Meiri líkur en minni á innflutningsbanni til Rússland Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 6. ágúst 2015 19:52 Einhugur er um það í utanríkismálanefnd Alþingis að Ísland haldi áfram stuðningi við viðskiptaþvinganir ESB gegn Rússum þrátt fyrir að gríðarlegir hagsmunir séu undir í sjávarútvegi. Utanríkisráðherra telur meiri líkur en minni á því að Rússnesk stjórnvöld banni innflutning á íslenskum sjávarafurðum eftir tíðindi síðustu daga. Gunnar Bragi Sveinsson segist vera ósáttur við gagnrýni talsmanna sjávarútvegsfyrirtækja á viðbrögð stjórnvalda og skort á samráði við þá sem eiga hagsmuni undir í greininni. Hann ætli þó ekki að munnhöggvast við þá í fjölmiðlum. Hann segir engan vafa leika á því að innflutningsbannið verði mikið áfall fyrir útflytjendur og sem og þjóðina alla, ef því verði. Hann segist þó boðinn og búinn til að aðstoða við að finna nýja markaði.Við höfum gert allt sem í okkar valdi stendur „Við höfum gert allt sem í okkar valdi stendur til að ræða eða koma skilaboðum á framfæri til rússneskra stjórnvalda,“ segir hann. „Við höfum beitt öllum þeim brögðum sem við höfum yfir að ráða en endanleg ákvörðun er að sjálfsögðu þeirra.“ Hann segir að ef allt fari á versta veg muni stjórnvöld gera allt sem þau geta til að aðstoða útflytjendur, persónulega telji hann koma til greina að fara sömu leið og Norðmenn, og styðja útflytjendur með tryggingum og fjárhagslegum stuðningi. Það þurfi þó að ræða á vettvangi ríkisstjórnarinnar. Spurður að því hvort menn hafi farið of geyst í stuðningi við viðskiptaþvinganir ESB, segir hann að auðvitað komi upp efasemdir þegar miklir hagsmunir séu í húfi. Þetta snúist þó um það prinssip að alþjóðalög og alþjóðasamningar séu virtir. Alþingi Tengdar fréttir Gagnrýna samráðsleysi stjórnvalda vegna þvingana gagnvart Rússum Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri SFS, gagnrýnir að ekki hafi verið haft meira samráð við hagsmunaðila vegna þvingana gagnvart Rússlandi. Formaður atvinnuveganefndar segist áhyggjufullur en ekki sé ástæða til stefnubreytingar. 6. ágúst 2015 07:00 Yrði mikið högg fyrir sjávarútveginn og þjóðina alla Íslenskir fiskútflytjendur eru uggandi vegna frétta um að Rússar ætli að setja innflutningsbann á matvæli frá Íslandi. 5. ágúst 2015 19:45 Rússar vinna að frumvarpi um aðgerðir gegn Íslandi Rússneska landbúnaðarráðuneytið vinnur nú að gerð frumvarps um innflutningsbann á ákveðnum matvörum frá sjö Evrópuríkjum, þar á meðal Íslandi. 5. ágúst 2015 11:00 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Erlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Fleiri fréttir Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Sjá meira
Einhugur er um það í utanríkismálanefnd Alþingis að Ísland haldi áfram stuðningi við viðskiptaþvinganir ESB gegn Rússum þrátt fyrir að gríðarlegir hagsmunir séu undir í sjávarútvegi. Utanríkisráðherra telur meiri líkur en minni á því að Rússnesk stjórnvöld banni innflutning á íslenskum sjávarafurðum eftir tíðindi síðustu daga. Gunnar Bragi Sveinsson segist vera ósáttur við gagnrýni talsmanna sjávarútvegsfyrirtækja á viðbrögð stjórnvalda og skort á samráði við þá sem eiga hagsmuni undir í greininni. Hann ætli þó ekki að munnhöggvast við þá í fjölmiðlum. Hann segir engan vafa leika á því að innflutningsbannið verði mikið áfall fyrir útflytjendur og sem og þjóðina alla, ef því verði. Hann segist þó boðinn og búinn til að aðstoða við að finna nýja markaði.Við höfum gert allt sem í okkar valdi stendur „Við höfum gert allt sem í okkar valdi stendur til að ræða eða koma skilaboðum á framfæri til rússneskra stjórnvalda,“ segir hann. „Við höfum beitt öllum þeim brögðum sem við höfum yfir að ráða en endanleg ákvörðun er að sjálfsögðu þeirra.“ Hann segir að ef allt fari á versta veg muni stjórnvöld gera allt sem þau geta til að aðstoða útflytjendur, persónulega telji hann koma til greina að fara sömu leið og Norðmenn, og styðja útflytjendur með tryggingum og fjárhagslegum stuðningi. Það þurfi þó að ræða á vettvangi ríkisstjórnarinnar. Spurður að því hvort menn hafi farið of geyst í stuðningi við viðskiptaþvinganir ESB, segir hann að auðvitað komi upp efasemdir þegar miklir hagsmunir séu í húfi. Þetta snúist þó um það prinssip að alþjóðalög og alþjóðasamningar séu virtir.
Alþingi Tengdar fréttir Gagnrýna samráðsleysi stjórnvalda vegna þvingana gagnvart Rússum Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri SFS, gagnrýnir að ekki hafi verið haft meira samráð við hagsmunaðila vegna þvingana gagnvart Rússlandi. Formaður atvinnuveganefndar segist áhyggjufullur en ekki sé ástæða til stefnubreytingar. 6. ágúst 2015 07:00 Yrði mikið högg fyrir sjávarútveginn og þjóðina alla Íslenskir fiskútflytjendur eru uggandi vegna frétta um að Rússar ætli að setja innflutningsbann á matvæli frá Íslandi. 5. ágúst 2015 19:45 Rússar vinna að frumvarpi um aðgerðir gegn Íslandi Rússneska landbúnaðarráðuneytið vinnur nú að gerð frumvarps um innflutningsbann á ákveðnum matvörum frá sjö Evrópuríkjum, þar á meðal Íslandi. 5. ágúst 2015 11:00 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Erlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Fleiri fréttir Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Sjá meira
Gagnrýna samráðsleysi stjórnvalda vegna þvingana gagnvart Rússum Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri SFS, gagnrýnir að ekki hafi verið haft meira samráð við hagsmunaðila vegna þvingana gagnvart Rússlandi. Formaður atvinnuveganefndar segist áhyggjufullur en ekki sé ástæða til stefnubreytingar. 6. ágúst 2015 07:00
Yrði mikið högg fyrir sjávarútveginn og þjóðina alla Íslenskir fiskútflytjendur eru uggandi vegna frétta um að Rússar ætli að setja innflutningsbann á matvæli frá Íslandi. 5. ágúst 2015 19:45
Rússar vinna að frumvarpi um aðgerðir gegn Íslandi Rússneska landbúnaðarráðuneytið vinnur nú að gerð frumvarps um innflutningsbann á ákveðnum matvörum frá sjö Evrópuríkjum, þar á meðal Íslandi. 5. ágúst 2015 11:00