Heiða Kristín hefur hvatt Brynhildi til framboðs Aðalsteinn Kjartansson skrifar 26. ágúst 2015 12:23 Brynhildur hefur fundið fyrir þrýstingu á framboð en Heiða ætlar ekki að bjóða sig fram. Vísir/Ernir/Valli Heiða Kristín Helgadóttir einn af stofnendum Bjartrar framtíðar ætlar ekki að gefa kost á sér í formannskjöri flokksins í næsta mánuði. Brynhildur Pétursdóttir þingmaður flokksins finnur fyrir þrýstingi á að bjóða sig fram í formennskuna. Heiða Kristín tekur sæti á alþingi nú í haust sem varaþingmaður Bjartrar Ólafsdóttur. Núverandi formaður flokksins, Guðmundur Steingrímsson, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér sem formaður flokksins aftur en ákvörðunin var kynnt í kjölfar harðrar gagnrýni frá Heiðu Kristínu og fleirum. Guðmundur ætlar að hætta sem formaður.Vísir/Valli Vildi vekja flokksmenn til umhugsunar Heiða Kristín segir að löngun hennar til að vera formaður flokksins hafi ekki rekið hana áfram í gagnrýni á núverandi forustu. „Það var meira bara svona að reyna að vekja félaga mína og gamla samstarfsmenn til umhugsunar um það hvernig staðan væri. Því að mér fannst ég ekki alveg finna fyrir því,“ segir hún. „Verkefnið núna held ég sé að endurvekja áhuga kjósenda og finna einhvern neista fyrir því sem við erum að gera og ég held að það sé betur gert með því að ég taki að mér að vera varaþingmaður Bjartrar í haust og reyna að gera það eins vel og ég get.“ Heiða Kristín segist hafa hvatt Brynhildi Pétursdóttur, þingmann flokksins, til að gefa kost á sér. „Já ég hef hvatt hana til þess og reyndar aðrar konur líka en ég myndi fagna því mjög ef Brynhildur myndi stíga í forystusveit flokksins,“ segir hún. „Þó það sé ekki alltaf höfuðmál hver gegnir formennsku en þá held ég að það sé líka spurning um að þetta sé samsettur hópur, þannig að það myndi skipta máli hverjir færu í þetta með henni. Ég hef fulla trú á því að það muni veljast góður hópur í það.“Staðan: pic.twitter.com/m1cFp1H5yV— Heiða Kristín (@heidabest) August 26, 2015 Hefur fundið þrýstinginn Sjálf segist Brynhildur ekki hafa ákveðið hvort hún gefi kost á sér eða ekki. „Ég hef alveg íhugað það auðvitað en ég hef ekki ákveðið neitt,“ segir hún. „Við erum líka að tala um að hjá Bjartri framtíð erum við með formann, stjórnarformann og svo þingflokksformann. Verkefnið hlýtur að vera að manna allar þessar stöður og við finnum út úr því, ég hef enga trú á öðru.“ Brynhildur segist þó hafa fundið fyrir þrýstingi á að bjóða sig fram. „Já, já, þegar við horfum á þingflokkinn þá erum við bara sex og þar af eru tveir sem segjast ekki ætla að taka sæti og ein í fæðingarorlofi. Þannig að við erum ekki mörg eftir,“ segir hún. „Auðvitað finn ég fyrir því og ef af því yrði að ég myndi bjóða mig fram, þá bara geri ég það, og myndi líta á þetta sem verkefni.“ Hún segist hrifin af hugmyndinni um að láta hlutverk formanns og þingflokksformanns skiptast á milli fulltrúa flokksins en henni lýst líka vel á að takmarka hversu lengi fólk getur setið á formannsstóli. „Ég held að það sé oft vandamál í flokkum að menn eru fastir á fleti,“ segir hún. Alþingi Mest lesið Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Innlent Trump gerður afturreka með 25 þúsund uppsagnir og bann gegn trans fólki Erlent „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ Innlent „Þetta er ekki bara okkar stríð“ Erlent Ráðin aðstoðarmaður borgarstjóra Innlent Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður Viðskipti innlent Norskt vélmenni sem á að auðvelda fólki heimilisstörfin Erlent Willams og Wilmore komin aftur til jarðar Erlent „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Innlent Tugir dróna á sveimi og læti í loftinu yfir Kænugarði Erlent Fleiri fréttir Leikaraverkfalli aflýst Snarpur skjálfti í Bárðarbungu Ráðin aðstoðarmaður borgarstjóra Nefndin skoði lögreglu en ekki blaðamenn Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Eldur kviknaði út frá inntaki í álverinu „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Borgarstjóri á borgarstjóralaunum Rafmagnið sló út víða um land Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Handtóku einn til viðbótar Bæjarstjórnin vilji hefja uppbyggingu en ríkisstjórnin doka við Skiptar skoðanir um endurreisn í Grindavík, Úkraína heimsótt og nýr borgarstjóri Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Fólk á góðum launum ráði ekki við erfið verkefni Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Vilja leita að olíu ef stjórnvöldum er ekki alvara með orkuskiptum Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Þingmanni blöskrar svör Rósu Breyta stuðningi við Grindvíkinga Má bera eiganda Gríska hússins út Heilbrigðisráðherra kom sjúklingi til bjargar í flugi Grindvíkingum sem standa illa tryggður frekari stuðningur Gæti hætt en ekki viss: „Ég vinn bara mjög langa vinnudaga“ Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar Sjá meira
Heiða Kristín Helgadóttir einn af stofnendum Bjartrar framtíðar ætlar ekki að gefa kost á sér í formannskjöri flokksins í næsta mánuði. Brynhildur Pétursdóttir þingmaður flokksins finnur fyrir þrýstingi á að bjóða sig fram í formennskuna. Heiða Kristín tekur sæti á alþingi nú í haust sem varaþingmaður Bjartrar Ólafsdóttur. Núverandi formaður flokksins, Guðmundur Steingrímsson, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér sem formaður flokksins aftur en ákvörðunin var kynnt í kjölfar harðrar gagnrýni frá Heiðu Kristínu og fleirum. Guðmundur ætlar að hætta sem formaður.Vísir/Valli Vildi vekja flokksmenn til umhugsunar Heiða Kristín segir að löngun hennar til að vera formaður flokksins hafi ekki rekið hana áfram í gagnrýni á núverandi forustu. „Það var meira bara svona að reyna að vekja félaga mína og gamla samstarfsmenn til umhugsunar um það hvernig staðan væri. Því að mér fannst ég ekki alveg finna fyrir því,“ segir hún. „Verkefnið núna held ég sé að endurvekja áhuga kjósenda og finna einhvern neista fyrir því sem við erum að gera og ég held að það sé betur gert með því að ég taki að mér að vera varaþingmaður Bjartrar í haust og reyna að gera það eins vel og ég get.“ Heiða Kristín segist hafa hvatt Brynhildi Pétursdóttur, þingmann flokksins, til að gefa kost á sér. „Já ég hef hvatt hana til þess og reyndar aðrar konur líka en ég myndi fagna því mjög ef Brynhildur myndi stíga í forystusveit flokksins,“ segir hún. „Þó það sé ekki alltaf höfuðmál hver gegnir formennsku en þá held ég að það sé líka spurning um að þetta sé samsettur hópur, þannig að það myndi skipta máli hverjir færu í þetta með henni. Ég hef fulla trú á því að það muni veljast góður hópur í það.“Staðan: pic.twitter.com/m1cFp1H5yV— Heiða Kristín (@heidabest) August 26, 2015 Hefur fundið þrýstinginn Sjálf segist Brynhildur ekki hafa ákveðið hvort hún gefi kost á sér eða ekki. „Ég hef alveg íhugað það auðvitað en ég hef ekki ákveðið neitt,“ segir hún. „Við erum líka að tala um að hjá Bjartri framtíð erum við með formann, stjórnarformann og svo þingflokksformann. Verkefnið hlýtur að vera að manna allar þessar stöður og við finnum út úr því, ég hef enga trú á öðru.“ Brynhildur segist þó hafa fundið fyrir þrýstingi á að bjóða sig fram. „Já, já, þegar við horfum á þingflokkinn þá erum við bara sex og þar af eru tveir sem segjast ekki ætla að taka sæti og ein í fæðingarorlofi. Þannig að við erum ekki mörg eftir,“ segir hún. „Auðvitað finn ég fyrir því og ef af því yrði að ég myndi bjóða mig fram, þá bara geri ég það, og myndi líta á þetta sem verkefni.“ Hún segist hrifin af hugmyndinni um að láta hlutverk formanns og þingflokksformanns skiptast á milli fulltrúa flokksins en henni lýst líka vel á að takmarka hversu lengi fólk getur setið á formannsstóli. „Ég held að það sé oft vandamál í flokkum að menn eru fastir á fleti,“ segir hún.
Alþingi Mest lesið Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Innlent Trump gerður afturreka með 25 þúsund uppsagnir og bann gegn trans fólki Erlent „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ Innlent „Þetta er ekki bara okkar stríð“ Erlent Ráðin aðstoðarmaður borgarstjóra Innlent Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður Viðskipti innlent Norskt vélmenni sem á að auðvelda fólki heimilisstörfin Erlent Willams og Wilmore komin aftur til jarðar Erlent „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Innlent Tugir dróna á sveimi og læti í loftinu yfir Kænugarði Erlent Fleiri fréttir Leikaraverkfalli aflýst Snarpur skjálfti í Bárðarbungu Ráðin aðstoðarmaður borgarstjóra Nefndin skoði lögreglu en ekki blaðamenn Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Eldur kviknaði út frá inntaki í álverinu „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Borgarstjóri á borgarstjóralaunum Rafmagnið sló út víða um land Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Handtóku einn til viðbótar Bæjarstjórnin vilji hefja uppbyggingu en ríkisstjórnin doka við Skiptar skoðanir um endurreisn í Grindavík, Úkraína heimsótt og nýr borgarstjóri Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Fólk á góðum launum ráði ekki við erfið verkefni Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Vilja leita að olíu ef stjórnvöldum er ekki alvara með orkuskiptum Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Þingmanni blöskrar svör Rósu Breyta stuðningi við Grindvíkinga Má bera eiganda Gríska hússins út Heilbrigðisráðherra kom sjúklingi til bjargar í flugi Grindvíkingum sem standa illa tryggður frekari stuðningur Gæti hætt en ekki viss: „Ég vinn bara mjög langa vinnudaga“ Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar Sjá meira