Breyttir tímar í samgöngum Dagur B. Eggertsson skrifar 16. september 2015 00:00 Samgönguvika hefst í dag og stendur fram á næsta þriðjudag. Markmið hennar er að hvetja fólk til að nota allskyns leiðir til að komast á milli staða. Við erum öll sammála um að það eigi að vera hagkvæmt, þægilegt og auðvelt að ferðast milli staða í borginni. Þess vegna höfum við reynt að búa til betri skilyrði fyrir hjólreiðafólk og gangandi, styrkt almenningssamgöngur og hvatt til þess að fólk noti fjölbreyttar aðferðir til að komast til og frá. Það er betra fyrir hjólandi, gangandi, þá sem eru í strætó, en líka þá sem eru á bíl.Fjölbreyttar leiðir Næstu skref eru að fjölga hjólastígum og bæta merkingar með það að markmiði að miklu fleiri hjóli til og frá vinnu með hverju ári. Þegar kemur að strætó viljum við fjölga forgangsreinum og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa sett stefnuna á afkastameiri almenningssamgöngur. Við höfum óskað eftir viðræðum við innanríkisráðherra um það. Niðurstaða verður hraðvagnar eða léttlestarkerfi, eins og við þekkjum úr sambærilegum borgum. Til skemmri tíma viljum við búa til þétt net forgangsreina og forgangsljósa fyrir strætó – til að þjónustan verði greiðfær og góð.Grænt eða grátt? Miklar breytingar eru að eiga sér stað í samgöngumálum í heiminum. Sem betur fer. Það er snar og mikilvægur þáttur í viðbrögðum við loftslagsbreytingum. Almenningssamgöngukerfi eru að eflast og hjólreiðar sömuleiðis en hvort tveggja er einn stærsti mælikvarðinn á gæði og samkeppnishæfni borga. Umhverfisvænar og hagkvæmar samgöngur eru ein okkar stærsta áskorun á næstu árum. Á sama tíma verðum við að bjóða upp á raunhæfa valkosti fyrir fjölskyldur og fyrirtæki, í formi lestarkerfis eða hraðvagna, strætó og hágæða hjólastíga. Við opnum Samgönguviku formlega í dag kl. 13 í Bankastrætinu sem verður um leið lokað fyrir bílaumferð niður að Lækjargötu í nokkra klukkutíma. Dagskrá vikunnar er á vef Reykjavíkurborgar en þar á að vera eitthvað fyrir alla. Gleðilega Samgönguviku! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagur B. Eggertsson Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Samgönguvika hefst í dag og stendur fram á næsta þriðjudag. Markmið hennar er að hvetja fólk til að nota allskyns leiðir til að komast á milli staða. Við erum öll sammála um að það eigi að vera hagkvæmt, þægilegt og auðvelt að ferðast milli staða í borginni. Þess vegna höfum við reynt að búa til betri skilyrði fyrir hjólreiðafólk og gangandi, styrkt almenningssamgöngur og hvatt til þess að fólk noti fjölbreyttar aðferðir til að komast til og frá. Það er betra fyrir hjólandi, gangandi, þá sem eru í strætó, en líka þá sem eru á bíl.Fjölbreyttar leiðir Næstu skref eru að fjölga hjólastígum og bæta merkingar með það að markmiði að miklu fleiri hjóli til og frá vinnu með hverju ári. Þegar kemur að strætó viljum við fjölga forgangsreinum og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa sett stefnuna á afkastameiri almenningssamgöngur. Við höfum óskað eftir viðræðum við innanríkisráðherra um það. Niðurstaða verður hraðvagnar eða léttlestarkerfi, eins og við þekkjum úr sambærilegum borgum. Til skemmri tíma viljum við búa til þétt net forgangsreina og forgangsljósa fyrir strætó – til að þjónustan verði greiðfær og góð.Grænt eða grátt? Miklar breytingar eru að eiga sér stað í samgöngumálum í heiminum. Sem betur fer. Það er snar og mikilvægur þáttur í viðbrögðum við loftslagsbreytingum. Almenningssamgöngukerfi eru að eflast og hjólreiðar sömuleiðis en hvort tveggja er einn stærsti mælikvarðinn á gæði og samkeppnishæfni borga. Umhverfisvænar og hagkvæmar samgöngur eru ein okkar stærsta áskorun á næstu árum. Á sama tíma verðum við að bjóða upp á raunhæfa valkosti fyrir fjölskyldur og fyrirtæki, í formi lestarkerfis eða hraðvagna, strætó og hágæða hjólastíga. Við opnum Samgönguviku formlega í dag kl. 13 í Bankastrætinu sem verður um leið lokað fyrir bílaumferð niður að Lækjargötu í nokkra klukkutíma. Dagskrá vikunnar er á vef Reykjavíkurborgar en þar á að vera eitthvað fyrir alla. Gleðilega Samgönguviku!
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar