Fram vann mikilvægan sigur á Haukum | Myndir Kristinn Páll Teitsson skrifar 7. ágúst 2015 21:15 Vísir/Andri Marinó Fram vann mikilvægan 2-0 sigur á Haukum í 1. deildinni í kvöld en þetta var fyrsti sigur lærisveina Péturs Péturssonar í síðustu sjö leikjum. Með sigrinum skaust Fram upp fyrir Selfoss í níunda sætið, fimm stigum fyrir ofan fallsæti. Fram hafði aðeins nælt í þrjú stig í síðustu sex leikjum eftir að hafa unnið þrjá leiki af fjórum á undan því. Fyrir vikið hafði þetta sögufræga félag sogast inn í fallbaráttuna í 1. deild, ári eftir að hafa fallið úr Pepsi-deildinni. Nýjustu leikmenn liðsins virðast ætla að reynast þeim drjúgir en Indriði Áki Þorláksson sem gekk til liðs við Fram á frá FH í júlí skoraði annan leikinn í röð þegar hann kom Fram yfir á 29. mínútu. Atli Fannar Jónsson sem gekk til liðs við Fram á láni frá Víking bætti við öðru marki Fram um miðbik seinni hálfleiksins en Atli gerði endanlega út um leikinn þremur mínútum fyrir leikslok með þriðja marki heimamanna og öðru marki sínu í leiknum. Fram mætir Gróttu í næstu umferð í sannkölluðum botnslag en með sigri getur Fram skilið sig frá botnbaráttuni. Það var heldur betur dramatík þegar Fjarðarbyggð tók á móti Þór á Eskjuvelli í kvöld en á þriggja mínútna kafla í seinni hálfleik komu þrjú mörk og eitt rautt spjald. Jóhann Helgi Hannesson, leikmaður Þórs, kom Fjarðarbyggð yfir þegar hann varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark í upphafi seinni hálfleiks en hann átti eftir að bæta upp fyrir það. Þegar korter var til leiksloka náði Kristinn Þór Björnsson að jafna metin fyrir Þór en aðeins mínútu síðar komst Fjarðarbyggð aftur yfir með marki Nik Anthony Chamberlain. Jóhann Helgi bætti upp fyrir mistök sín tveimur mínútum síðar þegar hann jafnaði aftur fyrir hönd Þórs. Jóhann Ragnar Benediktsson, leikmaður Fjarðarbyggðar, fékk rautt spjald eftir markið en gestirnir frá Akureyri náðu ekki að nýta sér liðsmuninn á síðustu mínútum leiksins og lauk leiknum með 2-2 jafntefli.Vísir/Andri Marinó Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Sjá meira
Fram vann mikilvægan 2-0 sigur á Haukum í 1. deildinni í kvöld en þetta var fyrsti sigur lærisveina Péturs Péturssonar í síðustu sjö leikjum. Með sigrinum skaust Fram upp fyrir Selfoss í níunda sætið, fimm stigum fyrir ofan fallsæti. Fram hafði aðeins nælt í þrjú stig í síðustu sex leikjum eftir að hafa unnið þrjá leiki af fjórum á undan því. Fyrir vikið hafði þetta sögufræga félag sogast inn í fallbaráttuna í 1. deild, ári eftir að hafa fallið úr Pepsi-deildinni. Nýjustu leikmenn liðsins virðast ætla að reynast þeim drjúgir en Indriði Áki Þorláksson sem gekk til liðs við Fram á frá FH í júlí skoraði annan leikinn í röð þegar hann kom Fram yfir á 29. mínútu. Atli Fannar Jónsson sem gekk til liðs við Fram á láni frá Víking bætti við öðru marki Fram um miðbik seinni hálfleiksins en Atli gerði endanlega út um leikinn þremur mínútum fyrir leikslok með þriðja marki heimamanna og öðru marki sínu í leiknum. Fram mætir Gróttu í næstu umferð í sannkölluðum botnslag en með sigri getur Fram skilið sig frá botnbaráttuni. Það var heldur betur dramatík þegar Fjarðarbyggð tók á móti Þór á Eskjuvelli í kvöld en á þriggja mínútna kafla í seinni hálfleik komu þrjú mörk og eitt rautt spjald. Jóhann Helgi Hannesson, leikmaður Þórs, kom Fjarðarbyggð yfir þegar hann varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark í upphafi seinni hálfleiks en hann átti eftir að bæta upp fyrir það. Þegar korter var til leiksloka náði Kristinn Þór Björnsson að jafna metin fyrir Þór en aðeins mínútu síðar komst Fjarðarbyggð aftur yfir með marki Nik Anthony Chamberlain. Jóhann Helgi bætti upp fyrir mistök sín tveimur mínútum síðar þegar hann jafnaði aftur fyrir hönd Þórs. Jóhann Ragnar Benediktsson, leikmaður Fjarðarbyggðar, fékk rautt spjald eftir markið en gestirnir frá Akureyri náðu ekki að nýta sér liðsmuninn á síðustu mínútum leiksins og lauk leiknum með 2-2 jafntefli.Vísir/Andri Marinó
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Sjá meira