þing til að gæta hagsmuna almennings, skuli láta þvílíkt og annað eins frá sér fara. En það vekur einnig eftirtekt að ekkert heyrist frá svokölluðum landeigendum um málið. Virðist ekki vera mikil andstaða þar. Gæti verið að þeir séu dálítið ánægðir með hugmyndina?
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt Skoðun