Yfirmaður segir fjarskiptavandamál hafa orðið til þess að sendisveinn var handtekinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. desember 2015 09:30 Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að fjarskiptavandamál hafi orðið til þess að tálbeituaðgerð lögreglu í umfangsmiklu fíkniefnamáli hafi ekki gengið að óskum. Upplýsingar hafi ekki borist til allra þeirra sem komu að aðgerðunum við Hótel Frón og því hafi sendisveinninn verið handtekinn. Þó sé ekki hægt að flokka handtökuna sem mistök. Tálbeituaðgerð lögreglu fór fram við Hótel Frón, Laugavegi.Vísir/Stefán Handtekinn þvert á plön Vísir hefur fjallað töluvert um tálbeituaðgerðina undanfarnar vikur í kjölfar þess að hollensk móðir og burðardýr var dæmd í ellefu ára fangelsi í héraði. Dómnum hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar. Í gögnum málsins kemur fram að hún hafi að fyrra bragði boðist til að veita aðstoð og segja má að hún hafi staðið sig eins og hetja þegar kom að því að fullvissa innflytjendur um að hún væri ekki að vinna með lögreglu. Allt virtist ganga eins og í sögu þegar sendisveinn sótti tösku með gerviefnum, hlerunar- og eftirfararbúnaði. Hann var í þann mund að aka í burtu með búnaðinn innanborðs þegar hann var handtekinn. Málið var í umsjá Lögreglustjórans á Suðurnesjum, Ólafs Helga Kjartanssonar, en tálbeituaðgerðin unnin að beiðni þeirra og af hendi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Framan af vildi hvorugt embættið tjá sig um málið og vísuðu hvort á annað. Lögreglan í höfuðborginni taldi sig ekki hafa umboð til þess þar sem málið í heild væri á ábyrgð Suðurnesja á meðan Suðurnesjamenn bentu á að þeir hefðu ekki stýrt aðgerðum og ekki þeirra að svara fyrir hvað miður fór. Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum. Skerpa þurfi verklagsreglur Ólafur Helgi sagði í samtali við Vísi í október, rúmu hálfu ári eftir að aðgerðin fór fram, ekki hafa fengið neinar skýringar frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Hann teldi að málið hefði misfarist þegar maðurinn var handtekinn. „Ég skil ekki hvers vegna það gerist,“ sagði Ólafur Helgi. Í frétt Vísis í vikunni sagði Ólafur Helgi svo að embættin hefðu farið í gegnum þetta tiltekna mál. „Ljóst er að skerpa þarf á verklagsreglum í tilvikum sem þessu og stytta boðleiðir. Það verk er þegar hafið.“ Aldís Hilmarsdóttir, yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglu, segir engan grun um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað í röðum lögreglu. Friðrik tekur undir með henni. Vilja stærri fiska, ekki smásíli Friðrik Smári segir í samtali við Vísi að það sé alls ekki svo að hann vilji ekki tjá sig um málið, að því leyti sem hægt sé. Eðlilegt sé að sá sem hafi með forræði málsins að gera að svara fyrir. Þó telji hann í ljósi umfjöllunar ágætt að gera grein fyrir nokkrum atriðum. Aðgerðin hafi vissulega verið á ábyrgð hans og Aldísar Hilmarsdóttur, yfirmanns fíkniefnadeildar. Þeir sem stjórnuðu aðgerðum við Hótel Frón hafi sótt umboð sitt til þeirra tveggja. „Auðvitað var tilgangurinn með því að setja þetta allt upp að ná stærri fiskum en einhverju sendisíli,“ segir Friðrik Smári. Vísar hann til þess að sá sem handtekinn var, Atli Freyr Fjölnisson, virðist enga aðra aðkomu hafa haft að málinu en hafa verið boðin greiðsla til að sækja ferðatöskur og flytja á milli staða. Atli Freyr var dæmdur í fimm ára fangelsi í héraði fyrir sína aðkomu að málinu. Aldís Hilmarsdóttir sagði í samtali við Vísi í lok október að hún liti ekki svo á að mistök hefðu verið gerð við handtökuna. „Aðstæður spilast hins vegar þannig að þetta er metið svona á þessum punkti,“ sagði hún um handtökuna. Atli Freyr fékk fimm ára dóm fyrir að veita töskum með gerviefnum viðtöku.vísir/ernir „Ekki hægt að flokka sem mistök“ Friðrik Smári tekur undir með Aldísi hvað það varðar að ekki hafi verið um mistök að ræða. „Ég get tekið undir það sem Aldís segir. Það er ekki hægt að flokka þetta sem mistök. Aðstæður breyttust skyndilega. Það var ekki hægt að koma skilaboðum til allra sem komu að málinu,“ segir Friðrik. Samkvæmt gögnum málsins átti hollenska móðirin í símasamskiptum við óþekktan aðila stóran hluta þriðjudagsins 7. apríl. Þann dag var loks haft samband við hana en þær mæðgur komu til landsins á föstudaginn langa, 3. apríl. Ákveðið var að fá heimild fyrir hlustunar- og eftirfararbúnaði sem fékkst um leið. Um sexleytið fór að draga til tíðinda og eftir það, sem ekki er hægt að kalla annað en frábæra frammistöðu hollensku konunnar, barst símtal um að hún ætti að fara með fíkniefnin út og afhenda manni. Eftir afhendingu gekk hún aftur inn á hótel. Maðurinn, fyrrnefndur Atli Freyr, bjó sig undir að aka á brott með töskuna sem innihélt gerviefni og búnað lögreglu til hlustunar og eftirfarar. Í stað þess að fylgja honum eftir var hann handtekinn eins og frægt er orðið. Málið var til meðferðar í Héraðsdómi Reykjaness þar sem dómur féll. Málinu hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar.Vísir/Valli Fjarskiptasamskipti blokkuðust Rannsóknarlögreglumaður sem kom að málinu sagði fyrir dómi að ástæða handtöku hefði verið að almannahætta hefði skapast eftir að efnin hefðu verið komin í bílinn. Þau ummæli hafa ekki verið útskýrð frekar en fyrir liggur að um gerviefni var að ræða. Sérsveitamaður, sá er handtók Atla Frey, sagði að handtökuskipun hefði komið með mjög skömmum fyrirvara og engin önnur skipun fylgt í kjölfarið. Þá sagði sérsveitarmaðurinn að þeir hefðu ekki haft annað hlutverk á vettvangi en að tryggja öryggi og veita aðstoð við handtökuna. Þeir gátu ekki tekið ákvörðun um að láta hinn grunaða fara af stað með efnin.Ástríður Grímsdóttir, dómari í málinu, sagði lögreglumennina tvo sem báru vitni í dómssal ekki þurfa að upplýsa frekar um ástæður handtöku, verjendum ákærðu til mikillar mæðu.Friðrik Smári segir að tæknilegu örðugleikarnir snúi að fjarskiptum.„Þau blokkuðust og skilaboðin komust ekki til allra sem hlut áttu að máli. Kerfið okkar er þannig að ef margir eru í einu að nota talstöðvakerfið þá komast ekki allir að,“ segir Friðrik Smári. Ekki megi líta á það sem stórt klúður.„Þarna þurfti að taka ákvarðanir á augabragði og svona fór þetta bara.“ Lögregla hefði þurft að skila skýrslu vegna tálbeituaðgerðarinnar til ríkissaksóknar hefði verið um afhendingu fíkniefna að ræða, ekki gerviefna. Sigríður Friðjónsdóttir er ríkissaksóknari.vísir/vilhelmEnginn grunur um spillingu innan lögregluSamsæriskenningum hefur rignt í ummælakerfum við fyrri fréttir Vísis af málinu þar sem kallað er eftir óháðu eftirliti með starfsháttum lögreglu. Þar telja margir að handtökuna megi mögulega rekja til spillingu innan lögreglu, tengsl lögreglu við fíkniefnaheiminn hér á landi og þar fram eftir götunum. Aldís blés á þetta í samtali við Vísi í október og Friðrik er henni sammála.„Nei, ekkert slíkt,“ segir Friðrik. Skiljanlegt sé að fólk sé svekkt og það séu hans menn líka. Auðvelt væri fyrir lögreglu að halla sér aftur í sætinu eftir að hafa lagt hald á svo mikið magn fíkniefna eins og var í þessu tilfelli en virði efnanna hleypur á hundruðum milljóna króna. En þannig vinni lögregla auðvitað ekki. Hún vilji ná stóru fiskunum en ekki sílunum eins og Friðrik minntist á áður.„Það fóru allir páskarnir í þetta hjá stórum hópi manna þannig að það var mikið í þetta lagt.“Engin plön eru hjá lögregluyfirvöldum um að fá óháða úttekt ríkissaksóknara á því sem miður fór við Hótel Frón. Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Furðuleg handtaka í umfangsmiklu fíkniefnamáli ekki á borð ríkissaksóknara Lögregla segist sjálf hafa farið yfir málið og telur ekki þörf á óháðri úttekt eftir að tálbeituaðgerð fór út um þúfur. 2. desember 2015 10:00 Mest lesið Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Spá hárri ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Sjá meira
Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að fjarskiptavandamál hafi orðið til þess að tálbeituaðgerð lögreglu í umfangsmiklu fíkniefnamáli hafi ekki gengið að óskum. Upplýsingar hafi ekki borist til allra þeirra sem komu að aðgerðunum við Hótel Frón og því hafi sendisveinninn verið handtekinn. Þó sé ekki hægt að flokka handtökuna sem mistök. Tálbeituaðgerð lögreglu fór fram við Hótel Frón, Laugavegi.Vísir/Stefán Handtekinn þvert á plön Vísir hefur fjallað töluvert um tálbeituaðgerðina undanfarnar vikur í kjölfar þess að hollensk móðir og burðardýr var dæmd í ellefu ára fangelsi í héraði. Dómnum hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar. Í gögnum málsins kemur fram að hún hafi að fyrra bragði boðist til að veita aðstoð og segja má að hún hafi staðið sig eins og hetja þegar kom að því að fullvissa innflytjendur um að hún væri ekki að vinna með lögreglu. Allt virtist ganga eins og í sögu þegar sendisveinn sótti tösku með gerviefnum, hlerunar- og eftirfararbúnaði. Hann var í þann mund að aka í burtu með búnaðinn innanborðs þegar hann var handtekinn. Málið var í umsjá Lögreglustjórans á Suðurnesjum, Ólafs Helga Kjartanssonar, en tálbeituaðgerðin unnin að beiðni þeirra og af hendi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Framan af vildi hvorugt embættið tjá sig um málið og vísuðu hvort á annað. Lögreglan í höfuðborginni taldi sig ekki hafa umboð til þess þar sem málið í heild væri á ábyrgð Suðurnesja á meðan Suðurnesjamenn bentu á að þeir hefðu ekki stýrt aðgerðum og ekki þeirra að svara fyrir hvað miður fór. Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum. Skerpa þurfi verklagsreglur Ólafur Helgi sagði í samtali við Vísi í október, rúmu hálfu ári eftir að aðgerðin fór fram, ekki hafa fengið neinar skýringar frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Hann teldi að málið hefði misfarist þegar maðurinn var handtekinn. „Ég skil ekki hvers vegna það gerist,“ sagði Ólafur Helgi. Í frétt Vísis í vikunni sagði Ólafur Helgi svo að embættin hefðu farið í gegnum þetta tiltekna mál. „Ljóst er að skerpa þarf á verklagsreglum í tilvikum sem þessu og stytta boðleiðir. Það verk er þegar hafið.“ Aldís Hilmarsdóttir, yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglu, segir engan grun um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað í röðum lögreglu. Friðrik tekur undir með henni. Vilja stærri fiska, ekki smásíli Friðrik Smári segir í samtali við Vísi að það sé alls ekki svo að hann vilji ekki tjá sig um málið, að því leyti sem hægt sé. Eðlilegt sé að sá sem hafi með forræði málsins að gera að svara fyrir. Þó telji hann í ljósi umfjöllunar ágætt að gera grein fyrir nokkrum atriðum. Aðgerðin hafi vissulega verið á ábyrgð hans og Aldísar Hilmarsdóttur, yfirmanns fíkniefnadeildar. Þeir sem stjórnuðu aðgerðum við Hótel Frón hafi sótt umboð sitt til þeirra tveggja. „Auðvitað var tilgangurinn með því að setja þetta allt upp að ná stærri fiskum en einhverju sendisíli,“ segir Friðrik Smári. Vísar hann til þess að sá sem handtekinn var, Atli Freyr Fjölnisson, virðist enga aðra aðkomu hafa haft að málinu en hafa verið boðin greiðsla til að sækja ferðatöskur og flytja á milli staða. Atli Freyr var dæmdur í fimm ára fangelsi í héraði fyrir sína aðkomu að málinu. Aldís Hilmarsdóttir sagði í samtali við Vísi í lok október að hún liti ekki svo á að mistök hefðu verið gerð við handtökuna. „Aðstæður spilast hins vegar þannig að þetta er metið svona á þessum punkti,“ sagði hún um handtökuna. Atli Freyr fékk fimm ára dóm fyrir að veita töskum með gerviefnum viðtöku.vísir/ernir „Ekki hægt að flokka sem mistök“ Friðrik Smári tekur undir með Aldísi hvað það varðar að ekki hafi verið um mistök að ræða. „Ég get tekið undir það sem Aldís segir. Það er ekki hægt að flokka þetta sem mistök. Aðstæður breyttust skyndilega. Það var ekki hægt að koma skilaboðum til allra sem komu að málinu,“ segir Friðrik. Samkvæmt gögnum málsins átti hollenska móðirin í símasamskiptum við óþekktan aðila stóran hluta þriðjudagsins 7. apríl. Þann dag var loks haft samband við hana en þær mæðgur komu til landsins á föstudaginn langa, 3. apríl. Ákveðið var að fá heimild fyrir hlustunar- og eftirfararbúnaði sem fékkst um leið. Um sexleytið fór að draga til tíðinda og eftir það, sem ekki er hægt að kalla annað en frábæra frammistöðu hollensku konunnar, barst símtal um að hún ætti að fara með fíkniefnin út og afhenda manni. Eftir afhendingu gekk hún aftur inn á hótel. Maðurinn, fyrrnefndur Atli Freyr, bjó sig undir að aka á brott með töskuna sem innihélt gerviefni og búnað lögreglu til hlustunar og eftirfarar. Í stað þess að fylgja honum eftir var hann handtekinn eins og frægt er orðið. Málið var til meðferðar í Héraðsdómi Reykjaness þar sem dómur féll. Málinu hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar.Vísir/Valli Fjarskiptasamskipti blokkuðust Rannsóknarlögreglumaður sem kom að málinu sagði fyrir dómi að ástæða handtöku hefði verið að almannahætta hefði skapast eftir að efnin hefðu verið komin í bílinn. Þau ummæli hafa ekki verið útskýrð frekar en fyrir liggur að um gerviefni var að ræða. Sérsveitamaður, sá er handtók Atla Frey, sagði að handtökuskipun hefði komið með mjög skömmum fyrirvara og engin önnur skipun fylgt í kjölfarið. Þá sagði sérsveitarmaðurinn að þeir hefðu ekki haft annað hlutverk á vettvangi en að tryggja öryggi og veita aðstoð við handtökuna. Þeir gátu ekki tekið ákvörðun um að láta hinn grunaða fara af stað með efnin.Ástríður Grímsdóttir, dómari í málinu, sagði lögreglumennina tvo sem báru vitni í dómssal ekki þurfa að upplýsa frekar um ástæður handtöku, verjendum ákærðu til mikillar mæðu.Friðrik Smári segir að tæknilegu örðugleikarnir snúi að fjarskiptum.„Þau blokkuðust og skilaboðin komust ekki til allra sem hlut áttu að máli. Kerfið okkar er þannig að ef margir eru í einu að nota talstöðvakerfið þá komast ekki allir að,“ segir Friðrik Smári. Ekki megi líta á það sem stórt klúður.„Þarna þurfti að taka ákvarðanir á augabragði og svona fór þetta bara.“ Lögregla hefði þurft að skila skýrslu vegna tálbeituaðgerðarinnar til ríkissaksóknar hefði verið um afhendingu fíkniefna að ræða, ekki gerviefna. Sigríður Friðjónsdóttir er ríkissaksóknari.vísir/vilhelmEnginn grunur um spillingu innan lögregluSamsæriskenningum hefur rignt í ummælakerfum við fyrri fréttir Vísis af málinu þar sem kallað er eftir óháðu eftirliti með starfsháttum lögreglu. Þar telja margir að handtökuna megi mögulega rekja til spillingu innan lögreglu, tengsl lögreglu við fíkniefnaheiminn hér á landi og þar fram eftir götunum. Aldís blés á þetta í samtali við Vísi í október og Friðrik er henni sammála.„Nei, ekkert slíkt,“ segir Friðrik. Skiljanlegt sé að fólk sé svekkt og það séu hans menn líka. Auðvelt væri fyrir lögreglu að halla sér aftur í sætinu eftir að hafa lagt hald á svo mikið magn fíkniefna eins og var í þessu tilfelli en virði efnanna hleypur á hundruðum milljóna króna. En þannig vinni lögregla auðvitað ekki. Hún vilji ná stóru fiskunum en ekki sílunum eins og Friðrik minntist á áður.„Það fóru allir páskarnir í þetta hjá stórum hópi manna þannig að það var mikið í þetta lagt.“Engin plön eru hjá lögregluyfirvöldum um að fá óháða úttekt ríkissaksóknara á því sem miður fór við Hótel Frón.
Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Furðuleg handtaka í umfangsmiklu fíkniefnamáli ekki á borð ríkissaksóknara Lögregla segist sjálf hafa farið yfir málið og telur ekki þörf á óháðri úttekt eftir að tálbeituaðgerð fór út um þúfur. 2. desember 2015 10:00 Mest lesið Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Spá hárri ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Sjá meira
Furðuleg handtaka í umfangsmiklu fíkniefnamáli ekki á borð ríkissaksóknara Lögregla segist sjálf hafa farið yfir málið og telur ekki þörf á óháðri úttekt eftir að tálbeituaðgerð fór út um þúfur. 2. desember 2015 10:00