Halldór vill að Dagur íhugi stöðu sína Aðalsteinn Kjartansson skrifar 21. september 2015 12:31 Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokks í Reykjavík, segir ekki koma til greina að styðja dönsku leiðina í sniðgöngu á ísraelskum vörum. Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokks í borgarstjórn, segir flokkinn muni fara fram á að borgarstjóri íhugi stöðu sína í kjölfar umdeildarar samþykktar borgarinnar um að sniðgagna ísraelskar vörur. „Það er oft talað um það, og ekki síst af hálfu þeirra sem telja sig standa fyrir ný stjórnmál og aukið gegnsæi í stjórnmálum, að fólk eigi að íhuga stöðu sína þegar svona mál koma upp á. Mér finnst það bara eðlilegt, “ segir hann. „Ég veit að borgarstjóra finnst að varaborgarfulltrúi okkar hafi haft uppi stór orð en hún hafði ekki uppi stór, hún sagði bara að henni finndsti borgarstjóri ætti að íhuga stöðu sína og ég tek undir það.“Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.VÍSIR/STEFÁNFara ekki dönsku leiðina Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, segir í samtali við Fréttablaðið í morgun að hann hafi ekki hafa íhugað að segja af sér vegna samþykktarinnar. Hann segist hafa verið í símasambandi við borgarstjóra Kaupmannahafnar vegna málsins. Í samtali við Fréttablaðið í dag segir Dagur að viðbrögð við samþykkt borgarinnar voru meiri en þegar Íslands lýsti yfir stuðningi við sjálfstæða Palestínu, sem varð heimsfrétt, og að viðbrögðin hafi verið meiri en búist hafi verið við; sér í lagi vegna þess að samþykktin hafi verið gerð í kjölfar ákvarðana annarra borga, svo sem Kaupmannahafnar og Árósa.Sjá einnig: Gagnvirk tímalína í stóra Ísraelsmálinu Halldór segir Sjálfstæðisflokk ekki styðja það að fara þessa dönsku leið.Björk flutti tillöguna á sama fundi og hún baðst lausnar sem borgarfulltrúi. Hún er á leið til Palestínu til að sinna hjálparstarfi.Vísir„Nei. Það kemur ekki til greina,“ segir hann einfaldlega. „Við erum bara á móti því að sé verið að hræra í þessu. Við teljum að utanríkisráðuneyti og alþingi eigi að fjalla um þessi mál en ekki borgarstjórn Reykjavíkur. Það þarf að vera samstaða á meðal þjóða um svona hluti og utanríkisstefna landsins er ekki mótuð í borgarstjórn Reykjavíkur; það er annarra að gera það,“ segir Halldór.Hörð gagnrýni á meirihlutann Tillögur um að draga til baka samþykkt borgarstjórnar, sem samþykkt var í síðustu viku, um sniðgönguna, verða teknar til umræðu á aukafundi í borgarstjórn sem boðaður hefur verið á morgun. Borgarmeirihlutinn hefur sætt harðri gagnrýni, bæði hér heima og í útlöndum, vegna málsins. Ríkisstjórnin árétti sérstaklega að stefnan borgarinnar um að sniðganga ísraelskar vörur samræmdust ekki utanríkisstefnu landsins og gagnrýndi fyrrverandi fjármálaráðherra Ísraels borgaryfirvöld harðlega í pistli í Fréttablaðinu. Alþingi Reykjavíkurborg sniðgengur Ísrael Tengdar fréttir Boðað til aukafundar hjá borgarstjórn til að ræða Ísraelsmálið Tvö mál eru á dagskrá fundarins. 20. september 2015 17:37 Íslensk stjórnvöld með þvinganir við 29 ríki Íslensk stjórnvöld eru með virkar þvingunaraðgerðir vegna aðildar að SÞ og til að framfylgja ályktunum alþjóðastofnana og ríkjahópa. 19. september 2015 07:00 Engin sniðganga í Reykjavíkurborg Dagur B. Eggertsson þiggur ráð frá borgarstjóra Kaupmannahafnar um sniðgöngu. Frekari skref verða ekki tekin fyrr en eftir samráð. 21. september 2015 07:00 Forsætisráðherra: "Borgaryfirvöldum meira annt um viðburði en rekstur borgarinnar“ Sigmundir Davíð Gunnlaugsson var gagnrýninn á borgaryfirvöld í þættinum Eyjunni á Stöð 2 fyrr í kvöld. 20. september 2015 19:09 Spyr hvort bann Reykjavíkurborgar nái einnig til lyfja fyrir MS-sjúklinga Fyrrverandi fjármálaráðherra Ísraels spyr borgarstjórn Reykjavíkurborgar fjölda spurninga um ákvörðunina að sniðganga ísraelskar vörur í grein sem hann ritar í Fréttablaðið í dag. 19. september 2015 08:30 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fleiri fréttir Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Sjá meira
Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokks í borgarstjórn, segir flokkinn muni fara fram á að borgarstjóri íhugi stöðu sína í kjölfar umdeildarar samþykktar borgarinnar um að sniðgagna ísraelskar vörur. „Það er oft talað um það, og ekki síst af hálfu þeirra sem telja sig standa fyrir ný stjórnmál og aukið gegnsæi í stjórnmálum, að fólk eigi að íhuga stöðu sína þegar svona mál koma upp á. Mér finnst það bara eðlilegt, “ segir hann. „Ég veit að borgarstjóra finnst að varaborgarfulltrúi okkar hafi haft uppi stór orð en hún hafði ekki uppi stór, hún sagði bara að henni finndsti borgarstjóri ætti að íhuga stöðu sína og ég tek undir það.“Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.VÍSIR/STEFÁNFara ekki dönsku leiðina Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, segir í samtali við Fréttablaðið í morgun að hann hafi ekki hafa íhugað að segja af sér vegna samþykktarinnar. Hann segist hafa verið í símasambandi við borgarstjóra Kaupmannahafnar vegna málsins. Í samtali við Fréttablaðið í dag segir Dagur að viðbrögð við samþykkt borgarinnar voru meiri en þegar Íslands lýsti yfir stuðningi við sjálfstæða Palestínu, sem varð heimsfrétt, og að viðbrögðin hafi verið meiri en búist hafi verið við; sér í lagi vegna þess að samþykktin hafi verið gerð í kjölfar ákvarðana annarra borga, svo sem Kaupmannahafnar og Árósa.Sjá einnig: Gagnvirk tímalína í stóra Ísraelsmálinu Halldór segir Sjálfstæðisflokk ekki styðja það að fara þessa dönsku leið.Björk flutti tillöguna á sama fundi og hún baðst lausnar sem borgarfulltrúi. Hún er á leið til Palestínu til að sinna hjálparstarfi.Vísir„Nei. Það kemur ekki til greina,“ segir hann einfaldlega. „Við erum bara á móti því að sé verið að hræra í þessu. Við teljum að utanríkisráðuneyti og alþingi eigi að fjalla um þessi mál en ekki borgarstjórn Reykjavíkur. Það þarf að vera samstaða á meðal þjóða um svona hluti og utanríkisstefna landsins er ekki mótuð í borgarstjórn Reykjavíkur; það er annarra að gera það,“ segir Halldór.Hörð gagnrýni á meirihlutann Tillögur um að draga til baka samþykkt borgarstjórnar, sem samþykkt var í síðustu viku, um sniðgönguna, verða teknar til umræðu á aukafundi í borgarstjórn sem boðaður hefur verið á morgun. Borgarmeirihlutinn hefur sætt harðri gagnrýni, bæði hér heima og í útlöndum, vegna málsins. Ríkisstjórnin árétti sérstaklega að stefnan borgarinnar um að sniðganga ísraelskar vörur samræmdust ekki utanríkisstefnu landsins og gagnrýndi fyrrverandi fjármálaráðherra Ísraels borgaryfirvöld harðlega í pistli í Fréttablaðinu.
Alþingi Reykjavíkurborg sniðgengur Ísrael Tengdar fréttir Boðað til aukafundar hjá borgarstjórn til að ræða Ísraelsmálið Tvö mál eru á dagskrá fundarins. 20. september 2015 17:37 Íslensk stjórnvöld með þvinganir við 29 ríki Íslensk stjórnvöld eru með virkar þvingunaraðgerðir vegna aðildar að SÞ og til að framfylgja ályktunum alþjóðastofnana og ríkjahópa. 19. september 2015 07:00 Engin sniðganga í Reykjavíkurborg Dagur B. Eggertsson þiggur ráð frá borgarstjóra Kaupmannahafnar um sniðgöngu. Frekari skref verða ekki tekin fyrr en eftir samráð. 21. september 2015 07:00 Forsætisráðherra: "Borgaryfirvöldum meira annt um viðburði en rekstur borgarinnar“ Sigmundir Davíð Gunnlaugsson var gagnrýninn á borgaryfirvöld í þættinum Eyjunni á Stöð 2 fyrr í kvöld. 20. september 2015 19:09 Spyr hvort bann Reykjavíkurborgar nái einnig til lyfja fyrir MS-sjúklinga Fyrrverandi fjármálaráðherra Ísraels spyr borgarstjórn Reykjavíkurborgar fjölda spurninga um ákvörðunina að sniðganga ísraelskar vörur í grein sem hann ritar í Fréttablaðið í dag. 19. september 2015 08:30 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fleiri fréttir Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Sjá meira
Boðað til aukafundar hjá borgarstjórn til að ræða Ísraelsmálið Tvö mál eru á dagskrá fundarins. 20. september 2015 17:37
Íslensk stjórnvöld með þvinganir við 29 ríki Íslensk stjórnvöld eru með virkar þvingunaraðgerðir vegna aðildar að SÞ og til að framfylgja ályktunum alþjóðastofnana og ríkjahópa. 19. september 2015 07:00
Engin sniðganga í Reykjavíkurborg Dagur B. Eggertsson þiggur ráð frá borgarstjóra Kaupmannahafnar um sniðgöngu. Frekari skref verða ekki tekin fyrr en eftir samráð. 21. september 2015 07:00
Forsætisráðherra: "Borgaryfirvöldum meira annt um viðburði en rekstur borgarinnar“ Sigmundir Davíð Gunnlaugsson var gagnrýninn á borgaryfirvöld í þættinum Eyjunni á Stöð 2 fyrr í kvöld. 20. september 2015 19:09
Spyr hvort bann Reykjavíkurborgar nái einnig til lyfja fyrir MS-sjúklinga Fyrrverandi fjármálaráðherra Ísraels spyr borgarstjórn Reykjavíkurborgar fjölda spurninga um ákvörðunina að sniðganga ísraelskar vörur í grein sem hann ritar í Fréttablaðið í dag. 19. september 2015 08:30