Ákall til aðalritara Sameinuðu þjóðanna Elsa Benediktsdóttir skrifar 14. september 2015 11:33 Fyrir nokkrum dögum fór undirrituð í gang verkefni á vef Avaaz.org sem varðar frið í heiminum. Verið er að leggja til að aðalritari Sameinuðu þjóðanna kalli ráðamenn heimsins saman til að finna leiðir til að skapa varanlegan frið í heiminum. Bréfið til aðalritarans er á síðu Avaaz.org og er þar á ensku. Þeir sem eru sammála þessari leið geta stutt með undirskrift og vonandi vakið athygli sem flestra á verkefninu hérlendi og erlendis. Hér fyrir neðan er bréfið á íslensku og neðan við það er svo slóðin inn á verkefnið:Til aðalritara sameinuðu þjóðanna Við íbúar heimsins höfum með vaxandi hryllingi horft á óteljandi sorgarsögur og harmleiki í hverju landinu á fætur öðru – afleiðingar vitfirrta stríða. Það er staðreynd , sem Sameinuðu þjóðirnar hafa undirstrikað, að hvort sem stríð vinnast eða tapast eru það að stórum hluta konur og börn sem eru saklaus fórnarlömb þeirra og eru þjáningar þeirra á þessari stundu óbærilegar. Sá tími er kominn að við, íbúar heimsins, viljum ekki lengur umbera stríð og ógæfusamar afleiðingar þeirra. Við getum ekki lengur þagað þunnu hljóði. Stríð hafa aldrei og munu aldrei leysa vanda eða ósætti. Ofbeldi fæðir af sér ofbeldi. Það hefði átt að lærast fyrir löngu. Við íbúar heimsins sendum ákall frá dýpstu hjartarótum til Sameinuðu þjóðanna um, að þær boði leiðtoga allra þjóða til tímamóta fundar, sem hafi það að markmiði að finna á einlægan og fordómalausan hátt leiðir til að skapa varanlegan frið á jörðu. Við fullvissum Sameinuðu þjóðirnar um, að gerð slíks friðarsamkomulags, sem tryggt yrði með alþjóðlegum lögum og styrkt vegna vilja allra ríkisstjórna til að fara eftir því, mun fá tafarlaust fullan stuðning okkar. Verum sú kynslóð sem endanlega gerir þær breytingar sem kynslóðir seinni tíma munu álíta markverðastar í sögu mannsins, breytingar sem munu gefa hverju barni sem fæðist í framtíðinni von um að alast upp í öruggum og friðsömum heimi.Slóðin inn á verkefnið Elsa Benediktsdóttir (elsaben@vortex.is) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Nýbygging þýðir ekki gallalaus eign Annþór Kristján Karlsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum dögum fór undirrituð í gang verkefni á vef Avaaz.org sem varðar frið í heiminum. Verið er að leggja til að aðalritari Sameinuðu þjóðanna kalli ráðamenn heimsins saman til að finna leiðir til að skapa varanlegan frið í heiminum. Bréfið til aðalritarans er á síðu Avaaz.org og er þar á ensku. Þeir sem eru sammála þessari leið geta stutt með undirskrift og vonandi vakið athygli sem flestra á verkefninu hérlendi og erlendis. Hér fyrir neðan er bréfið á íslensku og neðan við það er svo slóðin inn á verkefnið:Til aðalritara sameinuðu þjóðanna Við íbúar heimsins höfum með vaxandi hryllingi horft á óteljandi sorgarsögur og harmleiki í hverju landinu á fætur öðru – afleiðingar vitfirrta stríða. Það er staðreynd , sem Sameinuðu þjóðirnar hafa undirstrikað, að hvort sem stríð vinnast eða tapast eru það að stórum hluta konur og börn sem eru saklaus fórnarlömb þeirra og eru þjáningar þeirra á þessari stundu óbærilegar. Sá tími er kominn að við, íbúar heimsins, viljum ekki lengur umbera stríð og ógæfusamar afleiðingar þeirra. Við getum ekki lengur þagað þunnu hljóði. Stríð hafa aldrei og munu aldrei leysa vanda eða ósætti. Ofbeldi fæðir af sér ofbeldi. Það hefði átt að lærast fyrir löngu. Við íbúar heimsins sendum ákall frá dýpstu hjartarótum til Sameinuðu þjóðanna um, að þær boði leiðtoga allra þjóða til tímamóta fundar, sem hafi það að markmiði að finna á einlægan og fordómalausan hátt leiðir til að skapa varanlegan frið á jörðu. Við fullvissum Sameinuðu þjóðirnar um, að gerð slíks friðarsamkomulags, sem tryggt yrði með alþjóðlegum lögum og styrkt vegna vilja allra ríkisstjórna til að fara eftir því, mun fá tafarlaust fullan stuðning okkar. Verum sú kynslóð sem endanlega gerir þær breytingar sem kynslóðir seinni tíma munu álíta markverðastar í sögu mannsins, breytingar sem munu gefa hverju barni sem fæðist í framtíðinni von um að alast upp í öruggum og friðsömum heimi.Slóðin inn á verkefnið Elsa Benediktsdóttir (elsaben@vortex.is)
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar