Bætum stjórnmálin – breytum stjórnarskránni Árni Páll Árnason skrifar 13. október 2015 07:00 Stundum er rætt um breytingar á stjórnarskrá sem einhvers konar gæluverkefni: Eitthvað sem sé vissulega jákvætt en skipti engu sérstöku máli í bráð. Reynsla undanfarinna ára segir okkur allt aðra sögu.Þjóðaratkvæði breytir stjórnmálunum Harkalegustu átök á vettvangi stjórnmálanna hafa snúist um rétt þjóðarinnar til að ráða til lykta stórum málum, eins og aðildarumsókn að Evrópusambandinu og um eignarhald þjóðarinnar á sameiginlegum auðlindum. Ef við hefðum í stjórnarskrá ákvæði um þjóðareign á auðlindum og rétt þjóðarinnar til að kalla umdeild mál í þjóðaratkvæðagreiðslu væri umgjörð stjórnmálabaráttunnar að þessu leyti betri og myndi skila okkur meiri árangri. Núverandi staða veldur því að við komumst ekki aftur á bak eða áfram og náum hvorki að þróa almennilega fullnægjandi gjaldtöku af auðlindum, né að skapa þeim sem starfa í auðlindagreinum fyrirsjáanleg starfsskilyrði. Og þjóðin er í einstakri stöðu meðal lýðræðisþjóða að eiga ákvörðun um þjóðaratkvæðagreiðslur undir geðþótta eins manns, forseta Íslands.Komið að breytingum Eftir áratugaþrætur um þessi tvö sjálfsögðu mál er nú komið að ögurstundu. Allir flokkar hafa einhvern tíma lofað þjóðinni ákvæði um þjóðareign á auðlindum og þjóðaratkvæðagreiðslur og þjóðin tjáði skýrt vilja sinn í þjóðaratkvæðagreiðslunni um breytingar á stjórnarskrá í október 2012. Nú er tækifæri til að afgreiða þessa breytingu í þjóðaratkvæðagreiðslu samhliða forsetakosningum næsta sumar, ef stjórnmálaflokkarnir eru tilbúnir að virða skýran þjóðarvilja og standa við gefin fyrirheit. Stjórnmálin hafa hingað til endurspeglað umgjörðina sem um þau er gerð. Á Íslandi hafa ákvæði stjórnarskrárinnar ýtt undir meirihlutaræði og frekjustjórnmál og lamað rétt minnihlutans til málefnalegrar þátttöku í ákvörðunum. Í Danmörku getur þriðjungur þingmanna vísað málum í þjóðaratkvæði. Hér er ræðustóll Alþingis hins vegar eina vörn minnihlutans gegn yfirgangi meirihlutans sem leitt hefur til harkalegra stjórnmálaumhverfis og linnulausrar baráttu um dagskrárvald Alþingis með málþófi og klækjabrögðum.Endurheimtum tiltrú á Alþingi Afleiðingin getur bara verið ein: Minnkandi tiltrú á Alþingi Íslendinga. Sú tiltrú verður ekki endurreist með ræðum fullum af heitstrengingum um að nú bíði betri tíð, heldur með því að breyta í grundvallaratriðum valdajafnvægi á Alþingi og byggja þannig grunn fyrir farsæl stjórnmál þar sem allir geta komið sjónarmiðum sínum á framfæri. Minnihlutinn þarf að fá möguleikann á þjóðaratkvæðagreiðslu sem nauðsynlegan neyðarhemil og láta þá á móti frá sér réttinn til málþófs og tafaleikja. Við munum öll hagnast á þeirri breytingu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Sjá meira
Stundum er rætt um breytingar á stjórnarskrá sem einhvers konar gæluverkefni: Eitthvað sem sé vissulega jákvætt en skipti engu sérstöku máli í bráð. Reynsla undanfarinna ára segir okkur allt aðra sögu.Þjóðaratkvæði breytir stjórnmálunum Harkalegustu átök á vettvangi stjórnmálanna hafa snúist um rétt þjóðarinnar til að ráða til lykta stórum málum, eins og aðildarumsókn að Evrópusambandinu og um eignarhald þjóðarinnar á sameiginlegum auðlindum. Ef við hefðum í stjórnarskrá ákvæði um þjóðareign á auðlindum og rétt þjóðarinnar til að kalla umdeild mál í þjóðaratkvæðagreiðslu væri umgjörð stjórnmálabaráttunnar að þessu leyti betri og myndi skila okkur meiri árangri. Núverandi staða veldur því að við komumst ekki aftur á bak eða áfram og náum hvorki að þróa almennilega fullnægjandi gjaldtöku af auðlindum, né að skapa þeim sem starfa í auðlindagreinum fyrirsjáanleg starfsskilyrði. Og þjóðin er í einstakri stöðu meðal lýðræðisþjóða að eiga ákvörðun um þjóðaratkvæðagreiðslur undir geðþótta eins manns, forseta Íslands.Komið að breytingum Eftir áratugaþrætur um þessi tvö sjálfsögðu mál er nú komið að ögurstundu. Allir flokkar hafa einhvern tíma lofað þjóðinni ákvæði um þjóðareign á auðlindum og þjóðaratkvæðagreiðslur og þjóðin tjáði skýrt vilja sinn í þjóðaratkvæðagreiðslunni um breytingar á stjórnarskrá í október 2012. Nú er tækifæri til að afgreiða þessa breytingu í þjóðaratkvæðagreiðslu samhliða forsetakosningum næsta sumar, ef stjórnmálaflokkarnir eru tilbúnir að virða skýran þjóðarvilja og standa við gefin fyrirheit. Stjórnmálin hafa hingað til endurspeglað umgjörðina sem um þau er gerð. Á Íslandi hafa ákvæði stjórnarskrárinnar ýtt undir meirihlutaræði og frekjustjórnmál og lamað rétt minnihlutans til málefnalegrar þátttöku í ákvörðunum. Í Danmörku getur þriðjungur þingmanna vísað málum í þjóðaratkvæði. Hér er ræðustóll Alþingis hins vegar eina vörn minnihlutans gegn yfirgangi meirihlutans sem leitt hefur til harkalegra stjórnmálaumhverfis og linnulausrar baráttu um dagskrárvald Alþingis með málþófi og klækjabrögðum.Endurheimtum tiltrú á Alþingi Afleiðingin getur bara verið ein: Minnkandi tiltrú á Alþingi Íslendinga. Sú tiltrú verður ekki endurreist með ræðum fullum af heitstrengingum um að nú bíði betri tíð, heldur með því að breyta í grundvallaratriðum valdajafnvægi á Alþingi og byggja þannig grunn fyrir farsæl stjórnmál þar sem allir geta komið sjónarmiðum sínum á framfæri. Minnihlutinn þarf að fá möguleikann á þjóðaratkvæðagreiðslu sem nauðsynlegan neyðarhemil og láta þá á móti frá sér réttinn til málþófs og tafaleikja. Við munum öll hagnast á þeirri breytingu.
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun