Hóflega bjartsýnn á að hjúkrunarfræðingar samþykki samninginn Aðalsteinn Kjartansson skrifar 24. júní 2015 12:00 Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga segir markmið félagsins hafi ekki verið náð í kjarasamningi sem undirritaður var í gær. Vísir/GVA Formaður félags íslenskra hjúkrunarfræðinga segist hóflega bjartsýnn á að félagsmenn muni samþykkja kjarasamning sem undirritaður var í gærkvöldi. Hann segir að markmið um að jafna kynbundinn launamun hafi ekki náðst. Samningar á milli hjúkrunarfræðinga og ríkisins voru undirritaðir hjá Ríkissáttasemjara í gærkvöldi eftir langa kjaradeilu. Samningurinn felur í sér sambærilegar hækkanir og samið var um á almennum vinnumarkaði en samningurinn gildir til marsloka árið 2019. Ólafur G. Skúlason, formaður félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, segist telja samninginn vera þann besta sem mögulegt var að ná í þeirri stöðu sem nú er uppi. Eru þá engar frekari hækkanir í samningum hjúkrunarfræðinga miðað við aðra? „Nei. Það eru þessar 18,6 prósent launahækkun sem gengur yfir allan hópinn á þessum þremur árum auk þess sem það er sett frekara fjármagn í stofnanasamninga þar sem stofnanir geta þá haft aukið svigrúm að færa hjúkrunarfræðinga til í launum en það er ekkert aukalegt fjármagn umfram það,“ segir hann. Ólafur segir að samninganefndin hafi metið stöðuna þannig að betra væri fyrir félagsmenn að kjósa um kjarasamning en að þurfa að lúta ákvörðun gerðardóms. „Við tókum þann pól í hæðina að það væri vænlegra fyrir félagsmenn að fá að kjósa um þennan samning eða það tilboð sem liggur fyrir um þennan samning fremur en að gerðardómur taki einhliða ákvörðun fyrir hönd hjúkrunarfræðinga og þeir hafi ekkert um það að segja. Þannig að við leggjum þetta bara í dóm hjúkrunarfræðinga núna og sjáum hvað þeir segja,“ segir Ólafur sem er hóflega bjartsýnn á að samningurinn verði samþykktur af hjúkrunarfræðingum. „Við erum náttúrulega ekki að ná markmiðum sem við lögðum upp með. Við lögðum upp með að jafna kynbundinn launamun og að menntun hjúkrunarfræðinga yrði metin sambærileg við aðra háskólamenntaða og við erum ekki að ná þeim markmiðum. Þannig að ég er svona hóflega bjartsýnn á að þetta verði samþykkt en eins og ég segi þá er það hvers og eins að meta það út frá þeim forsendum sem fyrir liggja.“ Kjaramál Verkfall 2016 Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Fleiri fréttir Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Sjá meira
Formaður félags íslenskra hjúkrunarfræðinga segist hóflega bjartsýnn á að félagsmenn muni samþykkja kjarasamning sem undirritaður var í gærkvöldi. Hann segir að markmið um að jafna kynbundinn launamun hafi ekki náðst. Samningar á milli hjúkrunarfræðinga og ríkisins voru undirritaðir hjá Ríkissáttasemjara í gærkvöldi eftir langa kjaradeilu. Samningurinn felur í sér sambærilegar hækkanir og samið var um á almennum vinnumarkaði en samningurinn gildir til marsloka árið 2019. Ólafur G. Skúlason, formaður félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, segist telja samninginn vera þann besta sem mögulegt var að ná í þeirri stöðu sem nú er uppi. Eru þá engar frekari hækkanir í samningum hjúkrunarfræðinga miðað við aðra? „Nei. Það eru þessar 18,6 prósent launahækkun sem gengur yfir allan hópinn á þessum þremur árum auk þess sem það er sett frekara fjármagn í stofnanasamninga þar sem stofnanir geta þá haft aukið svigrúm að færa hjúkrunarfræðinga til í launum en það er ekkert aukalegt fjármagn umfram það,“ segir hann. Ólafur segir að samninganefndin hafi metið stöðuna þannig að betra væri fyrir félagsmenn að kjósa um kjarasamning en að þurfa að lúta ákvörðun gerðardóms. „Við tókum þann pól í hæðina að það væri vænlegra fyrir félagsmenn að fá að kjósa um þennan samning eða það tilboð sem liggur fyrir um þennan samning fremur en að gerðardómur taki einhliða ákvörðun fyrir hönd hjúkrunarfræðinga og þeir hafi ekkert um það að segja. Þannig að við leggjum þetta bara í dóm hjúkrunarfræðinga núna og sjáum hvað þeir segja,“ segir Ólafur sem er hóflega bjartsýnn á að samningurinn verði samþykktur af hjúkrunarfræðingum. „Við erum náttúrulega ekki að ná markmiðum sem við lögðum upp með. Við lögðum upp með að jafna kynbundinn launamun og að menntun hjúkrunarfræðinga yrði metin sambærileg við aðra háskólamenntaða og við erum ekki að ná þeim markmiðum. Þannig að ég er svona hóflega bjartsýnn á að þetta verði samþykkt en eins og ég segi þá er það hvers og eins að meta það út frá þeim forsendum sem fyrir liggja.“
Kjaramál Verkfall 2016 Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Fleiri fréttir Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Sjá meira