Stjórnvöldum var heimilt að setja lög á verkfall Bandalags háskólamanna. Lögin voru samþykkt á Alþingi í júní, eftir um tíu vikna verkfall félagsmanna.
Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm sinn í máli BHM á hendur íslenska ríkinu í dag og fékk málið flýtimeðferð fyrir dómi. Niðurstaðan var sú að lagasetningin hefði verið lögmæt.
BHM byggði mál sitt meðal annars á því að um væri að ræða brot á stjórnarskrá og mannréttindum.
Lögin voru sett á verkfall félagsmanna BHM og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga 11. júní síðastliðinn. Gerðardómur var í kjölfarið skipaður en hann hefur frest til 15.ágúst til að ákvarða kjör og kaup félagsmanna BHM.
Málskostnaður var felldur niður.
Íslenska ríkinu var heimilt að setja lög á verkfall BHM

Tengdar fréttir

Eldhúsdagsumræður: Bjarni harmar að samningar við BHM og hjúkrunarfræðinga skyldu ekki nást
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, lagði fram hugmyndir til úrbóta í Eldhúsdagsumræðum.

Fyrsti fundur gerðardóms í fyrramálið
Hlutverk dómsins er að ákveða kaup og kjör félagsmanna BHM fyrir fimmtánda ágúst næstkomandi.

„Fullkomið tómlæti“ og „óskiljanleg vinnubrögð“ ríkisins
Það var nánast setið í hverju einasta sæti þegar aðalmeðferð í máli BHM gegn ríkinu hófst í sal 101 í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.