Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Valur Páll Eiríksson skrifar 18. desember 2025 07:01 Alcaraz á Wimbledon-mótinu í sumar. Þar tapaði hann í úrslitum fyrir Jannik Sinner eftir að hafa unnið mótið árin tvö á undan. Clive Brunskill/Getty Images Tenniskappinn Carlos Alcaraz hefur ákveðið að slíta samstarfi við þjálfara sinn, Juan Carlos Ferrero. Ákvörðunin hefur valdið undrun innan tennisheimsins. Alcaraz er 22 ára og hefur á stuttum ferli unnið til sex ofurtitla. Hann tilkynnti í gær að hann hafi ákveðið að slíta samstarfið við landa sinn Ferrero sem hefur verið þjálfari kappans frá unglingsaldri fyrir næsta tímabil. Hvorki Alcaraz né Ferrero hafa viljað tjá sig um ástæður slitanna á þeirra samstarfi. Breska ríkisútvarpið, BBC, segir Ferrero ekki hafa viljað hætta störfum með unga Spánverjanum. „Takk fyrir að breyta barnæskudraumum mínum í veruleika,“ segir Alcaraz í yfirlýsingu. „Ég hef notið ferðalagsins með þér.“ Alcaraz stefnir á að verða yngsti tennismaður sögunnar til að klára alslemmu risatitla á Opna ástralska mótinu í næsta mánuði. Alcaraz hefur ekki komist lengra en í átta manna úrslit á mótinu til þessa en hann gerði það bæði í fyrra og hitteðfyrra. Önnur risamót; Opna franska, Wimbledon-mótið og Opna bandaríska, hefur hann unnið tvisvar hvert. Óljóst er hver muni taka við starfi Ferrero við hlið spænska undrabarnsins en annar Spánverji, Samuel Lopez, hefur verið í þjálfarateymi Alcaraz og sinnt starfi Ferrero þegar hann hefur verið frá af persónulegum ástæðum. Tennis Mest lesið Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Stólarnir fyrstir í undanúrslit Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Sjá meira
Alcaraz er 22 ára og hefur á stuttum ferli unnið til sex ofurtitla. Hann tilkynnti í gær að hann hafi ákveðið að slíta samstarfið við landa sinn Ferrero sem hefur verið þjálfari kappans frá unglingsaldri fyrir næsta tímabil. Hvorki Alcaraz né Ferrero hafa viljað tjá sig um ástæður slitanna á þeirra samstarfi. Breska ríkisútvarpið, BBC, segir Ferrero ekki hafa viljað hætta störfum með unga Spánverjanum. „Takk fyrir að breyta barnæskudraumum mínum í veruleika,“ segir Alcaraz í yfirlýsingu. „Ég hef notið ferðalagsins með þér.“ Alcaraz stefnir á að verða yngsti tennismaður sögunnar til að klára alslemmu risatitla á Opna ástralska mótinu í næsta mánuði. Alcaraz hefur ekki komist lengra en í átta manna úrslit á mótinu til þessa en hann gerði það bæði í fyrra og hitteðfyrra. Önnur risamót; Opna franska, Wimbledon-mótið og Opna bandaríska, hefur hann unnið tvisvar hvert. Óljóst er hver muni taka við starfi Ferrero við hlið spænska undrabarnsins en annar Spánverji, Samuel Lopez, hefur verið í þjálfarateymi Alcaraz og sinnt starfi Ferrero þegar hann hefur verið frá af persónulegum ástæðum.
Tennis Mest lesið Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Stólarnir fyrstir í undanúrslit Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Sjá meira