Lokaði síðu til stuðnings framboðs Ólafs Ragnars: „Búinn að sýna sitt rétta innræti“ Birgir Olgeirsson skrifar 15. júlí 2015 13:45 „Hann er búinn að sýna sitt rétta innræti,“ sagði hagfræðingurinn Guðmundur Franklín Jónsson um Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, í þættinum Harmageddon í morgun. Það vakti athygli þáttastjórnenda Harmageddon að búið var að loka Facebook-síðunni þar sem skorað var á Ólaf Ragnar að bjóða sig fram í forsetakosningunum árið 2016 og sitja í því embætti til 2020. Guðmundur Franklín var maðurinn á bak við síðuna og ákváðu þeir Frosti Logason og Máni Pétursson að heyra í honum hljóðið og spyrja hvers vegna hann ákvað að loka síðunni. Guðmundur Franklín byrjaði á að segja að hann hefði í raun aldrei verið stuðningsmaður Ólafs Ragnars. Hann hefði sett þessa síðu upp af praktískum ástæðum því það yrði ódýrara fyrir þjóðina að hafa Ólaf áfram sem forseta í stað þess að kjósa nýjan forseta og hafa Ólaf á eftirlaunum. Guðmundur Franklín sagðist hins vegar hafa lokað síðunni vegna þess að Ólafur Ragnar hefði sýnt sitt rétta innræti.Dorrit Moussaief og Ólafur Ragnar heisla upp á Vigdísi Finnbogadóttur. Vísir/Pjetur. „Fyrir það fyrsta var 35 ára samsæti niður á Lækjartorgi fyrir frú Vigdísi Finnbogadóttur og hann lét sig vanta þar, hann hefði alveg getað mætt. Hefði hann verið í opinberri heimsókn þá hefði maður skilið það. En að vera að stanga úr tönnunum fyrir framan flottasta restaurant í London með Goldman Sachs og Black Stone, sem er bandarískur vogunarsjóður, það finnst mér varla hægt,“ sagði Guðmundur Franklín. Vísar Guðmundur Franklín þar til fundar sem Ólafur Ragnar sótti til heiðurs stjórnar Goldman Sachs bankans en síðar um kvöldið sótti hann kvöldverð sem forstjóri Arcelor Mittal, Lakshimi Mittal, boðaði til heiðurs bankanum.Sjá einnig: Forsetinn fjarverandi á hátíð til heiðurs forseta „Þetta finnst mér varla hægt. Hann var í London og var að sinna þeim erindagjörðum að borða með þessum mönnum sem hafa valdið Grikklandi hvað mestum þjáningum. Í framhaldi af því hefur ekki heyrst bofs frá honum í sambandi við Grikkland.“ Guðmundur Franklín sagði Ólaf Ragnar einnig fá of mikið lof varðandi Icesave-deiluna. Sagði hann þjóðina hafa stöðvað samninginn með atkvæðagreiðslunni. Ólafur Ragnar hefði ekki haft neitt val um hana, hann gat ekki annað en boðað til hennar að mati Guðmundar. „Hann þurfti ekki þessar undirskriftir, hann átti bara að gera það sjálfur út frá eigin visku.“Ólafur og Dorrit. Vísir/Anton Brink. Þá nefndi Guðmundur Franklín að eiginkona Ólafs, Dorrit Moussaieff, hefði flutt lögheimili sitt frá Íslandi til Bretlands í desember árið 2012 en það gerði Dorrit að eigin sögn á grundvelli skattalaga til að geta sinnt vinnu sinni og öldruðum foreldrum í Lundúnum þegar horfur voru á að Ólafur Ragnar yrði ekki lengur forseti.Sjá einnig: Dorrit gerði ráð fyrir að Ólafur yrði ekki forseti Hann sagði auk þess enga spennu fyrir síðunni. Rétt rúmlega þúsund manns hefðu „lækað“ hana. „Svo var fólk að ónáða mig og spyrja mig hvernig mér dytti þetta til hugar og benda mér á allskonar hluti. Þannig að ég nennti ekki að taka þátt í þessu. Það verður að vera einhver annar.“ Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Skora á Ólaf Ragnar að bjóða sig aftur fram til forseta Stofnuð hefur verið fésbókarsíða þar sem skorað er á Ólaf Ragnar Grímsson að gefa aftur kost á sér í embætti forseta Íslands á næsta ári. Stofnandi síðunnar á von á því að margir muni taka undir þessa áskorun. 31. janúar 2015 12:17 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
„Hann er búinn að sýna sitt rétta innræti,“ sagði hagfræðingurinn Guðmundur Franklín Jónsson um Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, í þættinum Harmageddon í morgun. Það vakti athygli þáttastjórnenda Harmageddon að búið var að loka Facebook-síðunni þar sem skorað var á Ólaf Ragnar að bjóða sig fram í forsetakosningunum árið 2016 og sitja í því embætti til 2020. Guðmundur Franklín var maðurinn á bak við síðuna og ákváðu þeir Frosti Logason og Máni Pétursson að heyra í honum hljóðið og spyrja hvers vegna hann ákvað að loka síðunni. Guðmundur Franklín byrjaði á að segja að hann hefði í raun aldrei verið stuðningsmaður Ólafs Ragnars. Hann hefði sett þessa síðu upp af praktískum ástæðum því það yrði ódýrara fyrir þjóðina að hafa Ólaf áfram sem forseta í stað þess að kjósa nýjan forseta og hafa Ólaf á eftirlaunum. Guðmundur Franklín sagðist hins vegar hafa lokað síðunni vegna þess að Ólafur Ragnar hefði sýnt sitt rétta innræti.Dorrit Moussaief og Ólafur Ragnar heisla upp á Vigdísi Finnbogadóttur. Vísir/Pjetur. „Fyrir það fyrsta var 35 ára samsæti niður á Lækjartorgi fyrir frú Vigdísi Finnbogadóttur og hann lét sig vanta þar, hann hefði alveg getað mætt. Hefði hann verið í opinberri heimsókn þá hefði maður skilið það. En að vera að stanga úr tönnunum fyrir framan flottasta restaurant í London með Goldman Sachs og Black Stone, sem er bandarískur vogunarsjóður, það finnst mér varla hægt,“ sagði Guðmundur Franklín. Vísar Guðmundur Franklín þar til fundar sem Ólafur Ragnar sótti til heiðurs stjórnar Goldman Sachs bankans en síðar um kvöldið sótti hann kvöldverð sem forstjóri Arcelor Mittal, Lakshimi Mittal, boðaði til heiðurs bankanum.Sjá einnig: Forsetinn fjarverandi á hátíð til heiðurs forseta „Þetta finnst mér varla hægt. Hann var í London og var að sinna þeim erindagjörðum að borða með þessum mönnum sem hafa valdið Grikklandi hvað mestum þjáningum. Í framhaldi af því hefur ekki heyrst bofs frá honum í sambandi við Grikkland.“ Guðmundur Franklín sagði Ólaf Ragnar einnig fá of mikið lof varðandi Icesave-deiluna. Sagði hann þjóðina hafa stöðvað samninginn með atkvæðagreiðslunni. Ólafur Ragnar hefði ekki haft neitt val um hana, hann gat ekki annað en boðað til hennar að mati Guðmundar. „Hann þurfti ekki þessar undirskriftir, hann átti bara að gera það sjálfur út frá eigin visku.“Ólafur og Dorrit. Vísir/Anton Brink. Þá nefndi Guðmundur Franklín að eiginkona Ólafs, Dorrit Moussaieff, hefði flutt lögheimili sitt frá Íslandi til Bretlands í desember árið 2012 en það gerði Dorrit að eigin sögn á grundvelli skattalaga til að geta sinnt vinnu sinni og öldruðum foreldrum í Lundúnum þegar horfur voru á að Ólafur Ragnar yrði ekki lengur forseti.Sjá einnig: Dorrit gerði ráð fyrir að Ólafur yrði ekki forseti Hann sagði auk þess enga spennu fyrir síðunni. Rétt rúmlega þúsund manns hefðu „lækað“ hana. „Svo var fólk að ónáða mig og spyrja mig hvernig mér dytti þetta til hugar og benda mér á allskonar hluti. Þannig að ég nennti ekki að taka þátt í þessu. Það verður að vera einhver annar.“
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Skora á Ólaf Ragnar að bjóða sig aftur fram til forseta Stofnuð hefur verið fésbókarsíða þar sem skorað er á Ólaf Ragnar Grímsson að gefa aftur kost á sér í embætti forseta Íslands á næsta ári. Stofnandi síðunnar á von á því að margir muni taka undir þessa áskorun. 31. janúar 2015 12:17 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Skora á Ólaf Ragnar að bjóða sig aftur fram til forseta Stofnuð hefur verið fésbókarsíða þar sem skorað er á Ólaf Ragnar Grímsson að gefa aftur kost á sér í embætti forseta Íslands á næsta ári. Stofnandi síðunnar á von á því að margir muni taka undir þessa áskorun. 31. janúar 2015 12:17