Yfir­burðir Sunderland dugðu ekki til sigurs

Siggeir Ævarsson skrifar
Granit Xhaka fagnar marki sínu í kvöld.
Granit Xhaka fagnar marki sínu í kvöld. Vísir/Getty

Nýliðar Sunderland tóku á móti Everton í kvöld en með sigri hefðu nýliðarnir stokkið upp í annað sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Sú varð þó ekki raunin en leiknum lauk með 1-1 jafntefli.

Iliman Ndiaye kom gestunum yfir á 15. mínútu með glæsilegu einstaklingsframtaki en eftir það tók Sunderland öll völd á vellinum. Þeim tókst þrátt fyrir það ekki að skapa sér nein afgerandi færi og staðan 0-1 í hálfleik.

Seinni hálfleikur var varla farinn af stað þegar Granit Xhaka jafnaði leikinn með góðu skoti sem hafði viðkomu í varnarmanni. Boltinn breytti algjörlega um stefnu og Pickford átti ekki séns á að verja skotið.

Heimamenn í Sunderland reyndu hvað þeir gátu að sækja til sigurs en gestirnir vörðust vel. Þegar komið var fram í uppbótartíma átti markaskorinn Xhaka svo glórulausa sendingu sem varð til þess að tveir sóknarmenn Everton komust í skyndisókn gegn einum varnarmanni.

Carlos Alcaraz bar boltann upp en í stað þess að leggja hann til hliðar í galopið færi glopraði hann boltanum frá sér og Everton missti þar af gullnu tækifæri til að stela sigrinum.

Lokatölur 1-1 og nýliðar Sunderland í 4. sæti deildarinnar og Everton í því 14. en Everton hefur nú ekki unnið leik í tæpan mánuð, eða síðan 5. október.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira