Hóflega bjartsýnn á að hjúkrunarfræðingar samþykki samninginn Aðalsteinn Kjartansson skrifar 24. júní 2015 12:00 Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga segir markmið félagsins hafi ekki verið náð í kjarasamningi sem undirritaður var í gær. Vísir/GVA Formaður félags íslenskra hjúkrunarfræðinga segist hóflega bjartsýnn á að félagsmenn muni samþykkja kjarasamning sem undirritaður var í gærkvöldi. Hann segir að markmið um að jafna kynbundinn launamun hafi ekki náðst. Samningar á milli hjúkrunarfræðinga og ríkisins voru undirritaðir hjá Ríkissáttasemjara í gærkvöldi eftir langa kjaradeilu. Samningurinn felur í sér sambærilegar hækkanir og samið var um á almennum vinnumarkaði en samningurinn gildir til marsloka árið 2019. Ólafur G. Skúlason, formaður félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, segist telja samninginn vera þann besta sem mögulegt var að ná í þeirri stöðu sem nú er uppi. Eru þá engar frekari hækkanir í samningum hjúkrunarfræðinga miðað við aðra? „Nei. Það eru þessar 18,6 prósent launahækkun sem gengur yfir allan hópinn á þessum þremur árum auk þess sem það er sett frekara fjármagn í stofnanasamninga þar sem stofnanir geta þá haft aukið svigrúm að færa hjúkrunarfræðinga til í launum en það er ekkert aukalegt fjármagn umfram það,“ segir hann. Ólafur segir að samninganefndin hafi metið stöðuna þannig að betra væri fyrir félagsmenn að kjósa um kjarasamning en að þurfa að lúta ákvörðun gerðardóms. „Við tókum þann pól í hæðina að það væri vænlegra fyrir félagsmenn að fá að kjósa um þennan samning eða það tilboð sem liggur fyrir um þennan samning fremur en að gerðardómur taki einhliða ákvörðun fyrir hönd hjúkrunarfræðinga og þeir hafi ekkert um það að segja. Þannig að við leggjum þetta bara í dóm hjúkrunarfræðinga núna og sjáum hvað þeir segja,“ segir Ólafur sem er hóflega bjartsýnn á að samningurinn verði samþykktur af hjúkrunarfræðingum. „Við erum náttúrulega ekki að ná markmiðum sem við lögðum upp með. Við lögðum upp með að jafna kynbundinn launamun og að menntun hjúkrunarfræðinga yrði metin sambærileg við aðra háskólamenntaða og við erum ekki að ná þeim markmiðum. Þannig að ég er svona hóflega bjartsýnn á að þetta verði samþykkt en eins og ég segi þá er það hvers og eins að meta það út frá þeim forsendum sem fyrir liggja.“ Kjaramál Verkfall 2016 Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Fleiri fréttir Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Sjá meira
Formaður félags íslenskra hjúkrunarfræðinga segist hóflega bjartsýnn á að félagsmenn muni samþykkja kjarasamning sem undirritaður var í gærkvöldi. Hann segir að markmið um að jafna kynbundinn launamun hafi ekki náðst. Samningar á milli hjúkrunarfræðinga og ríkisins voru undirritaðir hjá Ríkissáttasemjara í gærkvöldi eftir langa kjaradeilu. Samningurinn felur í sér sambærilegar hækkanir og samið var um á almennum vinnumarkaði en samningurinn gildir til marsloka árið 2019. Ólafur G. Skúlason, formaður félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, segist telja samninginn vera þann besta sem mögulegt var að ná í þeirri stöðu sem nú er uppi. Eru þá engar frekari hækkanir í samningum hjúkrunarfræðinga miðað við aðra? „Nei. Það eru þessar 18,6 prósent launahækkun sem gengur yfir allan hópinn á þessum þremur árum auk þess sem það er sett frekara fjármagn í stofnanasamninga þar sem stofnanir geta þá haft aukið svigrúm að færa hjúkrunarfræðinga til í launum en það er ekkert aukalegt fjármagn umfram það,“ segir hann. Ólafur segir að samninganefndin hafi metið stöðuna þannig að betra væri fyrir félagsmenn að kjósa um kjarasamning en að þurfa að lúta ákvörðun gerðardóms. „Við tókum þann pól í hæðina að það væri vænlegra fyrir félagsmenn að fá að kjósa um þennan samning eða það tilboð sem liggur fyrir um þennan samning fremur en að gerðardómur taki einhliða ákvörðun fyrir hönd hjúkrunarfræðinga og þeir hafi ekkert um það að segja. Þannig að við leggjum þetta bara í dóm hjúkrunarfræðinga núna og sjáum hvað þeir segja,“ segir Ólafur sem er hóflega bjartsýnn á að samningurinn verði samþykktur af hjúkrunarfræðingum. „Við erum náttúrulega ekki að ná markmiðum sem við lögðum upp með. Við lögðum upp með að jafna kynbundinn launamun og að menntun hjúkrunarfræðinga yrði metin sambærileg við aðra háskólamenntaða og við erum ekki að ná þeim markmiðum. Þannig að ég er svona hóflega bjartsýnn á að þetta verði samþykkt en eins og ég segi þá er það hvers og eins að meta það út frá þeim forsendum sem fyrir liggja.“
Kjaramál Verkfall 2016 Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Fleiri fréttir Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Sjá meira