Náfölnaði þegar sérsveitarmaðurinn birtist Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. september 2015 10:37 Handtakan fór fram við Hótel Frón í Reykjavík. vísir/stefán Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu kom staðsetningarbúnaði fyrir í ferðatösku sem 26 ára gamall Íslendingur tók við fyrir utan Hótel Frón í apríl síðastliðnum. Í töskunni voru 20 kíló af gerviefnum sem komið hafði verið fyrir í stað fíkniefna sem hollensk kona á fimmtugsaldri hafði smyglað inn til landsins. Maðurinn átti að koma efnunum á Grand Hótel og fá 300 þúsund krónur fyrir sendiferðina. Fram kom við aðalmeðferð málsins í gær að handtökuskipun hefði komið í gegnum talstöðvakerfi lögreglunnar og voru meðal annars menn úr sérsveit ríkislögreglustjóra sendir á staðinn til að aðstoða við handtökurnar og tryggja öryggi í og við hótelið. Verjendur í málinu, þeir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson og Jóhannes Árnason, veltu því upp við aðalmeðferð málsins í gær hvers vegna ákveðið var að handtaka sakborninga á Hótel Fróni í stað þess að láta manninn fara með efnin á næsta áfangastað.Almannahætta og tæknilegir örðugleikar „Þegar hann er kominn með efnin í bílinn er komin almannahætta. Svo eru líka tæknilegir örðugleikar sem valda því að við eltum hann ekki,“ sagði rannsóknarlögreglumaður sem kom að málinu. Vilhjálmur reyndi þá að fá fram í hverju þeir tæknilegir örðugleikar hefðu verið fólgnir en dómari sagði að lögreglumaðurinn þyrfti ekki að svara þeirri spurningu. Verjandinn spurði þá í hverju almannahættan hefði verið fólgin. „Það liggur í hlutarins eðli hvernig menn geta brugðist við ef þeir eru á ferðinni með ólögleg efni,“ svaraði rannsóknarlögreglumaðurinn.Gátu ekki tekið ákvörðun um að láta manninn fara af stað með efnin Sérsveitarmaður sem kom að handtöku mannsins sagði fyrir dómi að manninum hefði verið mjög brugðið þegar hann var handtekinn. Hann hefði náfölnað og verið smeykur. Aðspurður tók sérsveitarmaðurinn undir að það væri akkur í því fyrir lögreglu að ná höfuðpaurunum í máli sem þessu og sagði að eftir á hefði kannski átt að fylgja hinum meintu fíkniefnum á áfangastað. Handtökuskipunin hefði hins vegar komið með mjög stuttum fyrirvara og engin önnur skipun fylgt í kjölfarið. Þá sagði sérsveitarmaðurinn að þeir hefðu ekki haft annað hlutverk á vettvangi en að tryggja öryggi og veita aðstoð við handtökuna. Þeir gátu ekki tekið ákvörðun um að láta hinn grunaða fara af stað með efnin. Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Hollensku móðurinni boðnar allt að 50 þúsund evrur fyrir að smygla fíkniefnum til Íslands með Norrænu Hollenska konan, sem ákærð er fyrir stórfelldan fíkniefnainnflutning hingað til lands í apríl síðastliðnum, sagði við skýrslutöku hjá lögreglu að henni hefði verið boðið að flytja fíkniefni í húsbíl og koma til Íslands með ferjunni Norrænu. 29. september 2015 17:52 Bað um að fá að taka dótturina með sér til Íslands Hollenska konan sem ákærð er fyrir að flytja um 20 kíló af fíkniefnum hingað til lands gaf skýrslu við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Skýrslutakan tók mikið á hana og brast hún nokkrum sinnum í grát. 29. september 2015 16:15 Átti að fara með töskuna á Grand Hótel og fá 300 þúsund krónur fyrir Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn hollenskri konu á fimmtugsaldri og 26 ára gömlum íslenskum manni sem ákærð eru í umfangsmiklu fíkniefnamáli hófst í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. 29. september 2015 14:14 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Erlent Fleiri fréttir Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu kom staðsetningarbúnaði fyrir í ferðatösku sem 26 ára gamall Íslendingur tók við fyrir utan Hótel Frón í apríl síðastliðnum. Í töskunni voru 20 kíló af gerviefnum sem komið hafði verið fyrir í stað fíkniefna sem hollensk kona á fimmtugsaldri hafði smyglað inn til landsins. Maðurinn átti að koma efnunum á Grand Hótel og fá 300 þúsund krónur fyrir sendiferðina. Fram kom við aðalmeðferð málsins í gær að handtökuskipun hefði komið í gegnum talstöðvakerfi lögreglunnar og voru meðal annars menn úr sérsveit ríkislögreglustjóra sendir á staðinn til að aðstoða við handtökurnar og tryggja öryggi í og við hótelið. Verjendur í málinu, þeir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson og Jóhannes Árnason, veltu því upp við aðalmeðferð málsins í gær hvers vegna ákveðið var að handtaka sakborninga á Hótel Fróni í stað þess að láta manninn fara með efnin á næsta áfangastað.Almannahætta og tæknilegir örðugleikar „Þegar hann er kominn með efnin í bílinn er komin almannahætta. Svo eru líka tæknilegir örðugleikar sem valda því að við eltum hann ekki,“ sagði rannsóknarlögreglumaður sem kom að málinu. Vilhjálmur reyndi þá að fá fram í hverju þeir tæknilegir örðugleikar hefðu verið fólgnir en dómari sagði að lögreglumaðurinn þyrfti ekki að svara þeirri spurningu. Verjandinn spurði þá í hverju almannahættan hefði verið fólgin. „Það liggur í hlutarins eðli hvernig menn geta brugðist við ef þeir eru á ferðinni með ólögleg efni,“ svaraði rannsóknarlögreglumaðurinn.Gátu ekki tekið ákvörðun um að láta manninn fara af stað með efnin Sérsveitarmaður sem kom að handtöku mannsins sagði fyrir dómi að manninum hefði verið mjög brugðið þegar hann var handtekinn. Hann hefði náfölnað og verið smeykur. Aðspurður tók sérsveitarmaðurinn undir að það væri akkur í því fyrir lögreglu að ná höfuðpaurunum í máli sem þessu og sagði að eftir á hefði kannski átt að fylgja hinum meintu fíkniefnum á áfangastað. Handtökuskipunin hefði hins vegar komið með mjög stuttum fyrirvara og engin önnur skipun fylgt í kjölfarið. Þá sagði sérsveitarmaðurinn að þeir hefðu ekki haft annað hlutverk á vettvangi en að tryggja öryggi og veita aðstoð við handtökuna. Þeir gátu ekki tekið ákvörðun um að láta hinn grunaða fara af stað með efnin.
Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Hollensku móðurinni boðnar allt að 50 þúsund evrur fyrir að smygla fíkniefnum til Íslands með Norrænu Hollenska konan, sem ákærð er fyrir stórfelldan fíkniefnainnflutning hingað til lands í apríl síðastliðnum, sagði við skýrslutöku hjá lögreglu að henni hefði verið boðið að flytja fíkniefni í húsbíl og koma til Íslands með ferjunni Norrænu. 29. september 2015 17:52 Bað um að fá að taka dótturina með sér til Íslands Hollenska konan sem ákærð er fyrir að flytja um 20 kíló af fíkniefnum hingað til lands gaf skýrslu við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Skýrslutakan tók mikið á hana og brast hún nokkrum sinnum í grát. 29. september 2015 16:15 Átti að fara með töskuna á Grand Hótel og fá 300 þúsund krónur fyrir Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn hollenskri konu á fimmtugsaldri og 26 ára gömlum íslenskum manni sem ákærð eru í umfangsmiklu fíkniefnamáli hófst í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. 29. september 2015 14:14 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Erlent Fleiri fréttir Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Sjá meira
Hollensku móðurinni boðnar allt að 50 þúsund evrur fyrir að smygla fíkniefnum til Íslands með Norrænu Hollenska konan, sem ákærð er fyrir stórfelldan fíkniefnainnflutning hingað til lands í apríl síðastliðnum, sagði við skýrslutöku hjá lögreglu að henni hefði verið boðið að flytja fíkniefni í húsbíl og koma til Íslands með ferjunni Norrænu. 29. september 2015 17:52
Bað um að fá að taka dótturina með sér til Íslands Hollenska konan sem ákærð er fyrir að flytja um 20 kíló af fíkniefnum hingað til lands gaf skýrslu við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Skýrslutakan tók mikið á hana og brast hún nokkrum sinnum í grát. 29. september 2015 16:15
Átti að fara með töskuna á Grand Hótel og fá 300 þúsund krónur fyrir Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn hollenskri konu á fimmtugsaldri og 26 ára gömlum íslenskum manni sem ákærð eru í umfangsmiklu fíkniefnamáli hófst í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. 29. september 2015 14:14