Minna en hundrað mínútur á milli marka hjá Atla Viðari Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. ágúst 2015 07:00 Atli Viðar hefur gert fjögur mörk í sumar. vísir/andri marinó Þetta er ekki fyrsta sumarið sem Atli Viðar Björnsson situr þolinmóður á bekknum á meðan Heimir Guðjónsson, þjálfari FH-liðsins, leitar að öðrum kostum í framlínu FH-liðsins. Heimir á hins vegar alltaf ásinn uppi í erminni og enn á ný ætlar reyndasti framherji deildarinnar að grípa tækifærið þegar það loksins gefst. Atli Viðar Björnsson komst í hundrað marka klúbbinn í byrjun sumars en hefur síðan fengið fá tækifæri, allt of fá að mati flestra. Mörk hans í tveimur síðustu leikjum hafa hins vegar spilað stórt hlutverk í að koma FH-vélinni aftur í gang í baráttunni um að endurheimta Íslandsmeistaratitilinn í Krikann. Fyrir þessa tvo sigurleiki í röð hafði FH aðeins unnið einn af fjórum leikjum frá því um miðjan júní. Atli Viðar skoraði sigurmarkið á móti Keflavík eftir að hafa komið inn á sem varamaður níu mínútum áður og markið hans í uppbótartíma fyrri hálfleiks á móti Val á miðvikudagskvöldið var eins klassískt Atla Viðars mark og þau gerast. Þar er reyndar af nógu að taka enda kappinn kominn með 102 mörk fyrir FH í efstu deild.Magee kom til Fjölnis frá Tindastóli um mitt síðasta sumar.vísir/vilhelmFréttablaðið skoðaði markaskor og mínútur spilaðar hjá þeim tuttugu leikmönnum Pepsi-deildar karla sem hafa skorað fjögur mörk eða fleiri í fyrstu fjórtán umferðum sumarsins með það markmið að finna hvaða markaskorarar nýta spilatíma sinn best. Það kemur kannski ekki mörgum á óvart að það skuli einmitt vera Atli Viðar Björnsson sem er efstur á þessum lista. Hann er rétt á undan Fjölnismanninum Mark Charles Magee sem skoraði sigurmark Fjölnis á móti KR í fyrrakvöld. Báðir voru þeir Atli Viðar og Magee að skora í öðrum leiknum í röð en Mark Charles Magee hefur komið inn á sem varamaður í báðum leikjum sínum. Mark Charles Magee hefur eins og Atli Viðar fengið fá tækifæri en hefur lagt það í vana sinn í sumar að nýta sér það vel þegar Ágúst Þór Gylfason, þjálfari Fjölnis, veðjar á hann. Frammistaðan á móti Stjörnunni í Garðabænum í byrjun júní, þar sem hann skoraði tvö góð mörk, breytti að því er virðist litlu um það. Magee hefur aðeins byrjað inn á í tveimur Pepsi-deildarleikjum síðan þá. Hann var ekki í byrjunarliðinu á móti KR þó að Fjölnir væri án Þóris Guðjónssonar en beið klár á bekknum og skoraði síðan mark sem hjálpaði ekki aðeins Fjölni að komast upp töfluna heldur gæti einnig haft miklar afleiðingar fyrir titildrauma KR-liðsins. FH á tvo af þremur hæstu á þessum lista því Kristján Flóki Finnbogason er í þriðja sæti og þar með á undan Valsmanninum Patrick Pedersen, markahæsta leikmanni deildarinnar. Þórir Guðjónsson er síðan í fimmta sætinu og Skagamaðurinn Garðar Gunnlaugsson er sjötti.Fæstar mínútur milli marka í Pepsi-deildinni hjá leikmönnum sem hafa skorað 4 mörk eða fleiri í sumar. 1. Atli Viðar Björnsson, FH 94,8 2. Mark Charles Magee, Fjölnir 101,8 3. Kristján Flóki Finnbogason, FH 135,3 4. Patrick Pedersen, Val 145,3 5. Þórir Guðjónsson, Fjölni 147,1. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fleiri fréttir Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Sjá meira
Þetta er ekki fyrsta sumarið sem Atli Viðar Björnsson situr þolinmóður á bekknum á meðan Heimir Guðjónsson, þjálfari FH-liðsins, leitar að öðrum kostum í framlínu FH-liðsins. Heimir á hins vegar alltaf ásinn uppi í erminni og enn á ný ætlar reyndasti framherji deildarinnar að grípa tækifærið þegar það loksins gefst. Atli Viðar Björnsson komst í hundrað marka klúbbinn í byrjun sumars en hefur síðan fengið fá tækifæri, allt of fá að mati flestra. Mörk hans í tveimur síðustu leikjum hafa hins vegar spilað stórt hlutverk í að koma FH-vélinni aftur í gang í baráttunni um að endurheimta Íslandsmeistaratitilinn í Krikann. Fyrir þessa tvo sigurleiki í röð hafði FH aðeins unnið einn af fjórum leikjum frá því um miðjan júní. Atli Viðar skoraði sigurmarkið á móti Keflavík eftir að hafa komið inn á sem varamaður níu mínútum áður og markið hans í uppbótartíma fyrri hálfleiks á móti Val á miðvikudagskvöldið var eins klassískt Atla Viðars mark og þau gerast. Þar er reyndar af nógu að taka enda kappinn kominn með 102 mörk fyrir FH í efstu deild.Magee kom til Fjölnis frá Tindastóli um mitt síðasta sumar.vísir/vilhelmFréttablaðið skoðaði markaskor og mínútur spilaðar hjá þeim tuttugu leikmönnum Pepsi-deildar karla sem hafa skorað fjögur mörk eða fleiri í fyrstu fjórtán umferðum sumarsins með það markmið að finna hvaða markaskorarar nýta spilatíma sinn best. Það kemur kannski ekki mörgum á óvart að það skuli einmitt vera Atli Viðar Björnsson sem er efstur á þessum lista. Hann er rétt á undan Fjölnismanninum Mark Charles Magee sem skoraði sigurmark Fjölnis á móti KR í fyrrakvöld. Báðir voru þeir Atli Viðar og Magee að skora í öðrum leiknum í röð en Mark Charles Magee hefur komið inn á sem varamaður í báðum leikjum sínum. Mark Charles Magee hefur eins og Atli Viðar fengið fá tækifæri en hefur lagt það í vana sinn í sumar að nýta sér það vel þegar Ágúst Þór Gylfason, þjálfari Fjölnis, veðjar á hann. Frammistaðan á móti Stjörnunni í Garðabænum í byrjun júní, þar sem hann skoraði tvö góð mörk, breytti að því er virðist litlu um það. Magee hefur aðeins byrjað inn á í tveimur Pepsi-deildarleikjum síðan þá. Hann var ekki í byrjunarliðinu á móti KR þó að Fjölnir væri án Þóris Guðjónssonar en beið klár á bekknum og skoraði síðan mark sem hjálpaði ekki aðeins Fjölni að komast upp töfluna heldur gæti einnig haft miklar afleiðingar fyrir titildrauma KR-liðsins. FH á tvo af þremur hæstu á þessum lista því Kristján Flóki Finnbogason er í þriðja sæti og þar með á undan Valsmanninum Patrick Pedersen, markahæsta leikmanni deildarinnar. Þórir Guðjónsson er síðan í fimmta sætinu og Skagamaðurinn Garðar Gunnlaugsson er sjötti.Fæstar mínútur milli marka í Pepsi-deildinni hjá leikmönnum sem hafa skorað 4 mörk eða fleiri í sumar. 1. Atli Viðar Björnsson, FH 94,8 2. Mark Charles Magee, Fjölnir 101,8 3. Kristján Flóki Finnbogason, FH 135,3 4. Patrick Pedersen, Val 145,3 5. Þórir Guðjónsson, Fjölni 147,1.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fleiri fréttir Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Sjá meira