Morkunas enn með allt lokað og læst í markinu Tómas Þór Þórðarson skrifar 25. september 2015 10:30 Giedrius Morkunas er besti markvörður Olís-deildarinnar í dag. vísir/stefán Haukar pökkuðu Akureyri saman, 28-17, í Olís-deild karla í handbolta í gær þegar fjórða umferðin hófst, en ekki einu sinni töfrar KA-heimilisins gátu bjargað norðanmönnum í leiknum í gærkvöldi. Ein stærsta ástæðan fyrir sigri Hauka var frammistaða litháíska markvarðarins Giedrius Morkunas sem varaði 16 skot í gær, þar af tvö vítaköst og var með 59 prósent hlutfallsmarkvörslu. Það þykir mjög gott að verja 40 prósent þeirra skota sem þú færð á þig í handboltaleik, en Morkunas, sem hefur verið besti markvörður Íslandsmótsins um nokkurra mánaða skeið, gerði gott betur í gær.„Ég sé bara um markið.“vísir/vilhelmFrammistaðan í gær var bara framhald á því sem Morkunas hefur gert undanfarna mánuði í deildinni, en hann var magnaður á síðustu leiktíð og sérstaklega í úrslitakeppninni þar sem Haukar unnu átta leiki í röð og tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn. Morkunas heldur áfram þar sem frá var horfið á síðustu leiktíð, en hann er búinn að verja 47 prósent allra skota sem hann hefur fengið á sig í deildinni til þessa í fyrstu fjórum umferðunum. Það er ekki síst honum, og sterkum varnarleik liðsins, að þakka að liðið er með sex stig eftir fjórar umferðir. ÍBV er eina liðið sem er búið að sækja gull í greipar Haukanna, en Morkunas varði engu að síður 45 prósent skotanna í tapleiknum gegn ÍBV í þriðju umferðinni. Það dugði bara ekki til þá. Morkunas í ham gegn Stjörnunni í fyrra: Litháinn byrjaði rólega og varði „aðeins“ 35 prósent skotanna sem hann fékk á sig gegn nýliðum Víkings í 28-19 útisigri, en var svo kominn í kunnuglegar tölur (49 prósent hlutfallsmarkvarsla) þegar Haukar unnu Val, 26-19, í annarri umferðinni. ÍBV er eina liðið sem er búið að skora fleiri en 20 mörk á Haukanna, en þeir hafa fengið fæst mörk á sig í deildinni (76) af þeim liðum sem eru búin að spila fjóra leiki. Næst kemur Afturelding sem er búið að fá á sig 82 mörk. Næsta lið sem fær að spreyta sig gegn Morkunas og Haukavörninni er Fram, en liðin mætast í Schenker-höllinni á mánudagskvöldið.Fyrstu fjórir leikir Morkunas:Víkingur - Haukar 19-28 9 varin skot, 35 prósent hlutfallsmarkvarslaValur - Haukar 19-26 17 varin skot (1 víti), 49 prósent hlutfallsmarkvarslaHaukar - ÍBV 19-21 17 varin skot, 45 prósent hlutfallsmarkvarslaAkureyri - Haukar 17-28 16 varin skot (2 víti), 59 prósent hlutfallsmarkvarsla Olís-deild karla Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti Fleiri fréttir Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Sjá meira
Haukar pökkuðu Akureyri saman, 28-17, í Olís-deild karla í handbolta í gær þegar fjórða umferðin hófst, en ekki einu sinni töfrar KA-heimilisins gátu bjargað norðanmönnum í leiknum í gærkvöldi. Ein stærsta ástæðan fyrir sigri Hauka var frammistaða litháíska markvarðarins Giedrius Morkunas sem varaði 16 skot í gær, þar af tvö vítaköst og var með 59 prósent hlutfallsmarkvörslu. Það þykir mjög gott að verja 40 prósent þeirra skota sem þú færð á þig í handboltaleik, en Morkunas, sem hefur verið besti markvörður Íslandsmótsins um nokkurra mánaða skeið, gerði gott betur í gær.„Ég sé bara um markið.“vísir/vilhelmFrammistaðan í gær var bara framhald á því sem Morkunas hefur gert undanfarna mánuði í deildinni, en hann var magnaður á síðustu leiktíð og sérstaklega í úrslitakeppninni þar sem Haukar unnu átta leiki í röð og tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn. Morkunas heldur áfram þar sem frá var horfið á síðustu leiktíð, en hann er búinn að verja 47 prósent allra skota sem hann hefur fengið á sig í deildinni til þessa í fyrstu fjórum umferðunum. Það er ekki síst honum, og sterkum varnarleik liðsins, að þakka að liðið er með sex stig eftir fjórar umferðir. ÍBV er eina liðið sem er búið að sækja gull í greipar Haukanna, en Morkunas varði engu að síður 45 prósent skotanna í tapleiknum gegn ÍBV í þriðju umferðinni. Það dugði bara ekki til þá. Morkunas í ham gegn Stjörnunni í fyrra: Litháinn byrjaði rólega og varði „aðeins“ 35 prósent skotanna sem hann fékk á sig gegn nýliðum Víkings í 28-19 útisigri, en var svo kominn í kunnuglegar tölur (49 prósent hlutfallsmarkvarsla) þegar Haukar unnu Val, 26-19, í annarri umferðinni. ÍBV er eina liðið sem er búið að skora fleiri en 20 mörk á Haukanna, en þeir hafa fengið fæst mörk á sig í deildinni (76) af þeim liðum sem eru búin að spila fjóra leiki. Næst kemur Afturelding sem er búið að fá á sig 82 mörk. Næsta lið sem fær að spreyta sig gegn Morkunas og Haukavörninni er Fram, en liðin mætast í Schenker-höllinni á mánudagskvöldið.Fyrstu fjórir leikir Morkunas:Víkingur - Haukar 19-28 9 varin skot, 35 prósent hlutfallsmarkvarslaValur - Haukar 19-26 17 varin skot (1 víti), 49 prósent hlutfallsmarkvarslaHaukar - ÍBV 19-21 17 varin skot, 45 prósent hlutfallsmarkvarslaAkureyri - Haukar 17-28 16 varin skot (2 víti), 59 prósent hlutfallsmarkvarsla
Olís-deild karla Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti Fleiri fréttir Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Sjá meira