Var í taugaáfalli við yfirheyrslu Snærós Sindradóttir skrifar 5. nóvember 2015 06:00 Hjúkrunarfræðingurinn naut stuðnings vina og samstarfskvenna í dómsal í gær. Hún var algjörlega buguð vegna málsins. Vísir/Vilhelm Gríðarlegt álag á starfsfólk Landspítalans er meðal annars ástæðan sem hjúkrunarfræðingurinn, sem ákærður er fyrir manndráp af gáleysi, gaf fyrir því að fyllstu öryggisreglum og verkferlum var ekki fylgt að kvöldi 3. október 2012 þegar Guðmundur Már Bjarnason lést á gjörgæsludeild Landspítalans. Komið var fram á seinni hluta tvöfaldrar vaktar hjúkrunarfræðingsins þegar Guðmundur lést. Það var sérstakt andrúmsloft í dómsal 101 í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Til að styðja ákærðu voru komnar um tíu konur, samstarfskonur og vinkonur, og fylgdust með réttarhöldunum. Ákærða virtist buguð vegna málsins og grét. Hún lýsti því meðal annars að síðastliðin þrjú ár hafi verið helvíti í hennar huga; hjónaband hennar væri ónýtt, tólf ára barn hennar ætti erfitt uppdráttar og hún hefði oft hugsað um að deyja. Það var í raun lítið þjarmað að ákærðu og allt bar þess merki að saksóknari, dómari og verjendur hefðu samúð með hjúkrunarfræðingnum. Þann 3. október hefði orðið slys en vafi væri uppi um hvort slysið væri hennar sök eða hvort hægt hefði verið að koma í veg fyrir það. Vitni í málinu sagði að í raun væri ómögulegt að segja til um hver hefði átt við belginn sem ákærðu er gert að sök að hafa láðst að tæma. Málið er einstakt sinnar tegundar á Íslandi. Aldrei áður hefur hjúkrunarfræðingur verið ákærður fyrir að sýna af sér gáleysi í vinnu. Heilbrigðisstarfsfólk er uggandi yfir ákærunni og þáverandi landlæknir, Geir Gunnlaugsson, sagðist hafa efasemdir um að fara dómstólaleiðina við mistök heilbrigðisstarfsfólks. Ekkja Guðmundar Más féll frá bótakröfu sinni þegar málið var þingfest á síðasta ári. Hún sagði meðal annars: „[Hjúkrunarfræðingurinn] er kona á aldur við börnin mín og ég get ekki hugsað mér að líf hennar sé eyðilagt, nóg þarf hún að bera. Enda hlýtur fólk að vera samábyrgt þegar svona gerist.“ Ákærða lýsti því fyrir dómi að hún hefði verið með öllu grunlaus um að mistök hefðu átt sér stað þegar hún fór heim af vaktinni um kvöldið. Það var ekki fyrr en hún var kölluð inn til deildarstjóra daginn eftir, og upplifði mjög skrítna stemningu á þeim fundi, að sjálfsásakanirnar hófust. Þá strax gat hún ekki munað hvort hún hefði tæmt loftið og ásakaði sjálfa sig harkalega fyrir mistökin. Í kjölfarið fékk hún taugaáfall, að eigin sögn, og það var í því ástandi sem hún fór í fyrstu skýrslutöku hjá lögreglu. Hún segir að þegar henni hafi boðist að breyta eða bæta við fyrsta framburð sinn hjá lögreglu hafi verjandi hennar ráðlagt henni að gera það ekki. Það útskýri misræmi í frásögn hennar hjá lögreglu og nú fyrir dómi. Aðalmeðferð heldur áfram í dag. Hjúkrunarfræðingurinn er ákærður fyrir að að hafa ekki tæmt loft úr kraga barkaraufartúbu þegar hún setti upp talventilinn. Talventlar eru notaðir svo sjúklingar geti talað, en það geta þeir ekki í hefðbundinni öndunarvél. Sé loftið ekki tæmt getur sjúklingur andað að sér lofti en ekki frá sér. Fyrir dómi sagðist hjúkrunarfræðingurinn ekki muna hvort hún hefði tæmt loftið eða ekki. Í hennar huga hefði sjúklingurinn verið of veikburða til að fá talventil en reyndari hjúkrunarfræðingur hefði verið búinn að taka ákvörðunina og hún fylgt því eftir. Hún sagði að í hennar huga væri ekki ólíklegt að hún hefði tæmt loftið en sjúklingurinn kafnað á slímtappa sem gæti myndast fyrir ofan ventilinn. Hjúkrunarfræðingur sýknaður af ákæru um manndráp Dómsmál Landspítalinn Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira
Gríðarlegt álag á starfsfólk Landspítalans er meðal annars ástæðan sem hjúkrunarfræðingurinn, sem ákærður er fyrir manndráp af gáleysi, gaf fyrir því að fyllstu öryggisreglum og verkferlum var ekki fylgt að kvöldi 3. október 2012 þegar Guðmundur Már Bjarnason lést á gjörgæsludeild Landspítalans. Komið var fram á seinni hluta tvöfaldrar vaktar hjúkrunarfræðingsins þegar Guðmundur lést. Það var sérstakt andrúmsloft í dómsal 101 í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Til að styðja ákærðu voru komnar um tíu konur, samstarfskonur og vinkonur, og fylgdust með réttarhöldunum. Ákærða virtist buguð vegna málsins og grét. Hún lýsti því meðal annars að síðastliðin þrjú ár hafi verið helvíti í hennar huga; hjónaband hennar væri ónýtt, tólf ára barn hennar ætti erfitt uppdráttar og hún hefði oft hugsað um að deyja. Það var í raun lítið þjarmað að ákærðu og allt bar þess merki að saksóknari, dómari og verjendur hefðu samúð með hjúkrunarfræðingnum. Þann 3. október hefði orðið slys en vafi væri uppi um hvort slysið væri hennar sök eða hvort hægt hefði verið að koma í veg fyrir það. Vitni í málinu sagði að í raun væri ómögulegt að segja til um hver hefði átt við belginn sem ákærðu er gert að sök að hafa láðst að tæma. Málið er einstakt sinnar tegundar á Íslandi. Aldrei áður hefur hjúkrunarfræðingur verið ákærður fyrir að sýna af sér gáleysi í vinnu. Heilbrigðisstarfsfólk er uggandi yfir ákærunni og þáverandi landlæknir, Geir Gunnlaugsson, sagðist hafa efasemdir um að fara dómstólaleiðina við mistök heilbrigðisstarfsfólks. Ekkja Guðmundar Más féll frá bótakröfu sinni þegar málið var þingfest á síðasta ári. Hún sagði meðal annars: „[Hjúkrunarfræðingurinn] er kona á aldur við börnin mín og ég get ekki hugsað mér að líf hennar sé eyðilagt, nóg þarf hún að bera. Enda hlýtur fólk að vera samábyrgt þegar svona gerist.“ Ákærða lýsti því fyrir dómi að hún hefði verið með öllu grunlaus um að mistök hefðu átt sér stað þegar hún fór heim af vaktinni um kvöldið. Það var ekki fyrr en hún var kölluð inn til deildarstjóra daginn eftir, og upplifði mjög skrítna stemningu á þeim fundi, að sjálfsásakanirnar hófust. Þá strax gat hún ekki munað hvort hún hefði tæmt loftið og ásakaði sjálfa sig harkalega fyrir mistökin. Í kjölfarið fékk hún taugaáfall, að eigin sögn, og það var í því ástandi sem hún fór í fyrstu skýrslutöku hjá lögreglu. Hún segir að þegar henni hafi boðist að breyta eða bæta við fyrsta framburð sinn hjá lögreglu hafi verjandi hennar ráðlagt henni að gera það ekki. Það útskýri misræmi í frásögn hennar hjá lögreglu og nú fyrir dómi. Aðalmeðferð heldur áfram í dag. Hjúkrunarfræðingurinn er ákærður fyrir að að hafa ekki tæmt loft úr kraga barkaraufartúbu þegar hún setti upp talventilinn. Talventlar eru notaðir svo sjúklingar geti talað, en það geta þeir ekki í hefðbundinni öndunarvél. Sé loftið ekki tæmt getur sjúklingur andað að sér lofti en ekki frá sér. Fyrir dómi sagðist hjúkrunarfræðingurinn ekki muna hvort hún hefði tæmt loftið eða ekki. Í hennar huga hefði sjúklingurinn verið of veikburða til að fá talventil en reyndari hjúkrunarfræðingur hefði verið búinn að taka ákvörðunina og hún fylgt því eftir. Hún sagði að í hennar huga væri ekki ólíklegt að hún hefði tæmt loftið en sjúklingurinn kafnað á slímtappa sem gæti myndast fyrir ofan ventilinn.
Hjúkrunarfræðingur sýknaður af ákæru um manndráp Dómsmál Landspítalinn Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira