Þetta snýst ekki um ölmusu Ellert B. Schram skrifar 18. ágúst 2015 00:01 Ég tek ofan fyrir Björgvin Guðmundssyni, fyrrum borgarfulltrúa og starfsmanni í utanríkisþjónustunni. Björgvin er kominn á níræðisaldur en lætur ekki deigan síga, þegar kemur að málefnum eldri borgara. Skrifar grein eftir grein í Fréttablaðið um kjör og hagsmuni fullorðinna og vekur athygli á þeirri staðreynd að hlutur hins opinbera og framlag ríkisins hafa dregist aftur úr öðrum kjarabótum á árunum eftir hrun. Björgvin heldur því fram að þær upphæðir skipti milljörðum króna. Ekki bara vegna launahækkana á vinnumarkaðnum, heldur áhrifa hrunsins á fjárhagsstöðu aldraðra, þar sem lífeyrir var skertur og hefur ekki verið bættur síðan. Sem skyldi. Fyrr í sumar var gengið frá launamálum langflestra vinnandi manna og kvenna með hækkunum á grunnlaunum. Lífeyrisgreiðslur til eldri borgara standa hinsvegar í stað og svörin frá ráðamönnum eru þau, að hendur þeirra séu bundnar við afgreiðslu fjárlaga, og ekkert sé hægt að gera fyrr en um næstu áramót, þegar fjárlög næsta árs liggja fyrir. Gefið er út að lífeyrir Almannatrygginga hækki þá um 8.9%, (með vísan til neysluvísitölu) sem er auðvitað langt undir þeim launahækkunum, sem vinnumarkaðurinn hefur samið um. Ef einhver ágreiningur er varðandi málflutning Björgvins Guðmundssonar, sem talar í nafni Félags eldri borgara, þá skora ég á fjármálaráðuneytið og ríkisstjórnina að skjóta saman nefnd beggja aðila, (ríkisins og FEB) sem reikni það skilmerkilega og heiðarlega út, hvort eða hvernig, kjör eldri borgara hafa þróast frá hruni. Heiðarleg úttekt á stöðunni eins og hún er. Ég skora líka á einstaklinga, úr hópi fólks, sem er komið á lífeyrisaldur, að láta í sér heyra og taka undir þær kröfur, sem Björgvin hefur í eins manns hljóði, borið fram af kjarki og rökum. Út um víðan völl samfélagsins er að finna eldra fólk, sem lifir við skort og fátækt. Auðvitað eru líka margir sem hafa komið ár sinni fyrir borð enda snýst þessi umræði ekki um hækkanir á lífeyri á alla línuna, heldur er hér um að ræða velferð, lífsskilyrði og mannúð gagnvart öldruðum einstaklingum, sem eiga varla til hnífs og skeiðar. Stjórnvöld hrósa sér fyrir bættan hag landsmanna og víst er það rétt að okkur hefur tekist að rétta úr kútnum og fjáhagsstaða hins opinbera fer batnandi. Ætti það þá ekki að vera metnaður og vilji til að rétta því fólki hjálparhönd, sem þarf mest á því að halda. Þetta snýst ekki um ölmusu heldur um sóma og réttlæti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ellert B. Schram Fjárlög Mest lesið Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Ég tek ofan fyrir Björgvin Guðmundssyni, fyrrum borgarfulltrúa og starfsmanni í utanríkisþjónustunni. Björgvin er kominn á níræðisaldur en lætur ekki deigan síga, þegar kemur að málefnum eldri borgara. Skrifar grein eftir grein í Fréttablaðið um kjör og hagsmuni fullorðinna og vekur athygli á þeirri staðreynd að hlutur hins opinbera og framlag ríkisins hafa dregist aftur úr öðrum kjarabótum á árunum eftir hrun. Björgvin heldur því fram að þær upphæðir skipti milljörðum króna. Ekki bara vegna launahækkana á vinnumarkaðnum, heldur áhrifa hrunsins á fjárhagsstöðu aldraðra, þar sem lífeyrir var skertur og hefur ekki verið bættur síðan. Sem skyldi. Fyrr í sumar var gengið frá launamálum langflestra vinnandi manna og kvenna með hækkunum á grunnlaunum. Lífeyrisgreiðslur til eldri borgara standa hinsvegar í stað og svörin frá ráðamönnum eru þau, að hendur þeirra séu bundnar við afgreiðslu fjárlaga, og ekkert sé hægt að gera fyrr en um næstu áramót, þegar fjárlög næsta árs liggja fyrir. Gefið er út að lífeyrir Almannatrygginga hækki þá um 8.9%, (með vísan til neysluvísitölu) sem er auðvitað langt undir þeim launahækkunum, sem vinnumarkaðurinn hefur samið um. Ef einhver ágreiningur er varðandi málflutning Björgvins Guðmundssonar, sem talar í nafni Félags eldri borgara, þá skora ég á fjármálaráðuneytið og ríkisstjórnina að skjóta saman nefnd beggja aðila, (ríkisins og FEB) sem reikni það skilmerkilega og heiðarlega út, hvort eða hvernig, kjör eldri borgara hafa þróast frá hruni. Heiðarleg úttekt á stöðunni eins og hún er. Ég skora líka á einstaklinga, úr hópi fólks, sem er komið á lífeyrisaldur, að láta í sér heyra og taka undir þær kröfur, sem Björgvin hefur í eins manns hljóði, borið fram af kjarki og rökum. Út um víðan völl samfélagsins er að finna eldra fólk, sem lifir við skort og fátækt. Auðvitað eru líka margir sem hafa komið ár sinni fyrir borð enda snýst þessi umræði ekki um hækkanir á lífeyri á alla línuna, heldur er hér um að ræða velferð, lífsskilyrði og mannúð gagnvart öldruðum einstaklingum, sem eiga varla til hnífs og skeiðar. Stjórnvöld hrósa sér fyrir bættan hag landsmanna og víst er það rétt að okkur hefur tekist að rétta úr kútnum og fjáhagsstaða hins opinbera fer batnandi. Ætti það þá ekki að vera metnaður og vilji til að rétta því fólki hjálparhönd, sem þarf mest á því að halda. Þetta snýst ekki um ölmusu heldur um sóma og réttlæti.
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun