Mundi ekki hvaða ár var Henry Birgir Gunnarsson skrifar 30. júlí 2015 07:00 Þorvaldur kastaði upp í búningsklefanum í hálfleik. vísir/stefán „Ég man ekkert eftir þessum leik. Ég man ekki einu sinni eftir því að hafa verið á KR-vellinum,“ segir dómarinn Þorvaldur Árnason en hann fékk heilahristing í leik KR og Breiðabliks á mánudag. „Það síðasta sem ég man fyrir leik var að hafa stoppað á bensínstöð á leið minni á leikinn. Þar fékk ég mér orkudrykk. Næst man ég eftir mér um miðnæturleytið á sjúkrahúsinu. Þegar ég kom upp á spítala gat ég sagt nafnið mitt en meira var það ekki. Ég mundi ekki einu sinni hvaða ár var.“Óskiljanlegt að ég hafi dæmt Atvikið átti sér stað á 32. mínútu leiksins en þrátt fyrir heilahristinginn kláraði hann að dæma fyrri hálfleikinn og fórst það vel úr hendi. - „Það er óskiljanlegt svona eftir á að hyggja að ég hafi getað dæmt síðasta korterið. Mér skilst að ég hafi gefið gult spjald sem ég man ekkert eftir. Mér finnst það ótrúlegt að ég hafi getað dæmt þessar mínútur,“ segir Þorvaldur en það á sér víst eðlilegar skýringar. „Sjúkraflutningamennirnir sögðu að þegar púlsinn er svona hátt uppi nái maður að halda sönsum. Um leið og hann dettur niður þá koma afleiðingarnar í ljós eins og gerðist þegar ég blés til hálfleiks.“Erlendur Eiríksson var á línunni í fyrri hálfleik en dæmdi þann seinni.vísir/stefánKastaði upp inni í klefa Þorvaldi var orðið óglatt áður en hann blés fyrri hálfleikinn af og hann var ekki fjarri því að kasta upp á leið sinni til búningsherbergja. „Ég var kominn með æluna upp í kok en ég náði inn á salerni áður en ég ældi. Svo datt ég í ruglið inni í klefanum. Ég spurði strákana hvaða kæruleysi þetta væri að við værum ekki farnir í sturtu. Ég hélt að leikurinn væri búinn í hálfleik. Ég spurði svo hvernig leikurinn hefði farið. Þó svo ég sé skrítinn að eðlisfari þá var ég orðinn enn undarlegri þarna,“ segir Þorvaldur og hlær við en hann er afar léttur yfir þessu öllu. „Það er oft talað um að menn sem eru í dómgæslu séu ruglaðir en þetta var kannski aðeins of mikið. Það er kostur á KR-vellinum að þar er bráðatæknir. Hann skoðaði mig og hringdi í kjölfarið á sjúkrabíl.“ Dómarinn á að taka því rólega næstu tvær vikurnar. Má helst ekkert hreyfa sig. Eftir þessar tvær vikur verður hann svo skoðaður aftur. „Ég verð nú að hryggja ykkur með því að það eru allar líkur á því að ég dæmi meira í sumar,“ segir Þorvaldur og hlær sem fyrr. Þó svo hann taki óhappinu vel er þetta nokkuð alvarlegt mál. Hann meiddist og engum datt í hug að grípa inn í og athuga hvort það væri í lagi með hann. „Það eru mjög sterkar verklagsreglur í fótboltanum um hvernig við eigum að snúa okkur ef leikmaður verður fyrir höfuðmeiðslum. Það gleymdist að hugsa fyrir slíku hjá dómurum,“ segir Þorvaldur og bendir á að það sé í raun lukka að leikurinn hafi ekki farið í tómt rugl með hann í þessu ástandi.Þorvaldur gefur Elfari Frey Helgasyni, miðverði Breiðabliks, gula spjaldið.vísir/stefánÞarf að skoða verklagsreglurnar „Hvað ef gula spjaldið sem ég gaf hefði verið algjörlega út úr korti? Hvað á að gera í því? Hvað ef ég hefði dæmt víti upp úr þurru sem enginn hefði skilið neitt í? Hvernig ætla menn að snúa sér í því? Þetta hlýtur að vera eitthvað sem menn verða að skoða núna.“ Ekki er vitað til þess að annar dómari í heiminum hafi dæmt leik með heilahristing eins og Þorvaldur. „Þetta vekur mann til umhugsunar um hvað skuli gera í þessum málum. Hver á að taka ákvörðun um að stöðva leikinn þegar dómarinn er ekki í neinu ástandi til þess að stöðva hann sjálfur? Hver á að meta þetta og taka í taumana? Þetta þarf að skoða úti um allan heim.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Í beinni: Slóvenía - Ísland | Leikur sem skiptir öllu máli Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Fleiri fréttir Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira
„Ég man ekkert eftir þessum leik. Ég man ekki einu sinni eftir því að hafa verið á KR-vellinum,“ segir dómarinn Þorvaldur Árnason en hann fékk heilahristing í leik KR og Breiðabliks á mánudag. „Það síðasta sem ég man fyrir leik var að hafa stoppað á bensínstöð á leið minni á leikinn. Þar fékk ég mér orkudrykk. Næst man ég eftir mér um miðnæturleytið á sjúkrahúsinu. Þegar ég kom upp á spítala gat ég sagt nafnið mitt en meira var það ekki. Ég mundi ekki einu sinni hvaða ár var.“Óskiljanlegt að ég hafi dæmt Atvikið átti sér stað á 32. mínútu leiksins en þrátt fyrir heilahristinginn kláraði hann að dæma fyrri hálfleikinn og fórst það vel úr hendi. - „Það er óskiljanlegt svona eftir á að hyggja að ég hafi getað dæmt síðasta korterið. Mér skilst að ég hafi gefið gult spjald sem ég man ekkert eftir. Mér finnst það ótrúlegt að ég hafi getað dæmt þessar mínútur,“ segir Þorvaldur en það á sér víst eðlilegar skýringar. „Sjúkraflutningamennirnir sögðu að þegar púlsinn er svona hátt uppi nái maður að halda sönsum. Um leið og hann dettur niður þá koma afleiðingarnar í ljós eins og gerðist þegar ég blés til hálfleiks.“Erlendur Eiríksson var á línunni í fyrri hálfleik en dæmdi þann seinni.vísir/stefánKastaði upp inni í klefa Þorvaldi var orðið óglatt áður en hann blés fyrri hálfleikinn af og hann var ekki fjarri því að kasta upp á leið sinni til búningsherbergja. „Ég var kominn með æluna upp í kok en ég náði inn á salerni áður en ég ældi. Svo datt ég í ruglið inni í klefanum. Ég spurði strákana hvaða kæruleysi þetta væri að við værum ekki farnir í sturtu. Ég hélt að leikurinn væri búinn í hálfleik. Ég spurði svo hvernig leikurinn hefði farið. Þó svo ég sé skrítinn að eðlisfari þá var ég orðinn enn undarlegri þarna,“ segir Þorvaldur og hlær við en hann er afar léttur yfir þessu öllu. „Það er oft talað um að menn sem eru í dómgæslu séu ruglaðir en þetta var kannski aðeins of mikið. Það er kostur á KR-vellinum að þar er bráðatæknir. Hann skoðaði mig og hringdi í kjölfarið á sjúkrabíl.“ Dómarinn á að taka því rólega næstu tvær vikurnar. Má helst ekkert hreyfa sig. Eftir þessar tvær vikur verður hann svo skoðaður aftur. „Ég verð nú að hryggja ykkur með því að það eru allar líkur á því að ég dæmi meira í sumar,“ segir Þorvaldur og hlær sem fyrr. Þó svo hann taki óhappinu vel er þetta nokkuð alvarlegt mál. Hann meiddist og engum datt í hug að grípa inn í og athuga hvort það væri í lagi með hann. „Það eru mjög sterkar verklagsreglur í fótboltanum um hvernig við eigum að snúa okkur ef leikmaður verður fyrir höfuðmeiðslum. Það gleymdist að hugsa fyrir slíku hjá dómurum,“ segir Þorvaldur og bendir á að það sé í raun lukka að leikurinn hafi ekki farið í tómt rugl með hann í þessu ástandi.Þorvaldur gefur Elfari Frey Helgasyni, miðverði Breiðabliks, gula spjaldið.vísir/stefánÞarf að skoða verklagsreglurnar „Hvað ef gula spjaldið sem ég gaf hefði verið algjörlega út úr korti? Hvað á að gera í því? Hvað ef ég hefði dæmt víti upp úr þurru sem enginn hefði skilið neitt í? Hvernig ætla menn að snúa sér í því? Þetta hlýtur að vera eitthvað sem menn verða að skoða núna.“ Ekki er vitað til þess að annar dómari í heiminum hafi dæmt leik með heilahristing eins og Þorvaldur. „Þetta vekur mann til umhugsunar um hvað skuli gera í þessum málum. Hver á að taka ákvörðun um að stöðva leikinn þegar dómarinn er ekki í neinu ástandi til þess að stöðva hann sjálfur? Hver á að meta þetta og taka í taumana? Þetta þarf að skoða úti um allan heim.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Í beinni: Slóvenía - Ísland | Leikur sem skiptir öllu máli Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Fleiri fréttir Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira