Íslenski boltinn

Óskar Smári tekur við Stjörnunni

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Óskar Smári hefur stýrt kvennaliði Fram síðustu fjögur ár en sagði starfi sínu lausu eftir tímabilið.
Óskar Smári hefur stýrt kvennaliði Fram síðustu fjögur ár en sagði starfi sínu lausu eftir tímabilið. Vísir/Anton Brink

Óskar Smári Haraldsson hefur verið ráðinn til starfa sem þjálfari Stjörnunnar í Bestu deild kvenna í fótbolta. Hann kemur frá Fram og tekur við starfinu af Jóhannesi Karli Sigursteinssyni. 

„Óskar er öllum hnútum kunnugur hjá Stjörnunni þar sem hann þjálfaði hjá félaginu í barna- og unglingastarfi félagsins frá árinu 2018 til ársins 2020…

…Óskar er ungur og upprennandi þjálfari og bindum við miklar vonir við störf hans fyrir félagið og hlökkum til að vinna með honum í frekari uppbyggingu á kvennastarfi félagsins“ segir í tilkynningu Stjörnunnar.

Eftir tímann hjá Stjörnunni stýrði Óskar kvennaliði Tindastóls en síðustu fjögur ár hefur hann verið Fram. Hann kom liðinu upp um tvær deildir á þremur árum og hélt liðinu uppi í Bestu deildinni í sumar, en sagði sínu starfi sínu lausu eftir tímabilið.

Stjarnan endaði í fjórða sæti Bestu deildar kvenna á nýafstöðnu tímabili. Ákvörðun var þá tekin að Jóhannes Karl Sigursteinsson og aðstoðarmaður hans, Arnar Páll Garðarson, yrðu ekki áfram. 

Í tilkynningu Stjörnunnar kemur ekki fram hvort Óskar Smári taki þjálfarateymi sitt úr Fram með sér til Stjörnunnar, en þau hættu öll á einu bretti í vikunni. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×