Viðskipti innlent

Hæstiréttur mun úrskurða um umdeilda spurningu til lögreglumanns í Stím-málinu

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Starfsmenn sérstaks saksóknara í héraðsdómi en Hólmsteinn Gauti Sigurðsson sækir málið.
Starfsmenn sérstaks saksóknara í héraðsdómi en Hólmsteinn Gauti Sigurðsson sækir málið. vísir/anton brink
Símon Sigvaldason, dómsformaður í Stím-málinu hafnaði kröfu Reimars Péturssonar, verjanda Jóhannesar Baldurssonar, varðandi það að fá að bera upp spurningu um samninga lykilvitnisins Magnúsar Pálma Örnólfssonar við sérstakan saksóknara.

Sjá einnig: Dómari bannaði spurningu um hvort að lykilvitni hafi samið við sérstakan í fleiri málum

Reimar spurði Svein Ingiberg Magnússon, lögreglumann hjá sérstökum saksóknara, við vitnaleiðslur í dag hvort að Magnús Pálmi hefði gert fleiri samninga við embættið um friðhelgi frá ákæru en vitnið gerði slíkan samning vegna Stím-málsins. Ívilnunin er veitt á grundvelli 5. greinar laga um sérstakan saksóknara.

Við vitnaleiðsluna bannaði dómsformaðurinn spurninguna en verjandinn krafðist þá úrskurðar um málið. Því var hafnað eins og áður segir en úrskurðurinn hefur verið kærður til Hæstaréttar.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×