Óskir fatlaðs fólks Ellen Calmon skrifar 20. nóvember 2015 07:00 Öryrkjabandalag Íslands hefur undanfarna mánuði staðið fyrir undirskriftasöfnun þar sem skorað er á stjórnvöld að fullgilda samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Miðvikudaginn 11. nóvember sl. var Ólöfu Nordal innanríkisráðherra afhentar undirskriftir 17.000 einstaklinga sem tóku þátt í áskoruninni. Þá voru öllum þingmönnum afhentar óskir fatlaðs fólks sem allar rúmast undir samningnum. Óskir þessar eru mörgum sjálfsagðar eins og að fá að stunda skóla með krökkunum í hverfinu, að fá að stunda vinnu, að búa við mannsæmandi lífskjör eða að geta átt þess kost að skoða landið okkar. Fatlaðar konur og ofbeldi Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks er óháður tegund fötlunar, kyni og aldri og er leiðarvísir að því hvernig tryggja skal fötluðu fólki mannréttindi og tækifæri til jafns við aðra í lífinu og gera því þannig kleift að vera virkir þátttakendur í samfélaginu. Í dag hefur fatlað fólk ekki sömu tækifæri og aðrir vegna líkamlegra, samskiptalegra og stofnanalegra hindrana. Aðildarríki samningsins viðurkenna að fatlaðar konur og stúlkur eru oft í meiri hættu, innan heimilis sem utan, á að verða þolendur ofbeldis. Aðildarríkjum ber því að taka sérstakt tillit til fatlaðra kvenna og gera allar viðeigandi ráðstafanir til þess að tryggja fullan þroska, framgang og valdeflingu kvenna í þeim tilgangi að þau mannréttindi og það grundvallarfrelsi sem sett eru fram í samningnum sé tryggt. Niðurstöður rannsókna sýna einnig að fatlaðar konur eru líklegri til að verða fyrir ofbeldi en aðrar konur og að ofbeldi gegn fötluðum konum er nátengt valdleysi þeirra í eigin lífi og jaðarsettri stöðu þeirra í samfélaginu. Með öðrum orðum þá þrífst ofbeldi í aðgreiningu. Þessu þarf að breyta. Mikilvægi samningsins Samningurinn breytir sjónarhorni ölmusu í mannréttindasjónarmið og læknisfræðilegu sjónarmiði í félagslegt. Stjórnmálamenn í mörgum löndum láta byggja sérskóla, sérstök dvalarheimili eða sérstök húsnæðisúrræði fyrir fatlað fólk. Það sem þeir ættu hins vegar að hugsa um er t.d. hvernig verður séð til þess að fötluð börn fái sömu tækifæri og standi jafnfætis öðrum börnum þegar þau vaxa úr grasi. Það gerist ekki með sérúrræðum heldur með því að fötluð börn líkt og önnur börn fái þann stuðning sem þau þurfa og hvatningu og hafi þar af leiðandi sömu tækifæri í samfélaginu. Til að vekja athygli á samningnum lét ÖBÍ meðal annars vinna myndbönd sem fjalla um aðstæður sem fatlað fólk upplifir margt hvert á Íslandi í dag. Myndböndin eru öll byggð á sönnum atburðum. Efnistökin eru meðal annars: Þátttaka í fjölskyldulífi, aðgengi fyrir alla, val um tjáningarleiðir, forræðishyggja, fordómar og framfærsla. Myndböndin er hægt að sjá á heimasíðunni www.obi.is Tilgangur myndbandanna er að sýna mikilvægi þess að fatlað fólk njóti mannréttinda í samræmi við Samning Sameinuðu þjóðanna. Í myndböndunum var hlutverkunum snúið við í flestum tilvikum þannig að ófatlað fólk lék fatlað fólk og öfugt. Gerð voru sjö myndbönd sem eru öll mjög stutt með snörpum skilaboðum og eru flest öll um eða undir einni mínútu að lengd. Öryrkjabandalagið hefur í mörg ár barist fyrir því að samningurinn verði fullgiltur og lögfestur en hann var undirritaður af Íslands hálfu í mars árið 2007. Nú hafa 160 ríki fullgilt hann og er Ísland annað tveggja Norðurlanda sem ekki hafa fullgilt samninginn. Finnland er hitt norræna ríkið sem er að ljúka vinnu við fullgildingu. Við höfum fengið sömu svörin í átta ár; „Við erum að vinna að þessu.“ Stærsta óskin sem afhent var 11. nóvember síðastliðinn er óskin um að samningurinn verði fullgiltur sem fyrst. Nú er kominn tími til að forgangsraða í þágu mannréttinda. Og já frú innanríkisráðherra, þú getur gert betur! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ellen Jacqueline Calmon Mest lesið Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Tryggjum gæði í mannvirkjaiðnaði Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar Skoðun Fjárfestum í vegakerfinu Stefán Broddi Guðjónsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Ísland og lausnir – I – stéttarfélög Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Skjánotkun foreldra - tímarnir breytast og tengslin með? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Til þjónustu reiðubúin í Garðabæ Almar Guðmundsson skrifar Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar Skoðun Tilvistarkreppa leikskólakennara? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nauðgunarmál, 2. grein. Upplýsingar fást ekki Jörgen Ingimar Hansson skrifar Sjá meira
Öryrkjabandalag Íslands hefur undanfarna mánuði staðið fyrir undirskriftasöfnun þar sem skorað er á stjórnvöld að fullgilda samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Miðvikudaginn 11. nóvember sl. var Ólöfu Nordal innanríkisráðherra afhentar undirskriftir 17.000 einstaklinga sem tóku þátt í áskoruninni. Þá voru öllum þingmönnum afhentar óskir fatlaðs fólks sem allar rúmast undir samningnum. Óskir þessar eru mörgum sjálfsagðar eins og að fá að stunda skóla með krökkunum í hverfinu, að fá að stunda vinnu, að búa við mannsæmandi lífskjör eða að geta átt þess kost að skoða landið okkar. Fatlaðar konur og ofbeldi Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks er óháður tegund fötlunar, kyni og aldri og er leiðarvísir að því hvernig tryggja skal fötluðu fólki mannréttindi og tækifæri til jafns við aðra í lífinu og gera því þannig kleift að vera virkir þátttakendur í samfélaginu. Í dag hefur fatlað fólk ekki sömu tækifæri og aðrir vegna líkamlegra, samskiptalegra og stofnanalegra hindrana. Aðildarríki samningsins viðurkenna að fatlaðar konur og stúlkur eru oft í meiri hættu, innan heimilis sem utan, á að verða þolendur ofbeldis. Aðildarríkjum ber því að taka sérstakt tillit til fatlaðra kvenna og gera allar viðeigandi ráðstafanir til þess að tryggja fullan þroska, framgang og valdeflingu kvenna í þeim tilgangi að þau mannréttindi og það grundvallarfrelsi sem sett eru fram í samningnum sé tryggt. Niðurstöður rannsókna sýna einnig að fatlaðar konur eru líklegri til að verða fyrir ofbeldi en aðrar konur og að ofbeldi gegn fötluðum konum er nátengt valdleysi þeirra í eigin lífi og jaðarsettri stöðu þeirra í samfélaginu. Með öðrum orðum þá þrífst ofbeldi í aðgreiningu. Þessu þarf að breyta. Mikilvægi samningsins Samningurinn breytir sjónarhorni ölmusu í mannréttindasjónarmið og læknisfræðilegu sjónarmiði í félagslegt. Stjórnmálamenn í mörgum löndum láta byggja sérskóla, sérstök dvalarheimili eða sérstök húsnæðisúrræði fyrir fatlað fólk. Það sem þeir ættu hins vegar að hugsa um er t.d. hvernig verður séð til þess að fötluð börn fái sömu tækifæri og standi jafnfætis öðrum börnum þegar þau vaxa úr grasi. Það gerist ekki með sérúrræðum heldur með því að fötluð börn líkt og önnur börn fái þann stuðning sem þau þurfa og hvatningu og hafi þar af leiðandi sömu tækifæri í samfélaginu. Til að vekja athygli á samningnum lét ÖBÍ meðal annars vinna myndbönd sem fjalla um aðstæður sem fatlað fólk upplifir margt hvert á Íslandi í dag. Myndböndin eru öll byggð á sönnum atburðum. Efnistökin eru meðal annars: Þátttaka í fjölskyldulífi, aðgengi fyrir alla, val um tjáningarleiðir, forræðishyggja, fordómar og framfærsla. Myndböndin er hægt að sjá á heimasíðunni www.obi.is Tilgangur myndbandanna er að sýna mikilvægi þess að fatlað fólk njóti mannréttinda í samræmi við Samning Sameinuðu þjóðanna. Í myndböndunum var hlutverkunum snúið við í flestum tilvikum þannig að ófatlað fólk lék fatlað fólk og öfugt. Gerð voru sjö myndbönd sem eru öll mjög stutt með snörpum skilaboðum og eru flest öll um eða undir einni mínútu að lengd. Öryrkjabandalagið hefur í mörg ár barist fyrir því að samningurinn verði fullgiltur og lögfestur en hann var undirritaður af Íslands hálfu í mars árið 2007. Nú hafa 160 ríki fullgilt hann og er Ísland annað tveggja Norðurlanda sem ekki hafa fullgilt samninginn. Finnland er hitt norræna ríkið sem er að ljúka vinnu við fullgildingu. Við höfum fengið sömu svörin í átta ár; „Við erum að vinna að þessu.“ Stærsta óskin sem afhent var 11. nóvember síðastliðinn er óskin um að samningurinn verði fullgiltur sem fyrst. Nú er kominn tími til að forgangsraða í þágu mannréttinda. Og já frú innanríkisráðherra, þú getur gert betur!
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir Skoðun
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar
Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir Skoðun