Ríkið og rómantískar gamanmyndir Brynhildur S. Björnsdóttir og Starri Reynisson skrifar 4. nóvember 2015 08:00 Enginn hefur farið varhluta af því að nýlega kom út skýrsla um starfsemi og rekstur RÚV, sem unnin var af starfshópi sem skipaður var af menntamálaráðherra. Deila má um óhæði starfshópsins og tilgang skýrslunnar en niðurstaðan var sú að rekstur RÚV sé ósjálfbær miðað við þær tekjur sem stofnuninni er skammtað. Það þurfti tæpast nýja úttekt til að átta sig á því. Enda gömul saga og ný. Og hvað? Er RÚV þá óþarft og vonlaust batterí? Þurfum við ekki ríkisrekin fjölmiðil af því skatt- og auglýsingatekjurnar duga ekki til rekstursins? Grunnhlutverk RÚV er mjög vel skilgreint í lögum. Það á að leggja rækt við íslenska tungu, menningu og sögu. Það á að þjóna landsbyggðinni jafnt sem borgarbúum. Jafnframt skal það varðveita efni sem hefur sögulegt og menningarlegt gildi fyrir þjóðina. Síðast en ekki síst skal það veita heyrnarskertum aðgang að fjölmiðlaþjónustu í almannaþágu. Ólíkt einkareknum miðlum sem byggja sína starfsemi á markaðslögmálum og hafa hingað til ekki verið skikkaðir til að texta íslenskt efni. Einnig er mikilvægt að RÚV haldi úti öflugri og óháðri fréttastofu svo að landsmenn allir hafi öruggan aðgang að góðum og hlutlausum fréttaflutningi. Í okkar huga er réttlæting fyrir tilvist RÚV einnig sú sama og ríkisstyrking lista og menningar almennt. Markaðslögmálin ná einfaldlega ekki utan um menningu og listir með sama hætti og margar vörur og þjónustur. Jákvæð úthrif lista og menningar eru mun meiri en við greiðum beint í vasann á listamönnunum í gegnum markaðinn. Við viljum ekki að listamenn skapi bara efni sem nær topp tíu listanum á FM95.7 í eina viku. Við viljum líka efni sem endist og lifir. Sama máli gegnir um fjölmiðlun. Eðli málsins samkvæmt hafa einkareknir fjölmiðlar frelsi til að haga starfseminni nokkurveginn með þeim hætti sem þeir kjósa. Enda lýtur starfsemi þeirra markaðslögmálunum um framboð og eftirspurn. Sem er mikilvægt. Grunnhlutverk RÚV er líka mikilvægt. Að því sögðu þurfum við að vera óhrædd við að spyrja okkur hvort RÚV starfi ekki talsvert langt fyrir utan þetta skilgreinda grunnhlutverk sitt í dag. Er eðlilegt að ríkisrekinn fjölmiðill keppi við einkarekin fyrirtæki á samkeppnismarkaði um kaup á erlendum dægurþáttum eða um auglýsingatekjur? Þarf ríkisrekinn fjölmiðill t.a.m. að reka tvær útvarpsstöðvar? Á það að vera í verkahring ríkisins að sjá til þess að allir landsmenn geti horft á rómantískar gamanmyndir á laugardagskvöldum? Á íslenskum fjölmiðlamarkaði, ríkir sem betur fer töluverð samkeppni, en það skekkir óneitanlega samkeppnina og gerir hana óeðlilega að eitt fyrirtæki á markaðinum skuli ganga að föstum og öruggum tekjum úr ríkissjóði. Væri ekki farsælast að taka RÚV af auglýsingamarkaði og haga dagskrárgerðinni þannig að fréttaflutningur, fréttaskýringar, fræðslu-, menningar-, og dægurmálaþættir og jafnvel eitthvað af íslensku skemmtiefni sé í fyrirrúmi í stað þess að eyða púðri og skatttekjum í eitthvað sem einkareknir fjölmiðlar eru fullkomlega færir um? Þannig væri RÚV að sinna grunnhlutverki sínu en stæði á sama tíma fyrir utan samkeppnismarkaðinn. Treystum einkareknum fjölmiðlum til að sinna eftirspurn eftir dýrum erlendum glæpaþáttum og látum RÚV frekar sjá um raunverulegt hlutverk sitt gagnvart íslenskri menningu og samfélagi. Það er margt sem má endurskoða – annað en tilvist RÚV. Rekstrarformið er ekki og á ekki að vera neglt í stein og stofnunin þarf ekki að vera risaeðla. Hún á að þjóna þjóðinni. Ekki grafa undan einkaframtaki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Starri Reynisson Mest lesið Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Sjá meira
Enginn hefur farið varhluta af því að nýlega kom út skýrsla um starfsemi og rekstur RÚV, sem unnin var af starfshópi sem skipaður var af menntamálaráðherra. Deila má um óhæði starfshópsins og tilgang skýrslunnar en niðurstaðan var sú að rekstur RÚV sé ósjálfbær miðað við þær tekjur sem stofnuninni er skammtað. Það þurfti tæpast nýja úttekt til að átta sig á því. Enda gömul saga og ný. Og hvað? Er RÚV þá óþarft og vonlaust batterí? Þurfum við ekki ríkisrekin fjölmiðil af því skatt- og auglýsingatekjurnar duga ekki til rekstursins? Grunnhlutverk RÚV er mjög vel skilgreint í lögum. Það á að leggja rækt við íslenska tungu, menningu og sögu. Það á að þjóna landsbyggðinni jafnt sem borgarbúum. Jafnframt skal það varðveita efni sem hefur sögulegt og menningarlegt gildi fyrir þjóðina. Síðast en ekki síst skal það veita heyrnarskertum aðgang að fjölmiðlaþjónustu í almannaþágu. Ólíkt einkareknum miðlum sem byggja sína starfsemi á markaðslögmálum og hafa hingað til ekki verið skikkaðir til að texta íslenskt efni. Einnig er mikilvægt að RÚV haldi úti öflugri og óháðri fréttastofu svo að landsmenn allir hafi öruggan aðgang að góðum og hlutlausum fréttaflutningi. Í okkar huga er réttlæting fyrir tilvist RÚV einnig sú sama og ríkisstyrking lista og menningar almennt. Markaðslögmálin ná einfaldlega ekki utan um menningu og listir með sama hætti og margar vörur og þjónustur. Jákvæð úthrif lista og menningar eru mun meiri en við greiðum beint í vasann á listamönnunum í gegnum markaðinn. Við viljum ekki að listamenn skapi bara efni sem nær topp tíu listanum á FM95.7 í eina viku. Við viljum líka efni sem endist og lifir. Sama máli gegnir um fjölmiðlun. Eðli málsins samkvæmt hafa einkareknir fjölmiðlar frelsi til að haga starfseminni nokkurveginn með þeim hætti sem þeir kjósa. Enda lýtur starfsemi þeirra markaðslögmálunum um framboð og eftirspurn. Sem er mikilvægt. Grunnhlutverk RÚV er líka mikilvægt. Að því sögðu þurfum við að vera óhrædd við að spyrja okkur hvort RÚV starfi ekki talsvert langt fyrir utan þetta skilgreinda grunnhlutverk sitt í dag. Er eðlilegt að ríkisrekinn fjölmiðill keppi við einkarekin fyrirtæki á samkeppnismarkaði um kaup á erlendum dægurþáttum eða um auglýsingatekjur? Þarf ríkisrekinn fjölmiðill t.a.m. að reka tvær útvarpsstöðvar? Á það að vera í verkahring ríkisins að sjá til þess að allir landsmenn geti horft á rómantískar gamanmyndir á laugardagskvöldum? Á íslenskum fjölmiðlamarkaði, ríkir sem betur fer töluverð samkeppni, en það skekkir óneitanlega samkeppnina og gerir hana óeðlilega að eitt fyrirtæki á markaðinum skuli ganga að föstum og öruggum tekjum úr ríkissjóði. Væri ekki farsælast að taka RÚV af auglýsingamarkaði og haga dagskrárgerðinni þannig að fréttaflutningur, fréttaskýringar, fræðslu-, menningar-, og dægurmálaþættir og jafnvel eitthvað af íslensku skemmtiefni sé í fyrirrúmi í stað þess að eyða púðri og skatttekjum í eitthvað sem einkareknir fjölmiðlar eru fullkomlega færir um? Þannig væri RÚV að sinna grunnhlutverki sínu en stæði á sama tíma fyrir utan samkeppnismarkaðinn. Treystum einkareknum fjölmiðlum til að sinna eftirspurn eftir dýrum erlendum glæpaþáttum og látum RÚV frekar sjá um raunverulegt hlutverk sitt gagnvart íslenskri menningu og samfélagi. Það er margt sem má endurskoða – annað en tilvist RÚV. Rekstrarformið er ekki og á ekki að vera neglt í stein og stofnunin þarf ekki að vera risaeðla. Hún á að þjóna þjóðinni. Ekki grafa undan einkaframtaki.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun