Samkomulag um þinglok að fæðast á Alþingi Heimir Már Pétursson skrifar 23. júní 2015 18:30 Forseti Alþingis og varaformaður Framsóknarflokksins hafa í dag fundað stíft með formönnum stjórnarandstöðuflokkanna um afgreiðslu mála fyrir sumarleyfi þingsins. Farið er að hilla undir samkomulag stjórnar og stjórnarandstöðu um þinglok en samstaða virðist um að geyma tvö umdeild mál um virkjanakosti og makríl til haustsins. Alþingi lýkur þó væntanlega ekki störfum fyrr en í lok næstu viku. Stærsta málið sem nokkurn veginn er samkomulag um að afgreiða á Alþingi áður en það fer í sumarleyfi eru frumvörpin um gjaldeyrishöftin. Þau eru hins vegar ekki væntanleg úr nefnd fyrr en eftir helgi. Menn hafa hins vegar í dag reynt að ná samkomulag um afgreiðslu annarra mála fyrir sumarleyfi. Formenn stjórnarndstöðunnar funduðu um málin með Sigurði Inga Jóhannssyni varaformanni Framsóknarflokksins og Einari K. Guðfinnssyni forseta Alþingis í dag án þess að lokaniðurstaða fengist. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar er nokkurn veginn komið samkomulag um að Hvammsvirkjun verði ein samþykkt af fimm virkjunum sem lagðar voru til í breytingatillögu meirihluta atvinnuveganefndar. Að öðru leyti bíði afgreiðsla málsins haustsins ásamt makrílfrumvarpi sjávarútvegsráðherra. Enda búið að gefa út reglugerð fyrir yfirstandandi veiðitímabil og makríllinn ekki farinn að láta sjá sig. Þá munu frumvörp Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um að leggja niður Bankasýslu ríkisins og um opinber fjármál verða látin bíða líka. Ekki er reiknað með að haftafrumvörp fjármálaráðherra komi úr nefnd eftir fyrstu umræðu fyrr en um helgina og afgreiðslu þeirra gæti því lokið í næstu viku. Í dag er hins vegar reynt að ná samkomulagi um afgreiðslu annarra mála og eru góðar líkur á að það takist í dag eða á morgun. Alþingi Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Farið er að hilla undir samkomulag stjórnar og stjórnarandstöðu um þinglok en samstaða virðist um að geyma tvö umdeild mál um virkjanakosti og makríl til haustsins. Alþingi lýkur þó væntanlega ekki störfum fyrr en í lok næstu viku. Stærsta málið sem nokkurn veginn er samkomulag um að afgreiða á Alþingi áður en það fer í sumarleyfi eru frumvörpin um gjaldeyrishöftin. Þau eru hins vegar ekki væntanleg úr nefnd fyrr en eftir helgi. Menn hafa hins vegar í dag reynt að ná samkomulag um afgreiðslu annarra mála fyrir sumarleyfi. Formenn stjórnarndstöðunnar funduðu um málin með Sigurði Inga Jóhannssyni varaformanni Framsóknarflokksins og Einari K. Guðfinnssyni forseta Alþingis í dag án þess að lokaniðurstaða fengist. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar er nokkurn veginn komið samkomulag um að Hvammsvirkjun verði ein samþykkt af fimm virkjunum sem lagðar voru til í breytingatillögu meirihluta atvinnuveganefndar. Að öðru leyti bíði afgreiðsla málsins haustsins ásamt makrílfrumvarpi sjávarútvegsráðherra. Enda búið að gefa út reglugerð fyrir yfirstandandi veiðitímabil og makríllinn ekki farinn að láta sjá sig. Þá munu frumvörp Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um að leggja niður Bankasýslu ríkisins og um opinber fjármál verða látin bíða líka. Ekki er reiknað með að haftafrumvörp fjármálaráðherra komi úr nefnd eftir fyrstu umræðu fyrr en um helgina og afgreiðslu þeirra gæti því lokið í næstu viku. Í dag er hins vegar reynt að ná samkomulagi um afgreiðslu annarra mála og eru góðar líkur á að það takist í dag eða á morgun.
Alþingi Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira