„Ég ætla ekki að bjóða upp á svæði fyrir fólk að ata mig aur“ Ólöf Skaftadóttir og Viktoría Hermannsdóttir skrifa 4. júlí 2015 16:00 Bjarni Benediktsson Vísir/Ernir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, var gestur Ólafar Skaftadóttur og Viktoríu Hermannsdóttur í Föstudagsviðtalinu, en hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér. Í viðtalinu segist Bjarni oft hafa verið ranglega stimplaður. Hann ræðir samstarfið við Framsóknarflokkinn, kjarabaráttu hjúkrunarfræðinga, samband sitt við Davíð Oddsson og drauminn um að ferðast og taka ljósmyndir. Hann segir fjölmiðlaumhverfi hafa breyst mikið á undanförnum árum. „Fjölmiðlaflóran er orðin svo miklu fjölbreyttari og fólk er komið meira beint inn á samfélagsmiðlana til þess að tjá skoðanir sínar samstundis, jafnvel innan við mínútu eftir að þú lætur einhver orð falla. Það var ekki alltaf hér frjálst útvarp, bara RÚV og ein sjónvarpsstöð og svo flokksblöðin. Fólk hlustaði bara á sitt flokksblað. Umræður fóru fram á fundum, kaffi- og vinnustofum. Þetta er gjörbreytt og umræðan er orðin annars eðlis. Ég ætla að leyfa mér að segja að hún sé óvægnari, þó að hart hafi verið tekist á um hluti á þinginu og í flokksblöðunum í gamla daga. Menn hafa fyrir því að fara inn á Facebook-síðuna hjá manni og taka mjög djúpt í árina.“ Bjarni segist ekki alltaf hafa tíma til að svara. „En ég gef mér stundum tíma, þegar þannig stendur á. Það kemur mér mjög á óvart hvað fólk er tilbúið til þess að leggja á sig bara til þess að hreyta ónotum í aðra, það er eiginlega alveg ótrúlegt. Það er skuggahliðin á þessari stórkostlegu byltingu sem netið er. Að gefa hverjum og einum tækifæri til að tjá sig hvenær sem er. Skuggahliðin er sú að margir missa sig finnst mér. Það verður bara að horfa framhjá því og leyfa því að gerast. Ég hef ekki verið að loka á þann möguleika fyrir fólk að tjá sig um það sem ég set inn á Facebook. Þeir sem ganga of langt verða fyrir því að ég kasta þeim út eða ég stroka út. Mér finnst menn ekkert eiga opinn, sjálfsagðan rétt á því að fara inn á mína síðu og segja hvað sem er um mig eða það sem ég er að segja. Ég nenni ekkert endilega að vera svara því öllu.“Bjarni segist ekki viðkvæmur fyrir gagnrýni. „En eg ætla ekki að bjóða upp á svæði fyrir fólk til þess að koma inn og ata mig aur.“ Hann segir mikilvægt að stjórnmálafólk sé reiðubúið að taka þátt í opinni, gagnrýninni umræðu. „Ég er þeirrar skoðuna að þingið og það lýðræðisfyrirkomulag sem við höfum verið að þróa og erum enn að þróa sé stórkostlegt fyrirbæri. Netið og samfélagsmiðlarnir séu að dýpka þetta og breyta til þess betra í öllum meginatriðum. Þetta eru þessar skuggahliðar þar sem menn verða ómálefnalegir, dónalegir, maður verður að leiða það hjá sér. Ég hef hins vegar engar athugasemdir við það að fólk andmæli mér eða lýsi frati á mínum skoðunum yfirhöfuð. Það er allt í lagi, ég geri það reglulega um skoðanir annarra á þinginu.“ Hann segir þó að ríkisstjórnin hafi á köflum fengið óvægna gagnrýni og ekki í öllum tilfellum notið sannmælis. „Er ég brjálaður útaf því? Nei nei. En ég er ekkert feiminn að tala um það." Mest lesið Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Fleiri fréttir Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, var gestur Ólafar Skaftadóttur og Viktoríu Hermannsdóttur í Föstudagsviðtalinu, en hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér. Í viðtalinu segist Bjarni oft hafa verið ranglega stimplaður. Hann ræðir samstarfið við Framsóknarflokkinn, kjarabaráttu hjúkrunarfræðinga, samband sitt við Davíð Oddsson og drauminn um að ferðast og taka ljósmyndir. Hann segir fjölmiðlaumhverfi hafa breyst mikið á undanförnum árum. „Fjölmiðlaflóran er orðin svo miklu fjölbreyttari og fólk er komið meira beint inn á samfélagsmiðlana til þess að tjá skoðanir sínar samstundis, jafnvel innan við mínútu eftir að þú lætur einhver orð falla. Það var ekki alltaf hér frjálst útvarp, bara RÚV og ein sjónvarpsstöð og svo flokksblöðin. Fólk hlustaði bara á sitt flokksblað. Umræður fóru fram á fundum, kaffi- og vinnustofum. Þetta er gjörbreytt og umræðan er orðin annars eðlis. Ég ætla að leyfa mér að segja að hún sé óvægnari, þó að hart hafi verið tekist á um hluti á þinginu og í flokksblöðunum í gamla daga. Menn hafa fyrir því að fara inn á Facebook-síðuna hjá manni og taka mjög djúpt í árina.“ Bjarni segist ekki alltaf hafa tíma til að svara. „En ég gef mér stundum tíma, þegar þannig stendur á. Það kemur mér mjög á óvart hvað fólk er tilbúið til þess að leggja á sig bara til þess að hreyta ónotum í aðra, það er eiginlega alveg ótrúlegt. Það er skuggahliðin á þessari stórkostlegu byltingu sem netið er. Að gefa hverjum og einum tækifæri til að tjá sig hvenær sem er. Skuggahliðin er sú að margir missa sig finnst mér. Það verður bara að horfa framhjá því og leyfa því að gerast. Ég hef ekki verið að loka á þann möguleika fyrir fólk að tjá sig um það sem ég set inn á Facebook. Þeir sem ganga of langt verða fyrir því að ég kasta þeim út eða ég stroka út. Mér finnst menn ekkert eiga opinn, sjálfsagðan rétt á því að fara inn á mína síðu og segja hvað sem er um mig eða það sem ég er að segja. Ég nenni ekkert endilega að vera svara því öllu.“Bjarni segist ekki viðkvæmur fyrir gagnrýni. „En eg ætla ekki að bjóða upp á svæði fyrir fólk til þess að koma inn og ata mig aur.“ Hann segir mikilvægt að stjórnmálafólk sé reiðubúið að taka þátt í opinni, gagnrýninni umræðu. „Ég er þeirrar skoðuna að þingið og það lýðræðisfyrirkomulag sem við höfum verið að þróa og erum enn að þróa sé stórkostlegt fyrirbæri. Netið og samfélagsmiðlarnir séu að dýpka þetta og breyta til þess betra í öllum meginatriðum. Þetta eru þessar skuggahliðar þar sem menn verða ómálefnalegir, dónalegir, maður verður að leiða það hjá sér. Ég hef hins vegar engar athugasemdir við það að fólk andmæli mér eða lýsi frati á mínum skoðunum yfirhöfuð. Það er allt í lagi, ég geri það reglulega um skoðanir annarra á þinginu.“ Hann segir þó að ríkisstjórnin hafi á köflum fengið óvægna gagnrýni og ekki í öllum tilfellum notið sannmælis. „Er ég brjálaður útaf því? Nei nei. En ég er ekkert feiminn að tala um það."
Mest lesið Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Fleiri fréttir Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Sjá meira