Birgitta sendi Ólafi Ragnari tóninn Birgir Olgeirsson skrifar 8. september 2015 22:13 Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata, sagði ljost að þörf væri á forsetaframbjóðanda sem væri annt um beint lýðræði. vísir/Valli Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, nýtti tækifærið við umræður um stefnuræðu forsætisráðherra til að andmæla staðhæfingum forseta Íslands við setningu Alþingi fyrr í dag. „Mig langar í ljósi þess að við þingmenn getum ekki hreyft við neinum andmælum þegar forseti lýðveldisins messar yfir okkur við upphaf sérhvers þing, eins og hann gerði í dag, að nota tækifærið og andmæla staðhæfingu forsetans,“ sagði Birgitta. Hún sagði forsetann hafa sniðgengið nokkur afar mikilvæg atriði í málflutningi sínum um mögulega þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrárbreytingar samhliða forsetakosningunum.Óþarfa áhyggjur „Í fyrsta lagi þá eru þetta óþarfa áhyggjur hjá forseta vorum Ólafi Ragnari Grímssyni um að kosningar um stjórnarskrá samhliða forsetakosningum verði ólýðræðislegar. Það er einmitt eina mögulega leiðin til að tryggja nægilega þátttöku almennings til að vega upp á móti ólýðræðislegum 40% þátttökutálmunum sem voru settar í bráðabirgðaákvæði stjórnarskrárinnar. Staðreyndin er sú að ef breytingarnar verða umdeildar þurfa yfir 80% allra á kjörskrá að mæta til að greiða atkvæði til að niðurstaða kjósenda öðlist gildi. Langbesta og tryggasta leiðin til að fá fólk á kjörstað eru fulltrúakosningar samanber Forsetakosningar eða Alþingiskosningar. Vert er vekja athygli á því að engar sambærilegar lýðræðis tálmanir eru á þátttöku til Alþingiskosninga eða Forsetakosninga.“ Hún sagði forsetann jafnframt hafa sagt í ræðu sinni fyrr í dag að þröng tímamörk og sparnaðarhvöt megi ekki stofna gæðum verksins í hættu. „Kæri Forseti Lýðveldisins, það er mér sönn ánægða að upplýsa þig um það, að þetta eru ekki hvatarnir sem liggja að baki því að spyrða saman þessar tvær kosningar, hvatarnir eru einmitt fyrst og fremst hugsaðir til að tryggja góða þátttöku.“Hvatarnir að tryggja góða þátttöku Hún sagði það vera sanna ánægju að upplýsa forsetann um það að þetta séu ekki hvatarnir sem liggja að baki því að spyrða saman þessar tvær kosningar. „Hvatarnir eru einmitt fyrst og fremst hugsaðir til að tryggja góða þátttöku.“Hún sagðist geta fullvissað forsetann um að vandað hefur verið til verksins með ótal sérfræðingum og fundum. „Og finnst mér furðu sæta að forsetinn láti svo í veðri vaka að svo sé ekki, enda komu engar nánari útlistanir á því hvað gæfi tilefni til þessa vantrausts áður en niðurstaðan liggur fyrir.“Einhver þarf að bjóða sig fram til forseta sem er annt um beint lýðræði Hún sagði ljóst að forsetinn hefur fært sig inn á háskalegar og gerræðislegar brautir gagnvart þingræðinu í dag og undir því getur hún ekki setið án þess að andmæla af fullum krafti. „Ljóst er að einhver þarf að bjóða sig fram til að sinna hlutverki Forseta sem er annt um hið beina lýðræði og er tilbúinn að sleppa tökunum af málskotsréttinum til þjóðarinnar sjálfar.“ Alþingi Tengdar fréttir Guðni segir framtíð Ólafs Ragnars óráðna gátu Gefur ekki upp hvort hann muni skora aftur á forsetann. „Hann verður að taka þessa ákvörðun með sjálfum sér, þjóð sinni og fjölskyldu sinni.“ 8. september 2015 18:37 Vill ekki stjórnarskrárkosningar samhliða forsetakosningum Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, segir að „hvorki þröng tímamörk né sparnaðarhvöt megi stofna gæðum verksins í hættu.“ 8. september 2015 12:57 Er Ólafur Ragnar Grímsson virkilega að hætta? Ráðvillt fólk á Facebook rýnir í orð forseta Íslands eins og spámiðlar í innyfli dýra og reynir að átta sig á því hvort Ólafur Ragnar Grímsson hafi í raun verið að boða brotthvarf sitt eða ekki? 8. september 2015 12:49 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fleiri fréttir Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landinu á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Sjá meira
Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, nýtti tækifærið við umræður um stefnuræðu forsætisráðherra til að andmæla staðhæfingum forseta Íslands við setningu Alþingi fyrr í dag. „Mig langar í ljósi þess að við þingmenn getum ekki hreyft við neinum andmælum þegar forseti lýðveldisins messar yfir okkur við upphaf sérhvers þing, eins og hann gerði í dag, að nota tækifærið og andmæla staðhæfingu forsetans,“ sagði Birgitta. Hún sagði forsetann hafa sniðgengið nokkur afar mikilvæg atriði í málflutningi sínum um mögulega þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrárbreytingar samhliða forsetakosningunum.Óþarfa áhyggjur „Í fyrsta lagi þá eru þetta óþarfa áhyggjur hjá forseta vorum Ólafi Ragnari Grímssyni um að kosningar um stjórnarskrá samhliða forsetakosningum verði ólýðræðislegar. Það er einmitt eina mögulega leiðin til að tryggja nægilega þátttöku almennings til að vega upp á móti ólýðræðislegum 40% þátttökutálmunum sem voru settar í bráðabirgðaákvæði stjórnarskrárinnar. Staðreyndin er sú að ef breytingarnar verða umdeildar þurfa yfir 80% allra á kjörskrá að mæta til að greiða atkvæði til að niðurstaða kjósenda öðlist gildi. Langbesta og tryggasta leiðin til að fá fólk á kjörstað eru fulltrúakosningar samanber Forsetakosningar eða Alþingiskosningar. Vert er vekja athygli á því að engar sambærilegar lýðræðis tálmanir eru á þátttöku til Alþingiskosninga eða Forsetakosninga.“ Hún sagði forsetann jafnframt hafa sagt í ræðu sinni fyrr í dag að þröng tímamörk og sparnaðarhvöt megi ekki stofna gæðum verksins í hættu. „Kæri Forseti Lýðveldisins, það er mér sönn ánægða að upplýsa þig um það, að þetta eru ekki hvatarnir sem liggja að baki því að spyrða saman þessar tvær kosningar, hvatarnir eru einmitt fyrst og fremst hugsaðir til að tryggja góða þátttöku.“Hvatarnir að tryggja góða þátttöku Hún sagði það vera sanna ánægju að upplýsa forsetann um það að þetta séu ekki hvatarnir sem liggja að baki því að spyrða saman þessar tvær kosningar. „Hvatarnir eru einmitt fyrst og fremst hugsaðir til að tryggja góða þátttöku.“Hún sagðist geta fullvissað forsetann um að vandað hefur verið til verksins með ótal sérfræðingum og fundum. „Og finnst mér furðu sæta að forsetinn láti svo í veðri vaka að svo sé ekki, enda komu engar nánari útlistanir á því hvað gæfi tilefni til þessa vantrausts áður en niðurstaðan liggur fyrir.“Einhver þarf að bjóða sig fram til forseta sem er annt um beint lýðræði Hún sagði ljóst að forsetinn hefur fært sig inn á háskalegar og gerræðislegar brautir gagnvart þingræðinu í dag og undir því getur hún ekki setið án þess að andmæla af fullum krafti. „Ljóst er að einhver þarf að bjóða sig fram til að sinna hlutverki Forseta sem er annt um hið beina lýðræði og er tilbúinn að sleppa tökunum af málskotsréttinum til þjóðarinnar sjálfar.“
Alþingi Tengdar fréttir Guðni segir framtíð Ólafs Ragnars óráðna gátu Gefur ekki upp hvort hann muni skora aftur á forsetann. „Hann verður að taka þessa ákvörðun með sjálfum sér, þjóð sinni og fjölskyldu sinni.“ 8. september 2015 18:37 Vill ekki stjórnarskrárkosningar samhliða forsetakosningum Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, segir að „hvorki þröng tímamörk né sparnaðarhvöt megi stofna gæðum verksins í hættu.“ 8. september 2015 12:57 Er Ólafur Ragnar Grímsson virkilega að hætta? Ráðvillt fólk á Facebook rýnir í orð forseta Íslands eins og spámiðlar í innyfli dýra og reynir að átta sig á því hvort Ólafur Ragnar Grímsson hafi í raun verið að boða brotthvarf sitt eða ekki? 8. september 2015 12:49 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fleiri fréttir Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landinu á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Sjá meira
Guðni segir framtíð Ólafs Ragnars óráðna gátu Gefur ekki upp hvort hann muni skora aftur á forsetann. „Hann verður að taka þessa ákvörðun með sjálfum sér, þjóð sinni og fjölskyldu sinni.“ 8. september 2015 18:37
Vill ekki stjórnarskrárkosningar samhliða forsetakosningum Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, segir að „hvorki þröng tímamörk né sparnaðarhvöt megi stofna gæðum verksins í hættu.“ 8. september 2015 12:57
Er Ólafur Ragnar Grímsson virkilega að hætta? Ráðvillt fólk á Facebook rýnir í orð forseta Íslands eins og spámiðlar í innyfli dýra og reynir að átta sig á því hvort Ólafur Ragnar Grímsson hafi í raun verið að boða brotthvarf sitt eða ekki? 8. september 2015 12:49