Sigmundur Davíð: Mikið áhyggjuefni kæmust Píratar til valda Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. júní 2015 09:06 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra telur engar líkur á að Píratar komist til valda. Það yrði mikið áhyggjuefni fyrir land og þjóð. vísir/vilhelm „Ef almenn óánægja yrði til þess að byltingarflokkar og flokkar með mjög óljósar hugmyndir um lýðræði og flokkar sem vilja umbylta grunnstoðum samfélagsins nái áhrifum þá væri það mikið áhyggjuefni fyrir samfélagið allt og yrði stærri breyting en svo að staða einstakra stjórnmálamanna skipti máli.“ Þetta segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra í viðtali við DV í dag. Hann segist þó ekki telja að svo muni fara þrátt fyrir að Píratar séu iðulega stærsti flokkur landsins sé miðað við skoðanakannanir undanfarinna vikna. Sigmundur Davíð prýðir forsíðu DV sem dreift er ókeypis í hús í dag. Hann segir engar líkur á að kosningar fari eins og kannanir sýni nú. Færi svo, að fylgi Pírata fengi yfir 30% fylgi, „þá myndi taka við allt annars konar stefna í samfélaginu þar sem erfitt gæti verið að viðhalda þeim gildum sem við höfum þó verið að sækjast eftir og byggja upp um áratuga skeið.“ Birgitta Jónsdóttir, kapteinn Pírata, minnir ráðherrann á að flokkurinn sé í raun og veru til þótt vafalítið sé um óþolandi flugu að ræða í tjaldinu. Kvittar hún undir sem Birgitta Moskító.Hey, Silfurskeiðardrengir, þetta suð sem Píratar eru að mælast með, það er óþolandi flugan í tjaldinu, við erum í alvörunni til. Kær kveðja Birgitta Moskító.Posted by Birgitta Jónsdóttir on Thursday, June 25, 2015Þá vill ráðherrann ekki spá fyrir um hvort fylgi Framsóknar muni batna áður en kosið verður á nýjan leik eftir tæp tvö ár. Hann vill sömuleiðis ekki svara spurningunni hvort hann myndi hætta sem formaður yrðu úrslit í takt við spár. Fyrir því séu tvær ástæður. „Í fyrsta lagi vegna þess, eins og ég nefndi áðan, að ég tel engar líkur á að kosningar fari eins og kannanir nú. Í öðru lagi vegna þess að ef þær gerðu það og Píratar fengju 30–40 prósenta fylgi þá myndi taka við allt annars konar stefna í samfélaginu þar sem erfitt gæti verið að viðhalda þeim gildum sem við höfum þó verið að sækjast eftir og byggja upp um áratuga skeið.“ Ráðherrann segir áhyggjuefni hve langt til vinstri Samfylkingin hafi haldið sig undir stjórn síðustu tveggja formanna. Vöntun sé á borgaralegum krataflokki með sterk tengsl við verkalýðshreyfinguna. „Samfylkingin breyttist á einhverjum tímapunkti frá því að vera jafnaðarmannaflokkur í að verða flokkur sem ætlaði að reka sig fyrst og fremst út á það að fylgja skoðanasveiflum frá degi til dags. Það gekk ekki nógu vel og með innkomu Jóhönnu Sigurðardóttur var flokkurinn færður mjög hart til vinstri. Ég hélt að Árni Páll myndi færa flokkinn aftur inn á borgaralegu hliðina. Hann gerði það ekki, en samt virðast vinstri sinnuðustu öflin í flokknum hafa ætlað að setja hann af.“ Alþingi Tengdar fréttir Segir Framsókn hafa staðið við stóru kosningarloforðin Piratar þurfa tímarúm til að meta stöðuna. 23. júní 2015 16:15 Píratar langstærsti stjórnmálaflokkurinn á Íslandi Píratar er stærsta stjórnmálaaflið á Íslandi ef marka má könnun MMR sem kannaði fylgi stjórnmálaflokka og stuðning við ríkisstjórnina á tímabilinu 16. til 21. apríl 2015. 4. maí 2015 10:47 Píratar stærri en stjórnarflokkarnir til samans Fylgi Pírata mælist nú um 34,1 prósent. Ef kosið yrði í dag fengju Píratar 24 þingmenn kjörna en Sjálfstæðisflokkur og Framsókn hlytu samanlegt 20 þingmenn. 1. júní 2015 22:28 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
„Ef almenn óánægja yrði til þess að byltingarflokkar og flokkar með mjög óljósar hugmyndir um lýðræði og flokkar sem vilja umbylta grunnstoðum samfélagsins nái áhrifum þá væri það mikið áhyggjuefni fyrir samfélagið allt og yrði stærri breyting en svo að staða einstakra stjórnmálamanna skipti máli.“ Þetta segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra í viðtali við DV í dag. Hann segist þó ekki telja að svo muni fara þrátt fyrir að Píratar séu iðulega stærsti flokkur landsins sé miðað við skoðanakannanir undanfarinna vikna. Sigmundur Davíð prýðir forsíðu DV sem dreift er ókeypis í hús í dag. Hann segir engar líkur á að kosningar fari eins og kannanir sýni nú. Færi svo, að fylgi Pírata fengi yfir 30% fylgi, „þá myndi taka við allt annars konar stefna í samfélaginu þar sem erfitt gæti verið að viðhalda þeim gildum sem við höfum þó verið að sækjast eftir og byggja upp um áratuga skeið.“ Birgitta Jónsdóttir, kapteinn Pírata, minnir ráðherrann á að flokkurinn sé í raun og veru til þótt vafalítið sé um óþolandi flugu að ræða í tjaldinu. Kvittar hún undir sem Birgitta Moskító.Hey, Silfurskeiðardrengir, þetta suð sem Píratar eru að mælast með, það er óþolandi flugan í tjaldinu, við erum í alvörunni til. Kær kveðja Birgitta Moskító.Posted by Birgitta Jónsdóttir on Thursday, June 25, 2015Þá vill ráðherrann ekki spá fyrir um hvort fylgi Framsóknar muni batna áður en kosið verður á nýjan leik eftir tæp tvö ár. Hann vill sömuleiðis ekki svara spurningunni hvort hann myndi hætta sem formaður yrðu úrslit í takt við spár. Fyrir því séu tvær ástæður. „Í fyrsta lagi vegna þess, eins og ég nefndi áðan, að ég tel engar líkur á að kosningar fari eins og kannanir nú. Í öðru lagi vegna þess að ef þær gerðu það og Píratar fengju 30–40 prósenta fylgi þá myndi taka við allt annars konar stefna í samfélaginu þar sem erfitt gæti verið að viðhalda þeim gildum sem við höfum þó verið að sækjast eftir og byggja upp um áratuga skeið.“ Ráðherrann segir áhyggjuefni hve langt til vinstri Samfylkingin hafi haldið sig undir stjórn síðustu tveggja formanna. Vöntun sé á borgaralegum krataflokki með sterk tengsl við verkalýðshreyfinguna. „Samfylkingin breyttist á einhverjum tímapunkti frá því að vera jafnaðarmannaflokkur í að verða flokkur sem ætlaði að reka sig fyrst og fremst út á það að fylgja skoðanasveiflum frá degi til dags. Það gekk ekki nógu vel og með innkomu Jóhönnu Sigurðardóttur var flokkurinn færður mjög hart til vinstri. Ég hélt að Árni Páll myndi færa flokkinn aftur inn á borgaralegu hliðina. Hann gerði það ekki, en samt virðast vinstri sinnuðustu öflin í flokknum hafa ætlað að setja hann af.“
Alþingi Tengdar fréttir Segir Framsókn hafa staðið við stóru kosningarloforðin Piratar þurfa tímarúm til að meta stöðuna. 23. júní 2015 16:15 Píratar langstærsti stjórnmálaflokkurinn á Íslandi Píratar er stærsta stjórnmálaaflið á Íslandi ef marka má könnun MMR sem kannaði fylgi stjórnmálaflokka og stuðning við ríkisstjórnina á tímabilinu 16. til 21. apríl 2015. 4. maí 2015 10:47 Píratar stærri en stjórnarflokkarnir til samans Fylgi Pírata mælist nú um 34,1 prósent. Ef kosið yrði í dag fengju Píratar 24 þingmenn kjörna en Sjálfstæðisflokkur og Framsókn hlytu samanlegt 20 þingmenn. 1. júní 2015 22:28 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Segir Framsókn hafa staðið við stóru kosningarloforðin Piratar þurfa tímarúm til að meta stöðuna. 23. júní 2015 16:15
Píratar langstærsti stjórnmálaflokkurinn á Íslandi Píratar er stærsta stjórnmálaaflið á Íslandi ef marka má könnun MMR sem kannaði fylgi stjórnmálaflokka og stuðning við ríkisstjórnina á tímabilinu 16. til 21. apríl 2015. 4. maí 2015 10:47
Píratar stærri en stjórnarflokkarnir til samans Fylgi Pírata mælist nú um 34,1 prósent. Ef kosið yrði í dag fengju Píratar 24 þingmenn kjörna en Sjálfstæðisflokkur og Framsókn hlytu samanlegt 20 þingmenn. 1. júní 2015 22:28
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent