„Ég ætla ekki að bjóða upp á svæði fyrir fólk að ata mig aur“ Ólöf Skaftadóttir og Viktoría Hermannsdóttir skrifa 4. júlí 2015 16:00 Bjarni Benediktsson Vísir/Ernir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, var gestur Ólafar Skaftadóttur og Viktoríu Hermannsdóttur í Föstudagsviðtalinu, en hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér. Í viðtalinu segist Bjarni oft hafa verið ranglega stimplaður. Hann ræðir samstarfið við Framsóknarflokkinn, kjarabaráttu hjúkrunarfræðinga, samband sitt við Davíð Oddsson og drauminn um að ferðast og taka ljósmyndir. Hann segir fjölmiðlaumhverfi hafa breyst mikið á undanförnum árum. „Fjölmiðlaflóran er orðin svo miklu fjölbreyttari og fólk er komið meira beint inn á samfélagsmiðlana til þess að tjá skoðanir sínar samstundis, jafnvel innan við mínútu eftir að þú lætur einhver orð falla. Það var ekki alltaf hér frjálst útvarp, bara RÚV og ein sjónvarpsstöð og svo flokksblöðin. Fólk hlustaði bara á sitt flokksblað. Umræður fóru fram á fundum, kaffi- og vinnustofum. Þetta er gjörbreytt og umræðan er orðin annars eðlis. Ég ætla að leyfa mér að segja að hún sé óvægnari, þó að hart hafi verið tekist á um hluti á þinginu og í flokksblöðunum í gamla daga. Menn hafa fyrir því að fara inn á Facebook-síðuna hjá manni og taka mjög djúpt í árina.“ Bjarni segist ekki alltaf hafa tíma til að svara. „En ég gef mér stundum tíma, þegar þannig stendur á. Það kemur mér mjög á óvart hvað fólk er tilbúið til þess að leggja á sig bara til þess að hreyta ónotum í aðra, það er eiginlega alveg ótrúlegt. Það er skuggahliðin á þessari stórkostlegu byltingu sem netið er. Að gefa hverjum og einum tækifæri til að tjá sig hvenær sem er. Skuggahliðin er sú að margir missa sig finnst mér. Það verður bara að horfa framhjá því og leyfa því að gerast. Ég hef ekki verið að loka á þann möguleika fyrir fólk að tjá sig um það sem ég set inn á Facebook. Þeir sem ganga of langt verða fyrir því að ég kasta þeim út eða ég stroka út. Mér finnst menn ekkert eiga opinn, sjálfsagðan rétt á því að fara inn á mína síðu og segja hvað sem er um mig eða það sem ég er að segja. Ég nenni ekkert endilega að vera svara því öllu.“Bjarni segist ekki viðkvæmur fyrir gagnrýni. „En eg ætla ekki að bjóða upp á svæði fyrir fólk til þess að koma inn og ata mig aur.“ Hann segir mikilvægt að stjórnmálafólk sé reiðubúið að taka þátt í opinni, gagnrýninni umræðu. „Ég er þeirrar skoðuna að þingið og það lýðræðisfyrirkomulag sem við höfum verið að þróa og erum enn að þróa sé stórkostlegt fyrirbæri. Netið og samfélagsmiðlarnir séu að dýpka þetta og breyta til þess betra í öllum meginatriðum. Þetta eru þessar skuggahliðar þar sem menn verða ómálefnalegir, dónalegir, maður verður að leiða það hjá sér. Ég hef hins vegar engar athugasemdir við það að fólk andmæli mér eða lýsi frati á mínum skoðunum yfirhöfuð. Það er allt í lagi, ég geri það reglulega um skoðanir annarra á þinginu.“ Hann segir þó að ríkisstjórnin hafi á köflum fengið óvægna gagnrýni og ekki í öllum tilfellum notið sannmælis. „Er ég brjálaður útaf því? Nei nei. En ég er ekkert feiminn að tala um það." Mest lesið Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Fleiri fréttir Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, var gestur Ólafar Skaftadóttur og Viktoríu Hermannsdóttur í Föstudagsviðtalinu, en hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér. Í viðtalinu segist Bjarni oft hafa verið ranglega stimplaður. Hann ræðir samstarfið við Framsóknarflokkinn, kjarabaráttu hjúkrunarfræðinga, samband sitt við Davíð Oddsson og drauminn um að ferðast og taka ljósmyndir. Hann segir fjölmiðlaumhverfi hafa breyst mikið á undanförnum árum. „Fjölmiðlaflóran er orðin svo miklu fjölbreyttari og fólk er komið meira beint inn á samfélagsmiðlana til þess að tjá skoðanir sínar samstundis, jafnvel innan við mínútu eftir að þú lætur einhver orð falla. Það var ekki alltaf hér frjálst útvarp, bara RÚV og ein sjónvarpsstöð og svo flokksblöðin. Fólk hlustaði bara á sitt flokksblað. Umræður fóru fram á fundum, kaffi- og vinnustofum. Þetta er gjörbreytt og umræðan er orðin annars eðlis. Ég ætla að leyfa mér að segja að hún sé óvægnari, þó að hart hafi verið tekist á um hluti á þinginu og í flokksblöðunum í gamla daga. Menn hafa fyrir því að fara inn á Facebook-síðuna hjá manni og taka mjög djúpt í árina.“ Bjarni segist ekki alltaf hafa tíma til að svara. „En ég gef mér stundum tíma, þegar þannig stendur á. Það kemur mér mjög á óvart hvað fólk er tilbúið til þess að leggja á sig bara til þess að hreyta ónotum í aðra, það er eiginlega alveg ótrúlegt. Það er skuggahliðin á þessari stórkostlegu byltingu sem netið er. Að gefa hverjum og einum tækifæri til að tjá sig hvenær sem er. Skuggahliðin er sú að margir missa sig finnst mér. Það verður bara að horfa framhjá því og leyfa því að gerast. Ég hef ekki verið að loka á þann möguleika fyrir fólk að tjá sig um það sem ég set inn á Facebook. Þeir sem ganga of langt verða fyrir því að ég kasta þeim út eða ég stroka út. Mér finnst menn ekkert eiga opinn, sjálfsagðan rétt á því að fara inn á mína síðu og segja hvað sem er um mig eða það sem ég er að segja. Ég nenni ekkert endilega að vera svara því öllu.“Bjarni segist ekki viðkvæmur fyrir gagnrýni. „En eg ætla ekki að bjóða upp á svæði fyrir fólk til þess að koma inn og ata mig aur.“ Hann segir mikilvægt að stjórnmálafólk sé reiðubúið að taka þátt í opinni, gagnrýninni umræðu. „Ég er þeirrar skoðuna að þingið og það lýðræðisfyrirkomulag sem við höfum verið að þróa og erum enn að þróa sé stórkostlegt fyrirbæri. Netið og samfélagsmiðlarnir séu að dýpka þetta og breyta til þess betra í öllum meginatriðum. Þetta eru þessar skuggahliðar þar sem menn verða ómálefnalegir, dónalegir, maður verður að leiða það hjá sér. Ég hef hins vegar engar athugasemdir við það að fólk andmæli mér eða lýsi frati á mínum skoðunum yfirhöfuð. Það er allt í lagi, ég geri það reglulega um skoðanir annarra á þinginu.“ Hann segir þó að ríkisstjórnin hafi á köflum fengið óvægna gagnrýni og ekki í öllum tilfellum notið sannmælis. „Er ég brjálaður útaf því? Nei nei. En ég er ekkert feiminn að tala um það."
Mest lesið Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Fleiri fréttir Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Sjá meira