Lítið úrval af leikmönnum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 26. október 2015 06:30 Patrekur fagnar góðum sigri með sínum mönnum. vísir/getty „Þetta er miklu meiri viðvera en áður og ég er á ferð og flugi milli Íslands og Austurríkis,“ segir Patrekur Jóhannesson, landsliðsþjálfari Austurríkis, en hann er hættur að vera landsliðsþjálfari í aukastarfi og er í fullri vinnu hjá Austurríkismönnum. Undir stjórn Patreks hafa Austurríkismenn verið að ná eftirtektarverðum árangri en hann tók við liðinu árið 2011. Patrekur kom liðinu á EM 2014 og svo aftur á HM ári síðar. Austurríki komst þó ekki inn á EM sem fer fram í Póllandi í janúar næstkomandi. Í kjölfarið taka við kynslóðaskipti hjá austurríska liðinu en Patrekur hefur verið að leggja grunninn að þessum tímamótum í nokkurn tíma.Reynsluboltar hætta „Það eru fimm til sex leikmenn sem voru með okkur á HM í Katar sem eru að detta út. Þetta eru menn eins og Roland Schlinger og fleiri. Þeir eru bara orðnir of gamlir,“ segir Patrekur en hann vonast eftir því að Victor Szilagyi haldi áfram með liðinu eins lengi og hann getur. „Árið 2011 byrjaði ég að taka inn unga stráka sem eru að bera liðið uppi núna. Til að mynda tvíburarnir Alex og Max Hermann. Þeir eiga að vera hjartað í þessu sem og Nikola Bilyk en hann er líklega á leið til Kiel eftir þennan vetur. Svo er ég með hornamennina Robert Weber og Raul Santos. Þetta verða mínir lykilmenn,“ segir Patrekur en Bilyk er að verða 19 ára og framtíðarstjarna enda tryggði Alfreð Gíslason sér þjónustu hans fyrir þó nokkru. „Ég viðurkenni vel að það er ekkert allt of mikið af leikmönnum til þess að velja úr en ég reyni að búa til gott lið úr því sem við höfum í höndunum. Það er framar björtustu vonum að hafa komist á HM og EM. Það er ótrúlega gott hjá okkur og gaman að við erum tilnefndir sem eitt af liðum ársins í Austurríki. Fótboltinn mun þó væntanlega rúlla því kjöri upp.“ Patrekur skrifað síðast undir samning við Austurríkismenn til ársins 2020 og því ljóst að menn þar á bæ hafa trú á verkum hans.Horft fimm ár fram í tímann „Við erum að reyna að búa til lið fyrir EM 2020 sem verður meðal annars haldið í Austurríki. Mín vinna snýst mest um að búa til lið sem á að toppa þar. Við ætluðum að vera með B-landslið en það gekk ekki upp þar sem það er ekki nægur mannskapur til staðar,“ segir Patrekur. Austurríki hélt EM árið 2010 en Patrekur segir erfitt að festa fingur á hvort það hafi skilað íþróttinni miklu heima fyrir. „Maður finnur alveg fyrir áhuga eins og eftir HM í Katar en handboltinn er í ákveðinni krísu þarna út af aðstöðuleysi. Ef við tökum til að mynda lið eins og West Wien, sem Hannes Jón Jónsson þjálfar, þá held ég að þeir æfi í þrem mismunandi höllum. Handboltinn er í erfiðri samkeppni því í Austurríki snýst þetta mikið um fótbolta og skíðaíþróttir.“Patti er venjulega líflegur á línunni.vísir/gettyFín umgjörð Handknattleikssambandið í Austurríki er með um tíu starfsmenn eða helmingi fleiri en HSÍ til að mynda. Það eru til peningar í handboltanum og mikil starfsemi hjá sambandinu. „Umgjörðin í kringum landsliðið er mjög góð. Það er nánast hægt að gera allt sem ég fer fram á og ég get ekki kvartað yfir neinu.“ Í næsta mánuði er Austurríki að fara að spila í undanriðli fyrir HM en góður árangur þar tryggir liðinu sæti í umspili næsta sumar um laust sæti á HM. Austurríki er í riðli með Rúmeníu, Finnlandi og Ítalíu í riðli. „Við verðum væntanlega helst í keppni við Rúmena og eðlilega langar okkur á HM þó svo við séum að byrja með nýtt lið. Aðalmarkmiðið núna er að komast á EM 2018 og vera svo með topplið árið 2020,“ segir Patrekur en sér hann fram á að klára samninginn og vera enn með liðið eftir fimm ár?Skemmtilegt starf „Ég er með samning og stefni því ekki á neitt annað. Auðvitað veit maður aldrei í þessu starfi þar sem brugðið getur til beggja vona. Það er samt ákveðið traust eftir fjögur ár í starfi. Ég er búinn að semja við þá þrisvar og við vitum hvar við höfum hvorir aðra.“ Þegar samningstímanum lýkur verður Patrekur búinn að vera með liðið í níu ár. Hann hlýtur að vera ánægður fyrst hann er til í að vera svona lengi. „Það hefur gengið vel og þetta hefur verið skemmtilegt. Núna er ný og skemmtileg áskorun fram undan hjá mér sem verður gaman að takast á við. Það er gaman að byggja upp lið frá grunni. Þetta er starfið sem ég valdi mér. Mér finnst það skemmtilegt og ég tel mig vera góðan í þessu starfi.“ EM 2016 karla í handbolta Handbolti Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Sjá meira
„Þetta er miklu meiri viðvera en áður og ég er á ferð og flugi milli Íslands og Austurríkis,“ segir Patrekur Jóhannesson, landsliðsþjálfari Austurríkis, en hann er hættur að vera landsliðsþjálfari í aukastarfi og er í fullri vinnu hjá Austurríkismönnum. Undir stjórn Patreks hafa Austurríkismenn verið að ná eftirtektarverðum árangri en hann tók við liðinu árið 2011. Patrekur kom liðinu á EM 2014 og svo aftur á HM ári síðar. Austurríki komst þó ekki inn á EM sem fer fram í Póllandi í janúar næstkomandi. Í kjölfarið taka við kynslóðaskipti hjá austurríska liðinu en Patrekur hefur verið að leggja grunninn að þessum tímamótum í nokkurn tíma.Reynsluboltar hætta „Það eru fimm til sex leikmenn sem voru með okkur á HM í Katar sem eru að detta út. Þetta eru menn eins og Roland Schlinger og fleiri. Þeir eru bara orðnir of gamlir,“ segir Patrekur en hann vonast eftir því að Victor Szilagyi haldi áfram með liðinu eins lengi og hann getur. „Árið 2011 byrjaði ég að taka inn unga stráka sem eru að bera liðið uppi núna. Til að mynda tvíburarnir Alex og Max Hermann. Þeir eiga að vera hjartað í þessu sem og Nikola Bilyk en hann er líklega á leið til Kiel eftir þennan vetur. Svo er ég með hornamennina Robert Weber og Raul Santos. Þetta verða mínir lykilmenn,“ segir Patrekur en Bilyk er að verða 19 ára og framtíðarstjarna enda tryggði Alfreð Gíslason sér þjónustu hans fyrir þó nokkru. „Ég viðurkenni vel að það er ekkert allt of mikið af leikmönnum til þess að velja úr en ég reyni að búa til gott lið úr því sem við höfum í höndunum. Það er framar björtustu vonum að hafa komist á HM og EM. Það er ótrúlega gott hjá okkur og gaman að við erum tilnefndir sem eitt af liðum ársins í Austurríki. Fótboltinn mun þó væntanlega rúlla því kjöri upp.“ Patrekur skrifað síðast undir samning við Austurríkismenn til ársins 2020 og því ljóst að menn þar á bæ hafa trú á verkum hans.Horft fimm ár fram í tímann „Við erum að reyna að búa til lið fyrir EM 2020 sem verður meðal annars haldið í Austurríki. Mín vinna snýst mest um að búa til lið sem á að toppa þar. Við ætluðum að vera með B-landslið en það gekk ekki upp þar sem það er ekki nægur mannskapur til staðar,“ segir Patrekur. Austurríki hélt EM árið 2010 en Patrekur segir erfitt að festa fingur á hvort það hafi skilað íþróttinni miklu heima fyrir. „Maður finnur alveg fyrir áhuga eins og eftir HM í Katar en handboltinn er í ákveðinni krísu þarna út af aðstöðuleysi. Ef við tökum til að mynda lið eins og West Wien, sem Hannes Jón Jónsson þjálfar, þá held ég að þeir æfi í þrem mismunandi höllum. Handboltinn er í erfiðri samkeppni því í Austurríki snýst þetta mikið um fótbolta og skíðaíþróttir.“Patti er venjulega líflegur á línunni.vísir/gettyFín umgjörð Handknattleikssambandið í Austurríki er með um tíu starfsmenn eða helmingi fleiri en HSÍ til að mynda. Það eru til peningar í handboltanum og mikil starfsemi hjá sambandinu. „Umgjörðin í kringum landsliðið er mjög góð. Það er nánast hægt að gera allt sem ég fer fram á og ég get ekki kvartað yfir neinu.“ Í næsta mánuði er Austurríki að fara að spila í undanriðli fyrir HM en góður árangur þar tryggir liðinu sæti í umspili næsta sumar um laust sæti á HM. Austurríki er í riðli með Rúmeníu, Finnlandi og Ítalíu í riðli. „Við verðum væntanlega helst í keppni við Rúmena og eðlilega langar okkur á HM þó svo við séum að byrja með nýtt lið. Aðalmarkmiðið núna er að komast á EM 2018 og vera svo með topplið árið 2020,“ segir Patrekur en sér hann fram á að klára samninginn og vera enn með liðið eftir fimm ár?Skemmtilegt starf „Ég er með samning og stefni því ekki á neitt annað. Auðvitað veit maður aldrei í þessu starfi þar sem brugðið getur til beggja vona. Það er samt ákveðið traust eftir fjögur ár í starfi. Ég er búinn að semja við þá þrisvar og við vitum hvar við höfum hvorir aðra.“ Þegar samningstímanum lýkur verður Patrekur búinn að vera með liðið í níu ár. Hann hlýtur að vera ánægður fyrst hann er til í að vera svona lengi. „Það hefur gengið vel og þetta hefur verið skemmtilegt. Núna er ný og skemmtileg áskorun fram undan hjá mér sem verður gaman að takast á við. Það er gaman að byggja upp lið frá grunni. Þetta er starfið sem ég valdi mér. Mér finnst það skemmtilegt og ég tel mig vera góðan í þessu starfi.“
EM 2016 karla í handbolta Handbolti Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Sjá meira