Afrek ársins sem er að líða og hvað má gera betur Sævar Freyr Þráinsson skrifar 30. desember 2015 10:00 Kosningaloforð ríkisstjórnarinnar voru nokkur og eru efndir og afrekin nú þegar umtalsverð. Skuldir hins opinbera hafa lækkað um hundruð milljarða, afgangur hefur verið af rekstri ríkissjóðs og málum þrotabúa bankanna er að ljúka. Heimilin hafa fengið töluvert fyrir sinn snúð. Skuldir hafa lækkað um 80 milljarða, skattar hafa lækkað, vörugjöld afnumin, tollar hafa lækkað, bætur hækkað, verðbólga er lág og með nýjum kjarasamningum hafa laun hækkað. Kaupmáttur allra hefur hækkað og fyrir framangreint á ríkisstjórnin hrós skilið. Aftur á móti hefur rekstrarkostnaður fyrirtækja aukist of mikið vegna kjarasamninga og eru þau að greiða of háa vexti sem dregur mátt úr atvinnulífinu. Vísbendingar eru um að eitthvað muni láta undan. Af hálfu ríkistjórnarinnar eru tvö stór loforð ókláruð. Annars vegar að draga úr umsvifum opinbers rekstrar og er enn lítið að frétta af aðgerðum í kjölfar niðurstöðu hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar. Af mörgu er taka en fyrir starfsemi 365 fá málefni RÚV mesta athygli. Mun birtast um það sérstök grein í upphafi nýs árs. Ljósleiðaravæðing landsbyggðarinnar er mikilvægasta landsbyggðarmálið en þar er tækifærið að auka atvinnu og jafna búsetuskilyrði allra. Öflugu ljósleiðaraneti mun svo fylgja enn ódýrari háhraða farsímaþjónusta sem nýtast mun ferðamönnum og bændum í landinu. Við bíðum enn frétta af alvöru skrefum í þessu máli. Hjá 365 hófum við á árinu farsímaþjónustu og buðum nýjar áskriftarleiðir sem var vel tekið meðal viðskiptavina. Nú eru um 30% viðskiptavina 365 að kaupa fjarskiptaþjónustu. Árið fór í að bæta ferla, efla þjónustustig og takast á við aukna samkeppni. Við buðum ýmsar nýjungar á árinu. Fréttablaðið fékk andlitslyftingu og boðið var upp á nýtt Ísland í dag. Haldið var áfram að styrkja aðgengi viðskiptavina að efni. Maraþonþjónusta við viðskiptavini hefur aukist stórlega, en með því er viðskiptavinum gert kleift að horfa þegar þeim hentar. Þar er að finna heilu þáttaraðirnar af vönduðu innlendu sem og erlendu efni fyrir börn og fullorðna. Ásamt því að nú eru um 150 bíómyndir aðgengilegar í sjónvarpi 365 þegar fólki hentar. Byrjað var að bjóða fólki upp á að greiða fyrir staka knattspyrnuleiki í samstarfi við fjarskiptafyrirtækin. Miðlar 365 eru áfram mjög sterkir. Í hverjum mánuði lesa 94,2% landsmanna visir.is, 93,2% hlusta á Bylgjuna, 90,6% horfa á Stöð 2 og 83,4% lesa Fréttablaðið. Ánægjulegt er að fara inn í þrítugasta afmælisár Bylgjunnar og Stöðvar 2 með svo stóran hluta landsmanna í okkar liði. Á nýju ári ætlar 365 að standa fyrir hagsmuni heimila og fyrirtækja í landinu. Við viljum að samfélag okkar dafni. Það ætlum við að gera með öflugri fréttastofu og fjölbreyttri þáttagerð. Stóru áherslur okkar verða Ísland got talent strax í upphafi árs og Borgarstjórinn í haust. Við munum bjóða heimilum landsins hagstæðari kjör í fjarskiptaþjónustu og framúrskarandi afþreyingu sem auglýsendur geta nýtt til að stuðla að árangri í sinni starfsemi. Fyrir hönd 365 óska ég landsmönnum öllum gleðilegs árs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fréttir ársins 2015 Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Kosningaloforð ríkisstjórnarinnar voru nokkur og eru efndir og afrekin nú þegar umtalsverð. Skuldir hins opinbera hafa lækkað um hundruð milljarða, afgangur hefur verið af rekstri ríkissjóðs og málum þrotabúa bankanna er að ljúka. Heimilin hafa fengið töluvert fyrir sinn snúð. Skuldir hafa lækkað um 80 milljarða, skattar hafa lækkað, vörugjöld afnumin, tollar hafa lækkað, bætur hækkað, verðbólga er lág og með nýjum kjarasamningum hafa laun hækkað. Kaupmáttur allra hefur hækkað og fyrir framangreint á ríkisstjórnin hrós skilið. Aftur á móti hefur rekstrarkostnaður fyrirtækja aukist of mikið vegna kjarasamninga og eru þau að greiða of háa vexti sem dregur mátt úr atvinnulífinu. Vísbendingar eru um að eitthvað muni láta undan. Af hálfu ríkistjórnarinnar eru tvö stór loforð ókláruð. Annars vegar að draga úr umsvifum opinbers rekstrar og er enn lítið að frétta af aðgerðum í kjölfar niðurstöðu hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar. Af mörgu er taka en fyrir starfsemi 365 fá málefni RÚV mesta athygli. Mun birtast um það sérstök grein í upphafi nýs árs. Ljósleiðaravæðing landsbyggðarinnar er mikilvægasta landsbyggðarmálið en þar er tækifærið að auka atvinnu og jafna búsetuskilyrði allra. Öflugu ljósleiðaraneti mun svo fylgja enn ódýrari háhraða farsímaþjónusta sem nýtast mun ferðamönnum og bændum í landinu. Við bíðum enn frétta af alvöru skrefum í þessu máli. Hjá 365 hófum við á árinu farsímaþjónustu og buðum nýjar áskriftarleiðir sem var vel tekið meðal viðskiptavina. Nú eru um 30% viðskiptavina 365 að kaupa fjarskiptaþjónustu. Árið fór í að bæta ferla, efla þjónustustig og takast á við aukna samkeppni. Við buðum ýmsar nýjungar á árinu. Fréttablaðið fékk andlitslyftingu og boðið var upp á nýtt Ísland í dag. Haldið var áfram að styrkja aðgengi viðskiptavina að efni. Maraþonþjónusta við viðskiptavini hefur aukist stórlega, en með því er viðskiptavinum gert kleift að horfa þegar þeim hentar. Þar er að finna heilu þáttaraðirnar af vönduðu innlendu sem og erlendu efni fyrir börn og fullorðna. Ásamt því að nú eru um 150 bíómyndir aðgengilegar í sjónvarpi 365 þegar fólki hentar. Byrjað var að bjóða fólki upp á að greiða fyrir staka knattspyrnuleiki í samstarfi við fjarskiptafyrirtækin. Miðlar 365 eru áfram mjög sterkir. Í hverjum mánuði lesa 94,2% landsmanna visir.is, 93,2% hlusta á Bylgjuna, 90,6% horfa á Stöð 2 og 83,4% lesa Fréttablaðið. Ánægjulegt er að fara inn í þrítugasta afmælisár Bylgjunnar og Stöðvar 2 með svo stóran hluta landsmanna í okkar liði. Á nýju ári ætlar 365 að standa fyrir hagsmuni heimila og fyrirtækja í landinu. Við viljum að samfélag okkar dafni. Það ætlum við að gera með öflugri fréttastofu og fjölbreyttri þáttagerð. Stóru áherslur okkar verða Ísland got talent strax í upphafi árs og Borgarstjórinn í haust. Við munum bjóða heimilum landsins hagstæðari kjör í fjarskiptaþjónustu og framúrskarandi afþreyingu sem auglýsendur geta nýtt til að stuðla að árangri í sinni starfsemi. Fyrir hönd 365 óska ég landsmönnum öllum gleðilegs árs.
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun