Viðskipti innlent

Lögreglumaður hjá sérstökum þarf ekki að svara spurningu um uppljóstrarann

Sunna Kristín HIlmarsdóttir skrifar
Jóhannes Baldursson
Jóhannes Baldursson vísir/anton brink
Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðdóms Reykjavíkur frá því í gær í Stím-málinu varðandi spurningu sem Reimar Pétursson, verjandi Jóhannesar Baldurssonar, vildi bera upp við Svein Ingiberg Magnússon, lögreglumann hjá sérstökum saksóknara.

Spurningin snerist um lykilvitni ákæruvaldsins í málinu, Magnús Pálma Örnólfsson, sem samdi sig frá ákæru gegn því að veita sérstökum saksóknara mikilvægar upplýsingar við rannsókn. Magnús kom fyrir dóminn síðastliðinn þriðjudag og bar þá vitni gegn fyrrverandi yfirmanni sínum, fyrrnefndum Jóhannesi.

Reimar vildi vita hvort að Magnús Pálmi hefði samið við sérstakan í fleiri málum sem eru til rannsóknar en þar á meðal er meint markaðsmisnotkun Glitnis á löngu tímabili fyrir hrun. Dómari bannaði spurninguna til lögreglumannsins en Reimar krafðist þá úrskurðar um hana. Héraðsdómur hafnaði kröfunni og hefur Hæstiréttur nú staðfest það, eins og áður segir.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×