Virkur eða óvirkur málskotsréttur Haukur Arnþórsson skrifar 8. september 2015 08:00 Verulegur áhugi virðist vera á því að málskotsréttur, það að vísa þingmáli til þjóðaratkvæðis, fari fram með undirskriftarsöfnunum. Ríkisstjórnin hefur boðað framlagningu frumvarps á Alþingi um slíka breytingu á stjórnarskrá. En er það spennandi fyrirkomulag? Markmið Minnt skal á að markmið málskots er að tryggja að almannavilja sé mætt með stjórnarframkvæmd. Til þess er gert mögulegt að stöðva óvinsæl ríkisstjórnaráform. Veruleg þörf gæti verið á því að mæta þessu markmiði hér á landi þar sem sameiginlegur skilningur almennings í mörgum stórum málum endurspeglast ekki alltaf í áformum ríkisstjórna. Þjóðaratkvæðagreiðslur eru hins vegar ekki markmið í sjálfu sér. Þær hafa fjölmarga galla auk þess að vera einfalt meirihlutaræði. Erfitt er að vera með spurningar til almennings í flóknum málum, þátttaka verður fljótlega lítil því áhugi almennings dalar, o.s.frv. Virkur eða óvirkur málskotsréttur Málskotsrétt má kalla óvirkan þegar hann er knúinn fram með undirskriftum eða af hálfu forsetaembættisins af þeim ástæðum að þá er hann í höndum aðila sem ekki hafa aðkomu að lagasetningu, geta ekki samið sig inn í mál, myndað nýja stefnu í því og boðið fram á grundvelli andstöðu við mál. Hann er óvirkur af því að málskotsaðilinn er ekki þátttakandi í lýðræðiskerfinu okkar (fulltrúalýðræðinu) og getur nánast ekki gert neitt nema hafnað máli. Málskotsréttur hjá minnihluta alþingismanna er hins vegar virkur vegna þess að þeir hafa stöðu til þess að breyta máli, hafa áhrif á lausnina og vinna úr málinu ef almannavilja er ekki mætt þannig að viðunandi sé. Enda er verkefnið að finna nýja sameiginlega lausn sem sátt verður um. Þar sem þingræði ríkir virðist eðlilegast að málskotsrétturinn sé innan þess kerfis, ekki bara til þess að halda heilleika kerfisins sem þó er mikilvægt markmið, heldur einnig til þess að ekki komi upp valdatogstreita milli þings og þjóðar (eða þings og forseta) og þrátefli um mál. Aðkoma almennings Aðkoma almennings að málinu getur engu að síður verið afgerandi. Ef Alþingi fær undirskriftasöfnun með tugum þúsunda nafna er væntanlega óhjákvæmilegt fyrir stjórnarandstöðuna að kalla eftir þjóðaratkvæðagreiðslu og með undirskriftasöfnuninni verður vald hennar til þess að breyta málinu mjög sterkt. Málskotsrétturinn í Folketinget hefur ekki leitt til margra þjóðaratkvæðagreiðslna, en rökstyðja má að hann sé hluti af stjórnmálakerfi sem leysir mál í sameiningu en ekki í átökum og hlustar vel á rödd dönsku þjóðarinnar. Og þá er tilganginum náð. Áhætta Gera þarf skýran greinarmun á málskotsrétti og skoðanakönnun. Málskotsréttur þarf að vera lifandi vald og afdráttarlaust, annars breytir hann stjórnmálunum ekki. Því er varla valkostur að ríkisstjórn sitji eftir að hafa tapað í þjóðaratkvæðagreiðslu rétt eins og hún hafi verið að skoða hvernig landið liggur, aðilar á þingi þurfa að vera tilbúnir að taka áhættu. Ef þeir leggja ekki í það verða þeir að semja um mál þannig að friður myndist um lausnina – og hættan á því að ríkisstjórn falli neyðir hana að samningaborðinu. Endurnýjun þingræðisins Þá eru ótalin þau endurnýjunaráhrif sem virkur málskotsréttur gæti haft á Alþingi. Stjórnarandstaðan gæti orðið ábyrg í mótun samfélagsreglna sem myndi breyta ásýnd lýðræðisins hér á landi mikið, s.s. framkvæmd þingfunda. Sterk samningsstaða hennar gæti dregið úr hættunni á því að lög frá tíð síðustu ríkisstjórnar séu felld niður eða þeim sé breytt eftir stjórnarskipti. Lagasetning Alþingis gæti orðið samfelldari og uppbygging innviða samfélagsins líka. Ósennilegt er að minnihlutinn misnotaði málskotsréttinn, enda fælist í því mikill ósigur að tapa þjóðaratkvæðagreiðslu og myndi það veikja aðstöðu hans til þess að hafa áhrif á stjórnarfrumvörp. Niðurlag Auðvelt er að rökstyðja að virkur málskotsréttur hjá minnihluta Alþingis að danskri fyrirmynd sé það úrræði sem best mætir markmiðum með málskoti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur Arnþórsson Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Verulegur áhugi virðist vera á því að málskotsréttur, það að vísa þingmáli til þjóðaratkvæðis, fari fram með undirskriftarsöfnunum. Ríkisstjórnin hefur boðað framlagningu frumvarps á Alþingi um slíka breytingu á stjórnarskrá. En er það spennandi fyrirkomulag? Markmið Minnt skal á að markmið málskots er að tryggja að almannavilja sé mætt með stjórnarframkvæmd. Til þess er gert mögulegt að stöðva óvinsæl ríkisstjórnaráform. Veruleg þörf gæti verið á því að mæta þessu markmiði hér á landi þar sem sameiginlegur skilningur almennings í mörgum stórum málum endurspeglast ekki alltaf í áformum ríkisstjórna. Þjóðaratkvæðagreiðslur eru hins vegar ekki markmið í sjálfu sér. Þær hafa fjölmarga galla auk þess að vera einfalt meirihlutaræði. Erfitt er að vera með spurningar til almennings í flóknum málum, þátttaka verður fljótlega lítil því áhugi almennings dalar, o.s.frv. Virkur eða óvirkur málskotsréttur Málskotsrétt má kalla óvirkan þegar hann er knúinn fram með undirskriftum eða af hálfu forsetaembættisins af þeim ástæðum að þá er hann í höndum aðila sem ekki hafa aðkomu að lagasetningu, geta ekki samið sig inn í mál, myndað nýja stefnu í því og boðið fram á grundvelli andstöðu við mál. Hann er óvirkur af því að málskotsaðilinn er ekki þátttakandi í lýðræðiskerfinu okkar (fulltrúalýðræðinu) og getur nánast ekki gert neitt nema hafnað máli. Málskotsréttur hjá minnihluta alþingismanna er hins vegar virkur vegna þess að þeir hafa stöðu til þess að breyta máli, hafa áhrif á lausnina og vinna úr málinu ef almannavilja er ekki mætt þannig að viðunandi sé. Enda er verkefnið að finna nýja sameiginlega lausn sem sátt verður um. Þar sem þingræði ríkir virðist eðlilegast að málskotsrétturinn sé innan þess kerfis, ekki bara til þess að halda heilleika kerfisins sem þó er mikilvægt markmið, heldur einnig til þess að ekki komi upp valdatogstreita milli þings og þjóðar (eða þings og forseta) og þrátefli um mál. Aðkoma almennings Aðkoma almennings að málinu getur engu að síður verið afgerandi. Ef Alþingi fær undirskriftasöfnun með tugum þúsunda nafna er væntanlega óhjákvæmilegt fyrir stjórnarandstöðuna að kalla eftir þjóðaratkvæðagreiðslu og með undirskriftasöfnuninni verður vald hennar til þess að breyta málinu mjög sterkt. Málskotsrétturinn í Folketinget hefur ekki leitt til margra þjóðaratkvæðagreiðslna, en rökstyðja má að hann sé hluti af stjórnmálakerfi sem leysir mál í sameiningu en ekki í átökum og hlustar vel á rödd dönsku þjóðarinnar. Og þá er tilganginum náð. Áhætta Gera þarf skýran greinarmun á málskotsrétti og skoðanakönnun. Málskotsréttur þarf að vera lifandi vald og afdráttarlaust, annars breytir hann stjórnmálunum ekki. Því er varla valkostur að ríkisstjórn sitji eftir að hafa tapað í þjóðaratkvæðagreiðslu rétt eins og hún hafi verið að skoða hvernig landið liggur, aðilar á þingi þurfa að vera tilbúnir að taka áhættu. Ef þeir leggja ekki í það verða þeir að semja um mál þannig að friður myndist um lausnina – og hættan á því að ríkisstjórn falli neyðir hana að samningaborðinu. Endurnýjun þingræðisins Þá eru ótalin þau endurnýjunaráhrif sem virkur málskotsréttur gæti haft á Alþingi. Stjórnarandstaðan gæti orðið ábyrg í mótun samfélagsreglna sem myndi breyta ásýnd lýðræðisins hér á landi mikið, s.s. framkvæmd þingfunda. Sterk samningsstaða hennar gæti dregið úr hættunni á því að lög frá tíð síðustu ríkisstjórnar séu felld niður eða þeim sé breytt eftir stjórnarskipti. Lagasetning Alþingis gæti orðið samfelldari og uppbygging innviða samfélagsins líka. Ósennilegt er að minnihlutinn misnotaði málskotsréttinn, enda fælist í því mikill ósigur að tapa þjóðaratkvæðagreiðslu og myndi það veikja aðstöðu hans til þess að hafa áhrif á stjórnarfrumvörp. Niðurlag Auðvelt er að rökstyðja að virkur málskotsréttur hjá minnihluta Alþingis að danskri fyrirmynd sé það úrræði sem best mætir markmiðum með málskoti.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun