Íslensk stjórnvöld með þvinganir við 29 ríki Sveinn Arnarsson skrifar 19. september 2015 07:00 Kjartan Magnússon vísir/vilhelm Ísland er með virkar þvingunaraðgerðir við 29 þjóðir í dag. Þar af eru sex þeirra meðal tuttugu fátækustu ríkja heims samkvæmt gögnum Alþjóðabankans. Nýverið hefur hávær umræða í þjóðfélaginu verið uppi um þvingunaraðgerðir gegn Rússum. Einnig hefur orðið umræða um samþykkt borgarstjórnar Reykjavíkur að sniðganga vörur Ísraela. Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segist almennt vera á móti þvingunaraðgerðum og ef eigi að setja á slíkar aðgerðir sé Alþingi réttur vettvangur. „Ég óttast að þessi ákvörðun borgarstjórnar muni hafa slæmar afleiðingar í för með sér. Erlendar fréttasíður hafa verið að taka upp þessa frétt og talsmaður utanríkisráðuneytis Ísraela hefur tjáð sig um málið,“ segir Kjartan. „Erlendir aðilar gera ekki greinarmun á Reykjavík annars vegar og íslensku þjóðinni allri hins vegar.“Ásmundur Friðriksson, þingmaður SjálfstæðisflokksinsUm er að ræða tvenns konar aðgerðir sem íslensk stjórnvöld fylgja. Annars vegar aðgerðir sem stafa frá öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, en þær er skylt að innleiða vegna aðildar að SÞ. Hins vegar er um að ræða ráðstafanir sem taldar eru nauðsynlegar til að framfylgja ályktunum alþjóðastofnana, samstarfsríkja eða ríkjahópa um þvingunaraðgerðir sem eru samþykktar til að viðhalda friði, öryggi, virðingu fyrir mannréttindum og mannfrelsi. Þvingunaraðgerðir ESB sem Ísland ákveður að taka undir eru í síðarnefnda flokknum. Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, hefur gagnrýnt þær opinberlega. Hann segir mikilvægt að Ísland gæti hlutleysis sem lítið efnahagskerfi sem byggi á fáum stoðum. „Við eigum ekki frekar en aðrar þjóðir að skaða þessar útflutningsgreinar,“ segir Ásmundur. „Ég held almennt að þessar viðskiptaþvinganir hafi ekki haft neina þýðingu heldur herðir það bara þessa bófa sem þær beinast gegn. Ég sé ekki að slíkar refsiaðgerðir hafi borið nokkursstaðar árangur.“ Ásmundur telur nokkurn tvískinnung felast í þvingunaraðgerðum íslenskra stjórnvalda. „Mér finnst það svolítið skrítið að við setjum þvinganir á Rússa en á sama tíma erum við í fullum viðskiptum við ríki þar sem troðið er á mannréttindum, í því er fólginn tvískinnungur og ég held að við sjáum það að slíkar þvinganir eru ekki til þess fallnar að laga réttindi þeirra hópa sem þarf að laga,“ segir Ásmundur. Alþingi Tengdar fréttir Ráðherra segir sniðgöngu áhrifalausa Utanríkisráðherra segir það hafa engin áhrif þótt borgin sniðgangi ísraelskar vörur. Hann efast um að ákvörðunin standist lög um opinber innkaup. 18. september 2015 07:00 Áréttar að ákvörðun borgarstjórnar sé ekki í samræmi við utanríkisstefnu Íslands Reykjavíkurborg ákvað í vikunni að sniðganga ísraelskar vörur meðan hernám Ísraelsríkis á landsvæði Palestínumanna varir. 18. september 2015 17:03 Vissu ekki hvaða vörur þau voru að sniðganga Borgarfulltrúar Reykjavíkurborgar vissu ekki hvaða vörur þeir voru að sniðganga þegar borgin samþykkti tillögu um viðskiptabann á vörur frá Ísrael í nafni mannúðar og samstöðu með Palestínumönnum. 18. september 2015 19:45 Ísraelskur ríkisborgari biður stöðumælaverði um að sekta sig ekki Bíleigandi bað stöðumælaverði um að virða það að hann sé ísraelskur ríkisborgari, og því megi þeir ekki sekta hann fyrir stöðubrot. 18. september 2015 14:57 Hræsni viðskiptabanns Verður lyfið Copaxone sem ætlað er MS-sjúklingum einnig sniðgengið? 19. september 2015 07:00 Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira
Ísland er með virkar þvingunaraðgerðir við 29 þjóðir í dag. Þar af eru sex þeirra meðal tuttugu fátækustu ríkja heims samkvæmt gögnum Alþjóðabankans. Nýverið hefur hávær umræða í þjóðfélaginu verið uppi um þvingunaraðgerðir gegn Rússum. Einnig hefur orðið umræða um samþykkt borgarstjórnar Reykjavíkur að sniðganga vörur Ísraela. Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segist almennt vera á móti þvingunaraðgerðum og ef eigi að setja á slíkar aðgerðir sé Alþingi réttur vettvangur. „Ég óttast að þessi ákvörðun borgarstjórnar muni hafa slæmar afleiðingar í för með sér. Erlendar fréttasíður hafa verið að taka upp þessa frétt og talsmaður utanríkisráðuneytis Ísraela hefur tjáð sig um málið,“ segir Kjartan. „Erlendir aðilar gera ekki greinarmun á Reykjavík annars vegar og íslensku þjóðinni allri hins vegar.“Ásmundur Friðriksson, þingmaður SjálfstæðisflokksinsUm er að ræða tvenns konar aðgerðir sem íslensk stjórnvöld fylgja. Annars vegar aðgerðir sem stafa frá öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, en þær er skylt að innleiða vegna aðildar að SÞ. Hins vegar er um að ræða ráðstafanir sem taldar eru nauðsynlegar til að framfylgja ályktunum alþjóðastofnana, samstarfsríkja eða ríkjahópa um þvingunaraðgerðir sem eru samþykktar til að viðhalda friði, öryggi, virðingu fyrir mannréttindum og mannfrelsi. Þvingunaraðgerðir ESB sem Ísland ákveður að taka undir eru í síðarnefnda flokknum. Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, hefur gagnrýnt þær opinberlega. Hann segir mikilvægt að Ísland gæti hlutleysis sem lítið efnahagskerfi sem byggi á fáum stoðum. „Við eigum ekki frekar en aðrar þjóðir að skaða þessar útflutningsgreinar,“ segir Ásmundur. „Ég held almennt að þessar viðskiptaþvinganir hafi ekki haft neina þýðingu heldur herðir það bara þessa bófa sem þær beinast gegn. Ég sé ekki að slíkar refsiaðgerðir hafi borið nokkursstaðar árangur.“ Ásmundur telur nokkurn tvískinnung felast í þvingunaraðgerðum íslenskra stjórnvalda. „Mér finnst það svolítið skrítið að við setjum þvinganir á Rússa en á sama tíma erum við í fullum viðskiptum við ríki þar sem troðið er á mannréttindum, í því er fólginn tvískinnungur og ég held að við sjáum það að slíkar þvinganir eru ekki til þess fallnar að laga réttindi þeirra hópa sem þarf að laga,“ segir Ásmundur.
Alþingi Tengdar fréttir Ráðherra segir sniðgöngu áhrifalausa Utanríkisráðherra segir það hafa engin áhrif þótt borgin sniðgangi ísraelskar vörur. Hann efast um að ákvörðunin standist lög um opinber innkaup. 18. september 2015 07:00 Áréttar að ákvörðun borgarstjórnar sé ekki í samræmi við utanríkisstefnu Íslands Reykjavíkurborg ákvað í vikunni að sniðganga ísraelskar vörur meðan hernám Ísraelsríkis á landsvæði Palestínumanna varir. 18. september 2015 17:03 Vissu ekki hvaða vörur þau voru að sniðganga Borgarfulltrúar Reykjavíkurborgar vissu ekki hvaða vörur þeir voru að sniðganga þegar borgin samþykkti tillögu um viðskiptabann á vörur frá Ísrael í nafni mannúðar og samstöðu með Palestínumönnum. 18. september 2015 19:45 Ísraelskur ríkisborgari biður stöðumælaverði um að sekta sig ekki Bíleigandi bað stöðumælaverði um að virða það að hann sé ísraelskur ríkisborgari, og því megi þeir ekki sekta hann fyrir stöðubrot. 18. september 2015 14:57 Hræsni viðskiptabanns Verður lyfið Copaxone sem ætlað er MS-sjúklingum einnig sniðgengið? 19. september 2015 07:00 Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira
Ráðherra segir sniðgöngu áhrifalausa Utanríkisráðherra segir það hafa engin áhrif þótt borgin sniðgangi ísraelskar vörur. Hann efast um að ákvörðunin standist lög um opinber innkaup. 18. september 2015 07:00
Áréttar að ákvörðun borgarstjórnar sé ekki í samræmi við utanríkisstefnu Íslands Reykjavíkurborg ákvað í vikunni að sniðganga ísraelskar vörur meðan hernám Ísraelsríkis á landsvæði Palestínumanna varir. 18. september 2015 17:03
Vissu ekki hvaða vörur þau voru að sniðganga Borgarfulltrúar Reykjavíkurborgar vissu ekki hvaða vörur þeir voru að sniðganga þegar borgin samþykkti tillögu um viðskiptabann á vörur frá Ísrael í nafni mannúðar og samstöðu með Palestínumönnum. 18. september 2015 19:45
Ísraelskur ríkisborgari biður stöðumælaverði um að sekta sig ekki Bíleigandi bað stöðumælaverði um að virða það að hann sé ísraelskur ríkisborgari, og því megi þeir ekki sekta hann fyrir stöðubrot. 18. september 2015 14:57
Hræsni viðskiptabanns Verður lyfið Copaxone sem ætlað er MS-sjúklingum einnig sniðgengið? 19. september 2015 07:00