Ásdís: Hélt að ferillinn væri búinn Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. júlí 2015 17:01 Ásdís Hjálmsdóttir vann spjótið í gær og kúlu og kringlu í dag. vísir/anton brink „Þetta var heldur betur góður dagur,“ sagði Ásdís Hjálmsdóttir í samtali við Vísi, en hún vann gullverðlaun bæði í kringlukasti og kúluvarpi á 89. Meistaramóti Íslands í frjálsíþróttum sem lauk á Kópavogsvelli í dag. Í heildina vann Ásdís þrenn gullverðlaun, en hún pakkaði saman aðalgrein sinni spjótkastinu í gær. „Þetta er búið að vera ógeðslega gaman. Í dag gerði ég þetta meira til gamans því þetta eru ekki greinar sem ég æfi. Ég hef samt æft þær áður þannig það er ekki eins og ég hafi aldrei gert þetta,“ sagði Ásdís brosmild rétt áður en hún stökk upp á verðlaunapallinn.Beðin um að koma á kringlukastmót Ásdís keppti í kringlukasti og kúluvarpi á sama tíma en hreint magnað var að fylgjast með henni rölta á milli greina. Hún hafði ekkert fyrir þessu. „Við vorum óvenju margar í kringlukastinu þannig það tók lengri tíma. Vanalega fáum við klukkutíma upphitun fyrir kúluvarpið. Það var líka smá töf þannig þetta fór svona,“ sagði Ásdís sem er ánægð með árangurinn. „Ég bætti mig í kringlunni í dag í fyrsta skipti síðan 2005 og bætti mig líka í kúluvarpinu utanhúss þannig ég er bara rosa sátt.“ „Ég kastaði kringlu mikið þegar ég var yngri. Ég hef þetta í mér og er svo sterk bara og í frábæru formi. Ég er ekki mjög stöðug í kringlukastinu því ég æfi það ekki en ég get alveg kastað langt yfir 50 metra ef ég hitti á daginn.“ „Eggert Bogason er mjög æstur í að fá mig til að taka nokkur mótí kringlunni í haust eftir tímabilið þannig það er aldrei að vita nema maður gerir það,“ sagði Ásdís.Skiptir máli að verða Íslandsmeistari Þessi frjálsíþróttadrottning hefur ekkert fyrir því að vinna allar greinar sem hún keppir í á Íslandi en það skiptir hana samt miklu máli. „Ég er á styrk hjá ÍSÍ þannig ég þarf að keppa á Meistaramótinu en ég er bara Íslendingur þó ég búi erlendis. Það að verða Íslandsmeistari er alltaf sérstakt,“ sagði hún. „Ég geri ekkert lítið úr þessu þó ég sé að vinna þetta allt mjög örugglega og þess vegna borga ég það úr eigin vasa að koma hingað bara til að keppa á þessu móti. Þetta er eitthvað sem ég vil ekki sleppa.“Slys á æfingu Ásdísi keppir á svissneska meistaramótinu áður en hún heldur til Peking á HM seinni partinn í ágúst. Hún segist vera í fínu formi miðað við atvik sem kom upp á æfingu fyrir nokkrum vikum. „Ég lenti í slysi fyrir þremur vikum síðan á æfingu sem hristi aðeins upp í mér. Ég er að koma til baka eftir það. Tæknin fór aðeins í rugl. Ég hélt að ferilinn væri búinn en ég er sem betur fer alveg heil. Þetta var aðallega sjokk,“ sagði Ásdís. „Það er kraftur í mér eins og sést á bætingunum. Ég er að kasta langt í spjótinu og náði 58 metrum með lélegu svifi á æfingu á þriðjudaginn. Ég þarf bara að laga það sem er að núna og aðeins að fínpússa tæknina,“ sagði Ásdís Hjálmsdóttir. Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Fyrri dagur meistaramótsins í frjálsum: Arna Stefanía stal senunni Arna Stefanía Guðmundsdóttir vann til ferna verðlauna á fyrri degi 89. Meistaramóts Íslands í frjálsum. 25. júlí 2015 17:00 Vigdís: Markmiðið í sumar að fara yfir 60 metrana Sleggjukastarinn úr FH varð fyrsti Íslandsmeistarinn á Meistaramóti Íslands í frjálsíþróttum þessa helgina. 25. júlí 2015 13:21 Hafdís: Með tárin í augunum eftir langstökkið Frjálsíþróttadrottningin vann tvenn gullverðlaun á innan við fimm mínútum á 89. Meistaramótinu í frjálsum. 25. júlí 2015 15:38 Mest lesið Ronaldo segir þessum kafla lokið Fótbolti Sótt að Sævari Atla á flugvellinum í Bergen Fótbolti Niðurbrotinn Klopp í sjokki Enski boltinn Þeir bestu (4. sæti): Sigurvegarinn Íslenski boltinn Sara sátt við að hafa kvatt landsliðið: „Hélt allt of mörgum boltum á lofti“ Fótbolti Vann ofurhlaup með barn á brjósti Sport Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Enski boltinn Greip í hár mótherja og kippti til og frá Fótbolti Sara óvart í stuttbuxum í kringlu: „Kölluðu á mig að koma mér út“ Fótbolti Daníel Guðni tekur við karlaliði Keflavíkur Körfubolti Fleiri fréttir Rússar áfram útilokaðir frá Ólympíuleikunum Jón Þór dæmdur í leikbann og þjálfari Árbæjar fékk fjóra leiki Dani Rodriguez búin að semja við Njarðvík Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? „Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Missti markmannsstöðuna og hætti með landsliðinu Sævar Atli orðinn leikmaður Brann Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Júlíus meiddur og Tómas tekinn inn í landsliðshópinn Ásakaður um að lemja leikmenn í unglingaliði Roma Daníel Guðni tekur við karlaliði Keflavíkur Hannes fær Íslandsmeistara til Austurríkis Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Hreifst af Stíg: „Finnst þarna komið þetta Víkings-element“ Niðurbrotinn Klopp í sjokki Búinn að kaupa hús og lögfræðingarnir lentir í Napoli Náfrændurnir bestir en Thunder þarf bara einn sigur enn Þeir bestu (4. sæti): Sigurvegarinn Sótt að Sævari Atla á flugvellinum í Bergen Sara sátt við að hafa kvatt landsliðið: „Hélt allt of mörgum boltum á lofti“ Vann ofurhlaup með barn á brjósti Ronaldo segir þessum kafla lokið Greip í hár mótherja og kippti til og frá Myndaveisla: Valskonur Íslandsmeistarar þriðja árið í röð Dagskráin í dag: Indiana getur komist skrefi nær úrslitum „Uppleggið hjá Rúnari fannst mér heppnast fullkomlega“ „Erum búin að vera í fimm úrslitaleikjum“ Man City vilja Reijnders áður en HM félagsliða hefst „Þvílík vegferð sem þetta er búið að vera“ „Þær vinna þetta Íslandsmót sanngjarnt“ Sjá meira
„Þetta var heldur betur góður dagur,“ sagði Ásdís Hjálmsdóttir í samtali við Vísi, en hún vann gullverðlaun bæði í kringlukasti og kúluvarpi á 89. Meistaramóti Íslands í frjálsíþróttum sem lauk á Kópavogsvelli í dag. Í heildina vann Ásdís þrenn gullverðlaun, en hún pakkaði saman aðalgrein sinni spjótkastinu í gær. „Þetta er búið að vera ógeðslega gaman. Í dag gerði ég þetta meira til gamans því þetta eru ekki greinar sem ég æfi. Ég hef samt æft þær áður þannig það er ekki eins og ég hafi aldrei gert þetta,“ sagði Ásdís brosmild rétt áður en hún stökk upp á verðlaunapallinn.Beðin um að koma á kringlukastmót Ásdís keppti í kringlukasti og kúluvarpi á sama tíma en hreint magnað var að fylgjast með henni rölta á milli greina. Hún hafði ekkert fyrir þessu. „Við vorum óvenju margar í kringlukastinu þannig það tók lengri tíma. Vanalega fáum við klukkutíma upphitun fyrir kúluvarpið. Það var líka smá töf þannig þetta fór svona,“ sagði Ásdís sem er ánægð með árangurinn. „Ég bætti mig í kringlunni í dag í fyrsta skipti síðan 2005 og bætti mig líka í kúluvarpinu utanhúss þannig ég er bara rosa sátt.“ „Ég kastaði kringlu mikið þegar ég var yngri. Ég hef þetta í mér og er svo sterk bara og í frábæru formi. Ég er ekki mjög stöðug í kringlukastinu því ég æfi það ekki en ég get alveg kastað langt yfir 50 metra ef ég hitti á daginn.“ „Eggert Bogason er mjög æstur í að fá mig til að taka nokkur mótí kringlunni í haust eftir tímabilið þannig það er aldrei að vita nema maður gerir það,“ sagði Ásdís.Skiptir máli að verða Íslandsmeistari Þessi frjálsíþróttadrottning hefur ekkert fyrir því að vinna allar greinar sem hún keppir í á Íslandi en það skiptir hana samt miklu máli. „Ég er á styrk hjá ÍSÍ þannig ég þarf að keppa á Meistaramótinu en ég er bara Íslendingur þó ég búi erlendis. Það að verða Íslandsmeistari er alltaf sérstakt,“ sagði hún. „Ég geri ekkert lítið úr þessu þó ég sé að vinna þetta allt mjög örugglega og þess vegna borga ég það úr eigin vasa að koma hingað bara til að keppa á þessu móti. Þetta er eitthvað sem ég vil ekki sleppa.“Slys á æfingu Ásdísi keppir á svissneska meistaramótinu áður en hún heldur til Peking á HM seinni partinn í ágúst. Hún segist vera í fínu formi miðað við atvik sem kom upp á æfingu fyrir nokkrum vikum. „Ég lenti í slysi fyrir þremur vikum síðan á æfingu sem hristi aðeins upp í mér. Ég er að koma til baka eftir það. Tæknin fór aðeins í rugl. Ég hélt að ferilinn væri búinn en ég er sem betur fer alveg heil. Þetta var aðallega sjokk,“ sagði Ásdís. „Það er kraftur í mér eins og sést á bætingunum. Ég er að kasta langt í spjótinu og náði 58 metrum með lélegu svifi á æfingu á þriðjudaginn. Ég þarf bara að laga það sem er að núna og aðeins að fínpússa tæknina,“ sagði Ásdís Hjálmsdóttir.
Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Fyrri dagur meistaramótsins í frjálsum: Arna Stefanía stal senunni Arna Stefanía Guðmundsdóttir vann til ferna verðlauna á fyrri degi 89. Meistaramóts Íslands í frjálsum. 25. júlí 2015 17:00 Vigdís: Markmiðið í sumar að fara yfir 60 metrana Sleggjukastarinn úr FH varð fyrsti Íslandsmeistarinn á Meistaramóti Íslands í frjálsíþróttum þessa helgina. 25. júlí 2015 13:21 Hafdís: Með tárin í augunum eftir langstökkið Frjálsíþróttadrottningin vann tvenn gullverðlaun á innan við fimm mínútum á 89. Meistaramótinu í frjálsum. 25. júlí 2015 15:38 Mest lesið Ronaldo segir þessum kafla lokið Fótbolti Sótt að Sævari Atla á flugvellinum í Bergen Fótbolti Niðurbrotinn Klopp í sjokki Enski boltinn Þeir bestu (4. sæti): Sigurvegarinn Íslenski boltinn Sara sátt við að hafa kvatt landsliðið: „Hélt allt of mörgum boltum á lofti“ Fótbolti Vann ofurhlaup með barn á brjósti Sport Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Enski boltinn Greip í hár mótherja og kippti til og frá Fótbolti Sara óvart í stuttbuxum í kringlu: „Kölluðu á mig að koma mér út“ Fótbolti Daníel Guðni tekur við karlaliði Keflavíkur Körfubolti Fleiri fréttir Rússar áfram útilokaðir frá Ólympíuleikunum Jón Þór dæmdur í leikbann og þjálfari Árbæjar fékk fjóra leiki Dani Rodriguez búin að semja við Njarðvík Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? „Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Missti markmannsstöðuna og hætti með landsliðinu Sævar Atli orðinn leikmaður Brann Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Júlíus meiddur og Tómas tekinn inn í landsliðshópinn Ásakaður um að lemja leikmenn í unglingaliði Roma Daníel Guðni tekur við karlaliði Keflavíkur Hannes fær Íslandsmeistara til Austurríkis Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Hreifst af Stíg: „Finnst þarna komið þetta Víkings-element“ Niðurbrotinn Klopp í sjokki Búinn að kaupa hús og lögfræðingarnir lentir í Napoli Náfrændurnir bestir en Thunder þarf bara einn sigur enn Þeir bestu (4. sæti): Sigurvegarinn Sótt að Sævari Atla á flugvellinum í Bergen Sara sátt við að hafa kvatt landsliðið: „Hélt allt of mörgum boltum á lofti“ Vann ofurhlaup með barn á brjósti Ronaldo segir þessum kafla lokið Greip í hár mótherja og kippti til og frá Myndaveisla: Valskonur Íslandsmeistarar þriðja árið í röð Dagskráin í dag: Indiana getur komist skrefi nær úrslitum „Uppleggið hjá Rúnari fannst mér heppnast fullkomlega“ „Erum búin að vera í fimm úrslitaleikjum“ Man City vilja Reijnders áður en HM félagsliða hefst „Þvílík vegferð sem þetta er búið að vera“ „Þær vinna þetta Íslandsmót sanngjarnt“ Sjá meira
Fyrri dagur meistaramótsins í frjálsum: Arna Stefanía stal senunni Arna Stefanía Guðmundsdóttir vann til ferna verðlauna á fyrri degi 89. Meistaramóts Íslands í frjálsum. 25. júlí 2015 17:00
Vigdís: Markmiðið í sumar að fara yfir 60 metrana Sleggjukastarinn úr FH varð fyrsti Íslandsmeistarinn á Meistaramóti Íslands í frjálsíþróttum þessa helgina. 25. júlí 2015 13:21
Hafdís: Með tárin í augunum eftir langstökkið Frjálsíþróttadrottningin vann tvenn gullverðlaun á innan við fimm mínútum á 89. Meistaramótinu í frjálsum. 25. júlí 2015 15:38