Minna en hundrað mínútur á milli marka hjá Atla Viðari Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. ágúst 2015 07:00 Atli Viðar hefur gert fjögur mörk í sumar. vísir/andri marinó Þetta er ekki fyrsta sumarið sem Atli Viðar Björnsson situr þolinmóður á bekknum á meðan Heimir Guðjónsson, þjálfari FH-liðsins, leitar að öðrum kostum í framlínu FH-liðsins. Heimir á hins vegar alltaf ásinn uppi í erminni og enn á ný ætlar reyndasti framherji deildarinnar að grípa tækifærið þegar það loksins gefst. Atli Viðar Björnsson komst í hundrað marka klúbbinn í byrjun sumars en hefur síðan fengið fá tækifæri, allt of fá að mati flestra. Mörk hans í tveimur síðustu leikjum hafa hins vegar spilað stórt hlutverk í að koma FH-vélinni aftur í gang í baráttunni um að endurheimta Íslandsmeistaratitilinn í Krikann. Fyrir þessa tvo sigurleiki í röð hafði FH aðeins unnið einn af fjórum leikjum frá því um miðjan júní. Atli Viðar skoraði sigurmarkið á móti Keflavík eftir að hafa komið inn á sem varamaður níu mínútum áður og markið hans í uppbótartíma fyrri hálfleiks á móti Val á miðvikudagskvöldið var eins klassískt Atla Viðars mark og þau gerast. Þar er reyndar af nógu að taka enda kappinn kominn með 102 mörk fyrir FH í efstu deild.Magee kom til Fjölnis frá Tindastóli um mitt síðasta sumar.vísir/vilhelmFréttablaðið skoðaði markaskor og mínútur spilaðar hjá þeim tuttugu leikmönnum Pepsi-deildar karla sem hafa skorað fjögur mörk eða fleiri í fyrstu fjórtán umferðum sumarsins með það markmið að finna hvaða markaskorarar nýta spilatíma sinn best. Það kemur kannski ekki mörgum á óvart að það skuli einmitt vera Atli Viðar Björnsson sem er efstur á þessum lista. Hann er rétt á undan Fjölnismanninum Mark Charles Magee sem skoraði sigurmark Fjölnis á móti KR í fyrrakvöld. Báðir voru þeir Atli Viðar og Magee að skora í öðrum leiknum í röð en Mark Charles Magee hefur komið inn á sem varamaður í báðum leikjum sínum. Mark Charles Magee hefur eins og Atli Viðar fengið fá tækifæri en hefur lagt það í vana sinn í sumar að nýta sér það vel þegar Ágúst Þór Gylfason, þjálfari Fjölnis, veðjar á hann. Frammistaðan á móti Stjörnunni í Garðabænum í byrjun júní, þar sem hann skoraði tvö góð mörk, breytti að því er virðist litlu um það. Magee hefur aðeins byrjað inn á í tveimur Pepsi-deildarleikjum síðan þá. Hann var ekki í byrjunarliðinu á móti KR þó að Fjölnir væri án Þóris Guðjónssonar en beið klár á bekknum og skoraði síðan mark sem hjálpaði ekki aðeins Fjölni að komast upp töfluna heldur gæti einnig haft miklar afleiðingar fyrir titildrauma KR-liðsins. FH á tvo af þremur hæstu á þessum lista því Kristján Flóki Finnbogason er í þriðja sæti og þar með á undan Valsmanninum Patrick Pedersen, markahæsta leikmanni deildarinnar. Þórir Guðjónsson er síðan í fimmta sætinu og Skagamaðurinn Garðar Gunnlaugsson er sjötti.Fæstar mínútur milli marka í Pepsi-deildinni hjá leikmönnum sem hafa skorað 4 mörk eða fleiri í sumar. 1. Atli Viðar Björnsson, FH 94,8 2. Mark Charles Magee, Fjölnir 101,8 3. Kristján Flóki Finnbogason, FH 135,3 4. Patrick Pedersen, Val 145,3 5. Þórir Guðjónsson, Fjölni 147,1. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira
Þetta er ekki fyrsta sumarið sem Atli Viðar Björnsson situr þolinmóður á bekknum á meðan Heimir Guðjónsson, þjálfari FH-liðsins, leitar að öðrum kostum í framlínu FH-liðsins. Heimir á hins vegar alltaf ásinn uppi í erminni og enn á ný ætlar reyndasti framherji deildarinnar að grípa tækifærið þegar það loksins gefst. Atli Viðar Björnsson komst í hundrað marka klúbbinn í byrjun sumars en hefur síðan fengið fá tækifæri, allt of fá að mati flestra. Mörk hans í tveimur síðustu leikjum hafa hins vegar spilað stórt hlutverk í að koma FH-vélinni aftur í gang í baráttunni um að endurheimta Íslandsmeistaratitilinn í Krikann. Fyrir þessa tvo sigurleiki í röð hafði FH aðeins unnið einn af fjórum leikjum frá því um miðjan júní. Atli Viðar skoraði sigurmarkið á móti Keflavík eftir að hafa komið inn á sem varamaður níu mínútum áður og markið hans í uppbótartíma fyrri hálfleiks á móti Val á miðvikudagskvöldið var eins klassískt Atla Viðars mark og þau gerast. Þar er reyndar af nógu að taka enda kappinn kominn með 102 mörk fyrir FH í efstu deild.Magee kom til Fjölnis frá Tindastóli um mitt síðasta sumar.vísir/vilhelmFréttablaðið skoðaði markaskor og mínútur spilaðar hjá þeim tuttugu leikmönnum Pepsi-deildar karla sem hafa skorað fjögur mörk eða fleiri í fyrstu fjórtán umferðum sumarsins með það markmið að finna hvaða markaskorarar nýta spilatíma sinn best. Það kemur kannski ekki mörgum á óvart að það skuli einmitt vera Atli Viðar Björnsson sem er efstur á þessum lista. Hann er rétt á undan Fjölnismanninum Mark Charles Magee sem skoraði sigurmark Fjölnis á móti KR í fyrrakvöld. Báðir voru þeir Atli Viðar og Magee að skora í öðrum leiknum í röð en Mark Charles Magee hefur komið inn á sem varamaður í báðum leikjum sínum. Mark Charles Magee hefur eins og Atli Viðar fengið fá tækifæri en hefur lagt það í vana sinn í sumar að nýta sér það vel þegar Ágúst Þór Gylfason, þjálfari Fjölnis, veðjar á hann. Frammistaðan á móti Stjörnunni í Garðabænum í byrjun júní, þar sem hann skoraði tvö góð mörk, breytti að því er virðist litlu um það. Magee hefur aðeins byrjað inn á í tveimur Pepsi-deildarleikjum síðan þá. Hann var ekki í byrjunarliðinu á móti KR þó að Fjölnir væri án Þóris Guðjónssonar en beið klár á bekknum og skoraði síðan mark sem hjálpaði ekki aðeins Fjölni að komast upp töfluna heldur gæti einnig haft miklar afleiðingar fyrir titildrauma KR-liðsins. FH á tvo af þremur hæstu á þessum lista því Kristján Flóki Finnbogason er í þriðja sæti og þar með á undan Valsmanninum Patrick Pedersen, markahæsta leikmanni deildarinnar. Þórir Guðjónsson er síðan í fimmta sætinu og Skagamaðurinn Garðar Gunnlaugsson er sjötti.Fæstar mínútur milli marka í Pepsi-deildinni hjá leikmönnum sem hafa skorað 4 mörk eða fleiri í sumar. 1. Atli Viðar Björnsson, FH 94,8 2. Mark Charles Magee, Fjölnir 101,8 3. Kristján Flóki Finnbogason, FH 135,3 4. Patrick Pedersen, Val 145,3 5. Þórir Guðjónsson, Fjölni 147,1.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira