Hillary Clinton segist andvíg ákvörðun Barack Obama Bandaríkjaforseta um að leyfa olíufyrirtækinu Shell að hefja boranir eftir olíu á Norður-Íshafi. Hún segir að um sé að ræða einstakan fjársjóð sem eigi að láta ósnertan.
Forsetinn kynnti ákvörðun sína í gær og vakti reiði margra. Umhverfissinnar komu meðal annars saman á bátum og sátu í vegi fyrir olíuborpalli sem á að draga að Alaska. Clinton, sem býður sig fram til embættis forseta, skrifaði á Twitter í gær að boranirnar væru ekki áhættunnar virði, en með þessu er hún sögð falast eftir atkvæðum umhverfissinna.
Jeb Bush, sem er í framboði fyrir Rebúblikana, svaraði henni og sagði stefnu hennar heldur róttæka.
Clinton andvíg ákvörðun Obama
sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
