Hræsni viðskiptabanns Yair Lapid skrifar 19. september 2015 07:00 Eins og kunnugt er ákvað borgarstjórn Reykjavíkur núna í vikunni að sniðganga vörur frá Ísrael. Allar vörur. Alls staðar frá Ísrael. Ég hef nokkrar spurningar varðandi þetta. Nær viðskiptabannið til vara sem arabíski minnihlutinn í Ísrael framleiðir, en hann er 20% af heildaríbúafjölda? Nær viðskiptabannið til 14 þingmanna Araba sem sitja með mér á ísraelska þinginu? Nær viðskiptabannið til ísraelskra verksmiðja þar sem tugir þúsunda Palestínumanna starfa? Fyrir þá er þetta eina leiðin til að brauðfæða börnin sín. Nær viðskiptabannið til sjúkrahúsa í Ísrael sem sinna tugum þúsunda Palestínumanna á ári hverju? Nær viðskiptabannið til vara sem 71% Ísraelsmanna framleiðir en nýjustu kannanir sýna að sá fjöldi styður tveggja ríkja lausnina og stofnun ríkis Palestínumanna við hlið Ísraels? Bíddu, ekki fara strax, ég hef fleiri spurningar. Verður lyfið Copaxone sem ætlað er MS-sjúklingum einnig sniðgengið? Nær viðskiptabannið til vínsins Tulip sem þroskaheftir og einhverfir framleiða? Og hvað með bækur ísraelska Nóbelsverðlaunahafans Shai Agnon? Nær viðskiptabannið til Microsoft Office, farsímamyndavéla, Google – sem innihalda hluti sem eru fundnir upp eða framleiddir í Ísrael? Ef svarið við öllum þessum spurningum er „já“, þá skal ég láta kyrrt liggja og óska ykkur ánægjulegs lífs þar til kemur að hinu óumflýjanlega hjartaáfalli (sem er leitt en gangráðurinn var líka fundinn upp í Ísrael). Hinn möguleikinn er að einhver í borgarstjórn Reykjavíkur hafi ekki hugsað þetta mál til enda. Ef svo hefði verið, af hverju að einskorða sig við Ísrael? Eitt best varðveitta leyndarmálið um deilur Ísraels og Palestínu er að þetta er ein minnsta deila Miðausturlanda. Í raun er engin samsvörun milli stærðar deilunnar og fjölmiðlaumfjöllunar um hana. Frá lokum sjálfstæðisstríðs Ísraels fyrir 67 árum hafa um 12 þúsund Palestínumenn látið lífið í þessum átökum. Stór hluti þeirra var hryðjuverkamenn, sjálfsvígssprengjumenn og gangagerðarmenn í ýmsum Jihad-samtökum. Við getum heldur ekki hunsað þá staðreynd að á þessum árum létu nokkur þúsund saklausra lífið. Mér finnst það hræðilegt. Það heldur fyrir mér vöku og svo er um flesta Ísraelsmenn. Að auki má benda á þá staðreynd – sem auðvelt er að sannreyna – að á 67 árum voru færri saklausir Palestínumenn drepnir en á einum mánuði (!) í Sýrlandi. Á þessu sama tímabili létu um 12 milljónir manna lífið í Arabaheiminum. Einfaldur útreikningur sýnir að deila Ísraels og Palestínu olli dauða 0,01% af þeim sem féllu í átökum í heimi múslíma. Hver er þá afstaða borgarstjórnar Reykjavíkur gagnvart heimi múslíma? Hyggst borgarstjórnin sniðganga hann líka? Í heild? En að sjálfsögðu snýst þetta ekki um tölur, heldur siðferði. Ísrael er líflegt lýðræðisríki sem berst fyrir tilveru sinni við erfiðar aðstæður. Aðalsynd okkar að mati heimsbyggðarinnar og borgarstjórnar Reykjavíkur er sú að við höfum betur í þessu stríði. Já, í þessari deilu falla fleiri Palestínumenn en Ísraelsmenn. Af hverju? Af því að við höfum betri her og Iron Dome kerfið sem ver borgir okkar fyrir skotflaugum. Ef her okkar myndi leggja niður vopn og við myndum aftengja Iron Dome, yrðum við myrtir innan sólarhrings. Ísraelsmenn munu halda áfram að verja sig og kappkosta að óbreyttir borgarar falli ekki. Samhliða því höldum við áfram leit okkar að friði við Palestínumenn. Tvisvar, árið 2000 og árið 2008, buðu Ísraelsmenn þeim rúmlega 90% landsins svo þeir gætu reist ríki sitt. Í bæði skiptin höfnuðu þeir boðinu. Viðskiptabannsiðnaðurinn er ekki nýr af nálinni. Þetta er víðtæk starfsemi fjölmiðla og almannatengla sem íslamskir hópar skipuleggja með fjárstuðningi frá Katar og Íran. Tilgangurinn er ekki stofnun Palestínuríkis við hlið Ísraels, heldur Palestínuríkis á brunarústum Ísraels. Þeir vita að frjálslynd Evrópuríki samþykkja aldrei þann boðskap. Þess vegna ákváðu þeir – eins og margoft hefur verið sýnt fram á – að selja hrekklausum Evrópubúum mannréttindagildi á borð við frelsi og samstöðu, sem þeir trúa sjálfir ekki á og hafa aldrei gert. Hamas hefur ekki í hyggju að stofna lýðræði Palestínumanna, heldur fjandsamlegt klerkaveldi þar sem samkynhneigðir eru hengdir á símastaurum, konum meinað að fara út fyrir heimilið og kristnir menn og gyðingar eru myrtir fyrir það eitt að vera kristnir og gyðingar. Telur borgarstjórn Reykjavíkur þetta ásættanleg gildi? Ef svo er, sætir það furðu, því borgarstjórnin greiddi atkvæði með þeim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Skoðun Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Eins og kunnugt er ákvað borgarstjórn Reykjavíkur núna í vikunni að sniðganga vörur frá Ísrael. Allar vörur. Alls staðar frá Ísrael. Ég hef nokkrar spurningar varðandi þetta. Nær viðskiptabannið til vara sem arabíski minnihlutinn í Ísrael framleiðir, en hann er 20% af heildaríbúafjölda? Nær viðskiptabannið til 14 þingmanna Araba sem sitja með mér á ísraelska þinginu? Nær viðskiptabannið til ísraelskra verksmiðja þar sem tugir þúsunda Palestínumanna starfa? Fyrir þá er þetta eina leiðin til að brauðfæða börnin sín. Nær viðskiptabannið til sjúkrahúsa í Ísrael sem sinna tugum þúsunda Palestínumanna á ári hverju? Nær viðskiptabannið til vara sem 71% Ísraelsmanna framleiðir en nýjustu kannanir sýna að sá fjöldi styður tveggja ríkja lausnina og stofnun ríkis Palestínumanna við hlið Ísraels? Bíddu, ekki fara strax, ég hef fleiri spurningar. Verður lyfið Copaxone sem ætlað er MS-sjúklingum einnig sniðgengið? Nær viðskiptabannið til vínsins Tulip sem þroskaheftir og einhverfir framleiða? Og hvað með bækur ísraelska Nóbelsverðlaunahafans Shai Agnon? Nær viðskiptabannið til Microsoft Office, farsímamyndavéla, Google – sem innihalda hluti sem eru fundnir upp eða framleiddir í Ísrael? Ef svarið við öllum þessum spurningum er „já“, þá skal ég láta kyrrt liggja og óska ykkur ánægjulegs lífs þar til kemur að hinu óumflýjanlega hjartaáfalli (sem er leitt en gangráðurinn var líka fundinn upp í Ísrael). Hinn möguleikinn er að einhver í borgarstjórn Reykjavíkur hafi ekki hugsað þetta mál til enda. Ef svo hefði verið, af hverju að einskorða sig við Ísrael? Eitt best varðveitta leyndarmálið um deilur Ísraels og Palestínu er að þetta er ein minnsta deila Miðausturlanda. Í raun er engin samsvörun milli stærðar deilunnar og fjölmiðlaumfjöllunar um hana. Frá lokum sjálfstæðisstríðs Ísraels fyrir 67 árum hafa um 12 þúsund Palestínumenn látið lífið í þessum átökum. Stór hluti þeirra var hryðjuverkamenn, sjálfsvígssprengjumenn og gangagerðarmenn í ýmsum Jihad-samtökum. Við getum heldur ekki hunsað þá staðreynd að á þessum árum létu nokkur þúsund saklausra lífið. Mér finnst það hræðilegt. Það heldur fyrir mér vöku og svo er um flesta Ísraelsmenn. Að auki má benda á þá staðreynd – sem auðvelt er að sannreyna – að á 67 árum voru færri saklausir Palestínumenn drepnir en á einum mánuði (!) í Sýrlandi. Á þessu sama tímabili létu um 12 milljónir manna lífið í Arabaheiminum. Einfaldur útreikningur sýnir að deila Ísraels og Palestínu olli dauða 0,01% af þeim sem féllu í átökum í heimi múslíma. Hver er þá afstaða borgarstjórnar Reykjavíkur gagnvart heimi múslíma? Hyggst borgarstjórnin sniðganga hann líka? Í heild? En að sjálfsögðu snýst þetta ekki um tölur, heldur siðferði. Ísrael er líflegt lýðræðisríki sem berst fyrir tilveru sinni við erfiðar aðstæður. Aðalsynd okkar að mati heimsbyggðarinnar og borgarstjórnar Reykjavíkur er sú að við höfum betur í þessu stríði. Já, í þessari deilu falla fleiri Palestínumenn en Ísraelsmenn. Af hverju? Af því að við höfum betri her og Iron Dome kerfið sem ver borgir okkar fyrir skotflaugum. Ef her okkar myndi leggja niður vopn og við myndum aftengja Iron Dome, yrðum við myrtir innan sólarhrings. Ísraelsmenn munu halda áfram að verja sig og kappkosta að óbreyttir borgarar falli ekki. Samhliða því höldum við áfram leit okkar að friði við Palestínumenn. Tvisvar, árið 2000 og árið 2008, buðu Ísraelsmenn þeim rúmlega 90% landsins svo þeir gætu reist ríki sitt. Í bæði skiptin höfnuðu þeir boðinu. Viðskiptabannsiðnaðurinn er ekki nýr af nálinni. Þetta er víðtæk starfsemi fjölmiðla og almannatengla sem íslamskir hópar skipuleggja með fjárstuðningi frá Katar og Íran. Tilgangurinn er ekki stofnun Palestínuríkis við hlið Ísraels, heldur Palestínuríkis á brunarústum Ísraels. Þeir vita að frjálslynd Evrópuríki samþykkja aldrei þann boðskap. Þess vegna ákváðu þeir – eins og margoft hefur verið sýnt fram á – að selja hrekklausum Evrópubúum mannréttindagildi á borð við frelsi og samstöðu, sem þeir trúa sjálfir ekki á og hafa aldrei gert. Hamas hefur ekki í hyggju að stofna lýðræði Palestínumanna, heldur fjandsamlegt klerkaveldi þar sem samkynhneigðir eru hengdir á símastaurum, konum meinað að fara út fyrir heimilið og kristnir menn og gyðingar eru myrtir fyrir það eitt að vera kristnir og gyðingar. Telur borgarstjórn Reykjavíkur þetta ásættanleg gildi? Ef svo er, sætir það furðu, því borgarstjórnin greiddi atkvæði með þeim.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun