Íslenski boltinn

Barden framlengir við ÍBV

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Barden verður áfram í herbúðum ÍBV.
Barden verður áfram í herbúðum ÍBV. mynd/íbv
Jonathan Barden skrifaði í dag undir framlengingu á samningi sínum við ÍBV. Nýi samningurinn gildir til loka næsta tímabils.

Barden kom til ÍBV frá Bandaríkjunum fyrir tímabilið og lék 19 leiki í deild og bikar fyrir Eyjaliðið í sumar, flesta í stöðu hægri bakvarðar.

ÍBV endaði í 10. sæti Pepsi-deildarinnar annað árið í röð en mikið rót var á liðinu í sumar.

Eftir lokaleik Eyjamanna á tímabilinu, 1-2 tap fyrir ÍA, var tilkynnt að Ásmundur Arnarsson myndi ekki halda þjálfun liðsins áfram og þá myndi Jóhannes Harðarson ekki snúa aftur til starfa en hann stýrði ÍBV fyrri hluta sumars.

Eyjamenn eru nú í þjálfaraleit en meðal þeirra sem koma til greina sem næsti þjálfari ÍBV er Bjarni Jóhannsson eins og Vísir greindi frá í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×