Aníta í 3. sæti | Tókst ekki að verja Evrópumeistaratitilinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. júlí 2015 00:01 Anítu tókst ekki að verja Evrópumeistaratitilinn sem hún vann fyrir tveimur árum. vísir/getty Aníta Hinriksdóttir endaði í 3. sæti í úrslitum í 800 metra hlaupi á Evrópumóti 19 ára og yngri sem fer fram í Eskilstuna í Svíþjóð. Aníta var fyrst eftir fyrri hringinn en gaf verulega eftir á lokasprettinum og missti tvo keppendur fram úr sér. Anítu mistókst þannig að verja Evrópumeistaratitilinn sem hún vann á Ítalíu fyrir tveimur árum. Aníta kom í mark á 2:05,04 mínútum en hin belgíska Renée Eykens varð hlutskörpust á tímanum 2:02,83. Sara Schmidt frá Þýskalandi endaði í 2. sæti á tímanum 2:04,55. Upplýsingar um tíma keppenda í úrslitahlaupinu má finna hér. Aníta komst örugglega í úrslitahlaupið en hún var með besta tímann af öllum sem hlupu í undanrásunum. Aníta kom þá í mark á 2:05,01 mínútum.Bein textalýsing: Hlaup hálfnað: Aníta er fyrst eftir 400 metrana. Fyrir hlaup: Þetta er að fara af stað. Okkar kona er tilbúin. Fyrir hlaup: Aníta keppti á EM innanhúss í Prag í mars þar sem hún endaði í 5. sæti. Þar var hún að keppa gegn mun eldri og reyndari hlaupurum en ÍR-ingurinn kom í mark á 2:02,74 mínútum. Umfjöllun Vísis um mótið má lesa hér. Fyrir hlaup: Aníta náði sér ekki nógu vel á strik í 800m hlaupinu á Smáþjóðaleikunum á Íslandi í síðasta mánuði. Aníta varð að sætta sig við silfurverðlaunin en hún hljóp á tímanum 2:09,10 mínútum. Hún vann hins vegar öruggan sigur í 1500m hlaupinu þar sem hún kom í mark á 4:26,37 mínútum. Besti tími hennar í 1500m hlaupi er 4:15,14 mínútur. Fyrir hlaup: Aníta var með besta tímann af öllum sem hlupu í undanrásunum en hún kom í mark á 2:05,01 mínútum. Hin þýska Kalis Mareen var með næstbesta tímann, 2:05,47, og landa hennar, Sarah Schmidt var með þriðja besta tímann, eða 2:05,85. Listann yfir keppendur í úrslitahlaupinu má finna með því að smella hér. Fyrir hlaup: Aníta er sú eina sem keppti til úrslita í 800m hlaupinu fyrir tveimur árum sem hleypur til úrslita í dag. Aníta var yngst keppenda í úrslitahlaupinu á EM 2013, aðeins 17 ára gömul, en Aníta er fædd 13. janúar 1996. Fyrir hlaup: Besti tími Anítu á árinu er 2:01,50 en hún hljóp á þeim tíma í Oordegem-Lede í Belgíu, 23. maí. Besti tími Anítu í greininni er hins vegar 2:00,49 sem hún náði á móti í Mannheim 30. júní 2013. Fyrir hlaup: Aníta vann, sem frægt er orðið, gullverðlaun í 800m hlaupi á EM ungmenna árið 2013 en þá var keppt í Rieti á Ítalíu. Aníta kom þá í mark á 2:01,14 mínútum, 32 hundraðhlutum úr sekúndu á undan Olenu Sidorska frá Úkraínu. Sama ár vann hún einnig til gullverðlauna á HM ungmenna í Donetsk í Úkraínu en þá hljóp Aníta á 2:01,13 mínútum.Fyrir hlaup: Góðan daginn og velkomin í beina textalýsingu frá úrslitahlaupinu í 800 metra hlaupi kvenna á EM undir 19 ára og yngri í Eskilstuna í Svíþjóð þar sem Aníta Hinriksdóttir er á meðal keppenda. Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Aníta auðveldlega í úrslit Evrópumeistarinn hóf titilvörnina með stæl í Eskilstuna í Svíþjóð. 16. júlí 2015 14:15 Aníta stefnir á að bæta Íslandsmetið í úrslitahlaupinu Hlaupadrottning reynir að verja Evrópumeistaratitil sinn í Eskilstuna á morgun þegar hún hleypur til úrslita í 800 metra hlaupi á EM U19. 17. júlí 2015 17:30 EM unglinga hefst í dag | Aníta á titil að verja Fjórir íslenskir keppendur taka þátt á EM 19 ára og yngri sem hefst í Eskilstuna í Svíþjóð í dag. 16. júlí 2015 08:04 Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Langþráð hjá Melsungen Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Angel Reese í hálfs leiks bann Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Bætti heimsmetið aftur „Gríðarlega mikilvægur sigur“ Viggó markahæstur í eins marks tapi „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ KA lagði nýliðana á Selfossi Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Sjá meira
Aníta Hinriksdóttir endaði í 3. sæti í úrslitum í 800 metra hlaupi á Evrópumóti 19 ára og yngri sem fer fram í Eskilstuna í Svíþjóð. Aníta var fyrst eftir fyrri hringinn en gaf verulega eftir á lokasprettinum og missti tvo keppendur fram úr sér. Anítu mistókst þannig að verja Evrópumeistaratitilinn sem hún vann á Ítalíu fyrir tveimur árum. Aníta kom í mark á 2:05,04 mínútum en hin belgíska Renée Eykens varð hlutskörpust á tímanum 2:02,83. Sara Schmidt frá Þýskalandi endaði í 2. sæti á tímanum 2:04,55. Upplýsingar um tíma keppenda í úrslitahlaupinu má finna hér. Aníta komst örugglega í úrslitahlaupið en hún var með besta tímann af öllum sem hlupu í undanrásunum. Aníta kom þá í mark á 2:05,01 mínútum.Bein textalýsing: Hlaup hálfnað: Aníta er fyrst eftir 400 metrana. Fyrir hlaup: Þetta er að fara af stað. Okkar kona er tilbúin. Fyrir hlaup: Aníta keppti á EM innanhúss í Prag í mars þar sem hún endaði í 5. sæti. Þar var hún að keppa gegn mun eldri og reyndari hlaupurum en ÍR-ingurinn kom í mark á 2:02,74 mínútum. Umfjöllun Vísis um mótið má lesa hér. Fyrir hlaup: Aníta náði sér ekki nógu vel á strik í 800m hlaupinu á Smáþjóðaleikunum á Íslandi í síðasta mánuði. Aníta varð að sætta sig við silfurverðlaunin en hún hljóp á tímanum 2:09,10 mínútum. Hún vann hins vegar öruggan sigur í 1500m hlaupinu þar sem hún kom í mark á 4:26,37 mínútum. Besti tími hennar í 1500m hlaupi er 4:15,14 mínútur. Fyrir hlaup: Aníta var með besta tímann af öllum sem hlupu í undanrásunum en hún kom í mark á 2:05,01 mínútum. Hin þýska Kalis Mareen var með næstbesta tímann, 2:05,47, og landa hennar, Sarah Schmidt var með þriðja besta tímann, eða 2:05,85. Listann yfir keppendur í úrslitahlaupinu má finna með því að smella hér. Fyrir hlaup: Aníta er sú eina sem keppti til úrslita í 800m hlaupinu fyrir tveimur árum sem hleypur til úrslita í dag. Aníta var yngst keppenda í úrslitahlaupinu á EM 2013, aðeins 17 ára gömul, en Aníta er fædd 13. janúar 1996. Fyrir hlaup: Besti tími Anítu á árinu er 2:01,50 en hún hljóp á þeim tíma í Oordegem-Lede í Belgíu, 23. maí. Besti tími Anítu í greininni er hins vegar 2:00,49 sem hún náði á móti í Mannheim 30. júní 2013. Fyrir hlaup: Aníta vann, sem frægt er orðið, gullverðlaun í 800m hlaupi á EM ungmenna árið 2013 en þá var keppt í Rieti á Ítalíu. Aníta kom þá í mark á 2:01,14 mínútum, 32 hundraðhlutum úr sekúndu á undan Olenu Sidorska frá Úkraínu. Sama ár vann hún einnig til gullverðlauna á HM ungmenna í Donetsk í Úkraínu en þá hljóp Aníta á 2:01,13 mínútum.Fyrir hlaup: Góðan daginn og velkomin í beina textalýsingu frá úrslitahlaupinu í 800 metra hlaupi kvenna á EM undir 19 ára og yngri í Eskilstuna í Svíþjóð þar sem Aníta Hinriksdóttir er á meðal keppenda.
Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Aníta auðveldlega í úrslit Evrópumeistarinn hóf titilvörnina með stæl í Eskilstuna í Svíþjóð. 16. júlí 2015 14:15 Aníta stefnir á að bæta Íslandsmetið í úrslitahlaupinu Hlaupadrottning reynir að verja Evrópumeistaratitil sinn í Eskilstuna á morgun þegar hún hleypur til úrslita í 800 metra hlaupi á EM U19. 17. júlí 2015 17:30 EM unglinga hefst í dag | Aníta á titil að verja Fjórir íslenskir keppendur taka þátt á EM 19 ára og yngri sem hefst í Eskilstuna í Svíþjóð í dag. 16. júlí 2015 08:04 Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Langþráð hjá Melsungen Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Angel Reese í hálfs leiks bann Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Bætti heimsmetið aftur „Gríðarlega mikilvægur sigur“ Viggó markahæstur í eins marks tapi „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ KA lagði nýliðana á Selfossi Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Sjá meira
Aníta auðveldlega í úrslit Evrópumeistarinn hóf titilvörnina með stæl í Eskilstuna í Svíþjóð. 16. júlí 2015 14:15
Aníta stefnir á að bæta Íslandsmetið í úrslitahlaupinu Hlaupadrottning reynir að verja Evrópumeistaratitil sinn í Eskilstuna á morgun þegar hún hleypur til úrslita í 800 metra hlaupi á EM U19. 17. júlí 2015 17:30
EM unglinga hefst í dag | Aníta á titil að verja Fjórir íslenskir keppendur taka þátt á EM 19 ára og yngri sem hefst í Eskilstuna í Svíþjóð í dag. 16. júlí 2015 08:04