Róbert Marshall segir gagnrýni Heiðu Kristínar ekki í anda flokksins Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 10. ágúst 2015 12:21 Róbert Marshall vill ekki skipta um formann. Vísir Róbert Marshall, þingflokksformaður Bjartrar framtíðar, segir að það sé barnaskapur að halda að einn maður geti híft fylgi flokka upp og niður. Fylgistap Bjartrar framtíðar sé ekki á ábyrgð Guðmundar Steingrímssonar fremur en einhverra annarra í forystu flokksins. Björt framtíð sé ekki flokkur sem byggi tilveru sína á því. Það sé stefnan sem skipti máli.Rætt var við Róbert í hádegisfréttum Bylgjunnar en hlusta má á fréttina í spilaranum að ofan. Björt framtíð undirbýr flokksfund á fimmtudagskvöldið þar sem staða flokksins verður til umræðu. Nú ræða flokksmenn um að rótera embættum líkt og Píratar hafa valið að gera en það verður meðal annars til umræðu á flokksfundi á fimmtudagskvöld.Guðmundur Steingrímsson.Vísir/Stefán„Ég hef ekki heyrt efnislega hvað það er sem Guðmundur Steingrímsson hefði átt að gera til að halda fylgi flokksins ofar. Ég veit ekki hvað það er sem hún myndi gera til þess að svo myndi vera,“ segir Róbert. „Við höfum verið með tvo formenn og þangað til um síðustu áramót var hún annar þeirra. Okkar skipulag hefur hvílt á fleiri herðum heldur en bara formannsins,“ bætir Róbert við. „Ef að mönnum finnst ástæða til að endurskoða það þá er það bara sjálfsagt. Þá þurfum við að setjast niður og fá á hreint hvaða hugmyndir eru þar á kreiki.“Heiða Kristín HelgadóttirGuðmundur Steingrímsson hefur ekki viljað ræða við fjölmiðla eftir Heiða Kristín Helgadóttir annar stofnenda flokksins lýsti því í þættinum Vikulokunum í Ríkisútvarpinu að hún gæti vel hugsað sér að að taka við formennsku í flokknum. Hún hafði þá áður lýst því yfir að hún vildi ekki leysa Björt Ólafsdóttur af sem þingmaður meðan hún færi í fæðingarorlof nema formannsskipti yrðu í flokknum. Róbert Marshall segist ekki sjá það fyrir sér að það breyti neinu að skipta um formann á þessum tímapunkti. Hann skilji ekki gagnrýni Heiðu Kristínar Helgadóttur, það hafi ekkert af þessu komið fram þegar það skildu leiðir um síðustu áramót. Hún sé að lýsa ákveðnum hugmyndum sem séu ekki í anda Bjartrar framtíðar, eins og að skipta út formanni þegar illa fiskast. „Við erum ekki flokkur sem byggir á því að formaður geti híft upp fylgið, eða að það sé formanninum að kenna að það hafi farið niður. Ef nánar er skoðað er enginn stjórnmálaflokkur á Íslandi þannig. Það er bara barnaskapur að halda því fram að fylgi flokka fari niður og upp eftir því hver er formaður. Það er stefnan sem skiptir máli, áherslurnar og nálgunin á pólitíkina sem er meginatriðið í þessu,“ segir Róbert.Guðmundur Steingrímsson var í viðtali í Harmageddon í síðustu viku. Þar sagðist hann ekki hafa skilið við Heiðu Kristínu í neinu ósætti. Viðtalið má finna hér að neðan. Tengdar fréttir Samfylkingin aldrei mælst með minna fylgi Samfylkingin mælist minni en Framsóknarflokkurinn í nýrri könnun MMR. Þriðjungur þjóðarinnar kýs Pírata sem mælast stærstir. 8. júlí 2015 13:33 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Vilja ekki feita innflytjendur Erlent Fleiri fréttir Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Sjá meira
Róbert Marshall, þingflokksformaður Bjartrar framtíðar, segir að það sé barnaskapur að halda að einn maður geti híft fylgi flokka upp og niður. Fylgistap Bjartrar framtíðar sé ekki á ábyrgð Guðmundar Steingrímssonar fremur en einhverra annarra í forystu flokksins. Björt framtíð sé ekki flokkur sem byggi tilveru sína á því. Það sé stefnan sem skipti máli.Rætt var við Róbert í hádegisfréttum Bylgjunnar en hlusta má á fréttina í spilaranum að ofan. Björt framtíð undirbýr flokksfund á fimmtudagskvöldið þar sem staða flokksins verður til umræðu. Nú ræða flokksmenn um að rótera embættum líkt og Píratar hafa valið að gera en það verður meðal annars til umræðu á flokksfundi á fimmtudagskvöld.Guðmundur Steingrímsson.Vísir/Stefán„Ég hef ekki heyrt efnislega hvað það er sem Guðmundur Steingrímsson hefði átt að gera til að halda fylgi flokksins ofar. Ég veit ekki hvað það er sem hún myndi gera til þess að svo myndi vera,“ segir Róbert. „Við höfum verið með tvo formenn og þangað til um síðustu áramót var hún annar þeirra. Okkar skipulag hefur hvílt á fleiri herðum heldur en bara formannsins,“ bætir Róbert við. „Ef að mönnum finnst ástæða til að endurskoða það þá er það bara sjálfsagt. Þá þurfum við að setjast niður og fá á hreint hvaða hugmyndir eru þar á kreiki.“Heiða Kristín HelgadóttirGuðmundur Steingrímsson hefur ekki viljað ræða við fjölmiðla eftir Heiða Kristín Helgadóttir annar stofnenda flokksins lýsti því í þættinum Vikulokunum í Ríkisútvarpinu að hún gæti vel hugsað sér að að taka við formennsku í flokknum. Hún hafði þá áður lýst því yfir að hún vildi ekki leysa Björt Ólafsdóttur af sem þingmaður meðan hún færi í fæðingarorlof nema formannsskipti yrðu í flokknum. Róbert Marshall segist ekki sjá það fyrir sér að það breyti neinu að skipta um formann á þessum tímapunkti. Hann skilji ekki gagnrýni Heiðu Kristínar Helgadóttur, það hafi ekkert af þessu komið fram þegar það skildu leiðir um síðustu áramót. Hún sé að lýsa ákveðnum hugmyndum sem séu ekki í anda Bjartrar framtíðar, eins og að skipta út formanni þegar illa fiskast. „Við erum ekki flokkur sem byggir á því að formaður geti híft upp fylgið, eða að það sé formanninum að kenna að það hafi farið niður. Ef nánar er skoðað er enginn stjórnmálaflokkur á Íslandi þannig. Það er bara barnaskapur að halda því fram að fylgi flokka fari niður og upp eftir því hver er formaður. Það er stefnan sem skiptir máli, áherslurnar og nálgunin á pólitíkina sem er meginatriðið í þessu,“ segir Róbert.Guðmundur Steingrímsson var í viðtali í Harmageddon í síðustu viku. Þar sagðist hann ekki hafa skilið við Heiðu Kristínu í neinu ósætti. Viðtalið má finna hér að neðan.
Tengdar fréttir Samfylkingin aldrei mælst með minna fylgi Samfylkingin mælist minni en Framsóknarflokkurinn í nýrri könnun MMR. Þriðjungur þjóðarinnar kýs Pírata sem mælast stærstir. 8. júlí 2015 13:33 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Vilja ekki feita innflytjendur Erlent Fleiri fréttir Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Sjá meira
Samfylkingin aldrei mælst með minna fylgi Samfylkingin mælist minni en Framsóknarflokkurinn í nýrri könnun MMR. Þriðjungur þjóðarinnar kýs Pírata sem mælast stærstir. 8. júlí 2015 13:33