Náttúrupassi býr til nýja stétt landgreifa Þórarinn Eyfjörð skrifar 15. janúar 2015 07:00 Iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Ragnheiður Elín Árnadóttir, heldur sig við sama heygarðshornið í baráttu sinni fyrir svokölluðum náttúrupassa. Herferð sinni fyrir þessari afleitu hugmynd heldur hún áfram þrátt fyrir afgerandi andstöðu allra hagsmunaaðila í ferðagreinum og almennings í landinu. Einnig virðir hún að vettugi efasemdir þingmanna úr stjórnarliðinu jafnt sem annarra þingmanna. Fátt virðist því geta komið vitinu fyrir ráðherrann í þessu efni og vekur það furðu. Það læðist að manni sá grunur að ætlun hennar eigi sér fleiri hliðar en þær sem haldið er á lofti. Eðlilega vakna spurningar um hvort það séu einhverjir sérstakir hagsmunir sem hún er að verja og þá hverjir tengjast þeim hagsmunum. Lítum rétt sem snöggvast á spurningar og svör af heimasíðu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis. Þar er meðal annars spurt hvar náttúrupassinn muni gilda. Svarið á heimasíðunni er: „Náttúrupassinn mun gilda á ferðamannastöðum í eigu og umsjón opinberra aðila, en auk þess verður einkaaðilum boðin aðkoma að passanum.“ Gott og vel. Náttúrupassinn á að gilda á fáum afmörkuðum stöðum í eigu ríkisins. Einnig er tekið fram að svokallaðir einkaaðilar (lesist: eigendur að íslenskri náttúru), geti tekið þátt í náttúrupassanum. Hér er hlið á málinu sem alltof litla athygli hefur fengið. Lítum aftur á spurningu og svar á heimasíðu ráðuneytisins. Spurt er hvort náttúrupassinn komi í veg fyrir gjaldtöku einkaaðila á einstökum ferðamannastöðum. Svarið er: „Nei, einstakir landeigendur geta eftir sem áður í krafti eignarréttar síns rukkað aðgangseyri á sína staði“. Það er nefnilega það! Ímyndum okkur „eiganda“ að mjög sérstökum fossi sem við köllum Skvettifoss og hefur sterkt aðdráttarafl. Eða annan „eiganda“ sem á goshver sem við köllum Þeysi með ekki veikara aðdráttarafl. Þegar ferðamannafjöldinn verður kominn í eina milljón, heimsækja 50.000 ferðamenn árlega hvorn stað. Þessum svokölluðum „eigendum“ mun væntanlega ekki detta í hug að taka þátt í einhverjum valkvæðum náttúrupassasjóði, sem ríkið er að vasast með. Með smávægilegum úthlutunum eftir einhverjum samræmdum ríkisreglum. Nei takk kærlega! Þá er nú betra að leggja sitt eigið gjald á og hagnast pínulítið. Segjum 2.000 kall á haus. Það gerir 100.000.000.- (hundrað milljónir) árlega á hvorn stað. Versta útfærslan Þessi arfavitlausa hugmynd Ragnheiðar Elínar um náttúrupassa er óskiljanleg eins og margoft hefur verið bent á í ræðu og riti. Öðrum leiðum, sem eru einfaldari, skilvirkari, ódýrari, tekjudrýgri og betri til sátta meðal landsmanna og ferðamanna, hafnar ráðherra og velur verstu útfærsluna. Þarna undir er einnig heimild ráðherra til landeigenda, að aftengja lög um almannarétt Íslendinga til aðgangs að sínu eigin landi. Gæti það verið vegna þess að einhverjir munu hagnast verulega á útfærslu ráðherrans á náttúrupassanum með því að taka ekki þátt í passanum heldur rukka aðgangseyri prívat og persónulega? Getur verið að ástæðan sé sú að nú eigi að nota tækifærið og færa sameign þjóðarinnar í hendur á fámennum hópi svokallaðra landeigenda? Almannaréttur Íslendinga til umgengni á eigin landi hefur verið heilagur réttur frá landnámi. Ætli einhverjir hafi komið auga á tækifærið til að ræna rétti Íslendinga á frjálsri för um eigið land? Að hér skuli búa til stétt landgreifa með ótakmarkaðan rétt til gjaldtöku af íslenskum almenningi og erlendum ferðamönnum? Kvótakóngar í íslenskri náttúru? Hugmyndin að náttúrupassa Ragnheiðar Elínar er svo fjarstæðukennd að það má heita með ólíkindum að ráðherra, sem kosinn er á þing til að gæta hagsmuna almennings, skuli láta þvílíkt og annað eins frá sér fara. En það vekur einnig eftirtekt að ekkert heyrist frá svokölluðum landeigendum um málið. Virðist ekki vera mikil andstaða þar. Gæti verið að þeir séu dálítið ánægðir með hugmyndina? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórarinn Eyfjörð Mest lesið Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Sjá meira
Iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Ragnheiður Elín Árnadóttir, heldur sig við sama heygarðshornið í baráttu sinni fyrir svokölluðum náttúrupassa. Herferð sinni fyrir þessari afleitu hugmynd heldur hún áfram þrátt fyrir afgerandi andstöðu allra hagsmunaaðila í ferðagreinum og almennings í landinu. Einnig virðir hún að vettugi efasemdir þingmanna úr stjórnarliðinu jafnt sem annarra þingmanna. Fátt virðist því geta komið vitinu fyrir ráðherrann í þessu efni og vekur það furðu. Það læðist að manni sá grunur að ætlun hennar eigi sér fleiri hliðar en þær sem haldið er á lofti. Eðlilega vakna spurningar um hvort það séu einhverjir sérstakir hagsmunir sem hún er að verja og þá hverjir tengjast þeim hagsmunum. Lítum rétt sem snöggvast á spurningar og svör af heimasíðu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis. Þar er meðal annars spurt hvar náttúrupassinn muni gilda. Svarið á heimasíðunni er: „Náttúrupassinn mun gilda á ferðamannastöðum í eigu og umsjón opinberra aðila, en auk þess verður einkaaðilum boðin aðkoma að passanum.“ Gott og vel. Náttúrupassinn á að gilda á fáum afmörkuðum stöðum í eigu ríkisins. Einnig er tekið fram að svokallaðir einkaaðilar (lesist: eigendur að íslenskri náttúru), geti tekið þátt í náttúrupassanum. Hér er hlið á málinu sem alltof litla athygli hefur fengið. Lítum aftur á spurningu og svar á heimasíðu ráðuneytisins. Spurt er hvort náttúrupassinn komi í veg fyrir gjaldtöku einkaaðila á einstökum ferðamannastöðum. Svarið er: „Nei, einstakir landeigendur geta eftir sem áður í krafti eignarréttar síns rukkað aðgangseyri á sína staði“. Það er nefnilega það! Ímyndum okkur „eiganda“ að mjög sérstökum fossi sem við köllum Skvettifoss og hefur sterkt aðdráttarafl. Eða annan „eiganda“ sem á goshver sem við köllum Þeysi með ekki veikara aðdráttarafl. Þegar ferðamannafjöldinn verður kominn í eina milljón, heimsækja 50.000 ferðamenn árlega hvorn stað. Þessum svokölluðum „eigendum“ mun væntanlega ekki detta í hug að taka þátt í einhverjum valkvæðum náttúrupassasjóði, sem ríkið er að vasast með. Með smávægilegum úthlutunum eftir einhverjum samræmdum ríkisreglum. Nei takk kærlega! Þá er nú betra að leggja sitt eigið gjald á og hagnast pínulítið. Segjum 2.000 kall á haus. Það gerir 100.000.000.- (hundrað milljónir) árlega á hvorn stað. Versta útfærslan Þessi arfavitlausa hugmynd Ragnheiðar Elínar um náttúrupassa er óskiljanleg eins og margoft hefur verið bent á í ræðu og riti. Öðrum leiðum, sem eru einfaldari, skilvirkari, ódýrari, tekjudrýgri og betri til sátta meðal landsmanna og ferðamanna, hafnar ráðherra og velur verstu útfærsluna. Þarna undir er einnig heimild ráðherra til landeigenda, að aftengja lög um almannarétt Íslendinga til aðgangs að sínu eigin landi. Gæti það verið vegna þess að einhverjir munu hagnast verulega á útfærslu ráðherrans á náttúrupassanum með því að taka ekki þátt í passanum heldur rukka aðgangseyri prívat og persónulega? Getur verið að ástæðan sé sú að nú eigi að nota tækifærið og færa sameign þjóðarinnar í hendur á fámennum hópi svokallaðra landeigenda? Almannaréttur Íslendinga til umgengni á eigin landi hefur verið heilagur réttur frá landnámi. Ætli einhverjir hafi komið auga á tækifærið til að ræna rétti Íslendinga á frjálsri för um eigið land? Að hér skuli búa til stétt landgreifa með ótakmarkaðan rétt til gjaldtöku af íslenskum almenningi og erlendum ferðamönnum? Kvótakóngar í íslenskri náttúru? Hugmyndin að náttúrupassa Ragnheiðar Elínar er svo fjarstæðukennd að það má heita með ólíkindum að ráðherra, sem kosinn er á þing til að gæta hagsmuna almennings, skuli láta þvílíkt og annað eins frá sér fara. En það vekur einnig eftirtekt að ekkert heyrist frá svokölluðum landeigendum um málið. Virðist ekki vera mikil andstaða þar. Gæti verið að þeir séu dálítið ánægðir með hugmyndina?
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun