Freyr: Eigum bestu stuðningsmenn á landinu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. júní 2015 22:21 Freyr og félagar hafa ekki unnið í síðustu fimm leikjum. vísir/stefán Freyr Alexandersson, annar þjálfara Leiknis, var ósáttur að fá ekki neitt úr leiknum gegn KR í kvöld. "Þetta er mjög blóðugt og svekkjandi. Það er mín upplifun að við hefðum átt að fá meira út úr þessum leik," sagði Freyr. "Við vorum með þá á löngum köflum og fáum svo á okkur mark eftir fast leikatriði sem er mjög ólíkt okkur." Eyjólfur Tómasson, markvörður Leiknis, leit ekki vel út í markinu sem KR skoraði og lét svo reka sig út af á lokamínútunni fyrir að handleika boltann utan vítateigs. Freyr var að vonum óánægður með Eyjólf í þessum atvikum. "Eyjólfur var frábær fram að markinu og var búinn að grípa vel inn í. Þeir réðust á hann í hornum en hann vælir ekkert, heldur réðist á boltann. "En svo gerir hann mistök í markinu og hann veit það manna best. Og í kjölfarið fékk hann þetta rauða spjald." Leiknismenn sköpuðu sér ekki mikið í leiknum í kvöld en þó nógu mikið að mati Freys til að skora. "Við fáum nægilega mörg færi og opnanir til að skora á þá. Þeir áttu ekki fleiri færi en við. Munurinn er að þeir skoruðu úr föstu leikatriði og maður er bara drullusvekktur, þar sem augnablikið var okkar og kvöldið var okkar. "Mér fannst við mjög vel skipulagðir og planið gekk upp hjá okkur," sagði Freyr en Leiknir hefur nú ekki unnið síðustu fimm leiki sína í Pepsi-deildinni og er aðeins einu stigi frá fallsæti. Þjálfarinn hrósaði stuðningsmannasveitinni Leiknisljónunum fyrir þeirra framgöngu í kvöld en þau sungu allan leikinn og sennilega í 10 mínútur eftir að Valdimar Pálsson, dómari leiksins, flautaði til leiksloka. "Við gerðum okkur grein fyrir að þetta yrði erfitt en það sest alltaf á sálina að vinna ekki leiki. Það er óþolandi og það er ennþá meira óþolandi þegar þú átt bestu stuðningsmenn á landinu og getur ekki gefið þeim sigur. "Við setum þá kröfu á okkur sjálfa að ná í þrjú stig gegn Keflavík. Við gerum allt sem við getum til að vinna þann leik," sagði Freyr að lokum en Leiknir og Keflavík mætast á Leiknisvelli eftir tvær vikur. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍBV - Breiðablik 2-0 | Fyrsta tap Blika kom í Eyjum | Sjáðu mörkin ÍBV er í fallsæti og tekur á móti öflugu liði Breiðabliks sem fer á toppinn, um stundarsakir að minnsta kosti, með sigri. 28. júní 2015 00:01 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - ÍA 4-2 | Júní-Valsarar sannfærandi Patrick Pedersen skoraði tvö mörk fyrir Val sem tapaði ekki leik í júnímánuði. 28. júní 2015 21:45 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fjölnir - FH 1-3 | Þriggja stiga forysta FH á toppnum FH kom sér í enn betri stöðu á toppi Pepsi-deildar karla með 3-1 sigri á Fjölni í Grafarvogi í kvöld. 28. júní 2015 23:15 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Leiknir 1-0 | KR kreisti út sigur gegn nýliðunum KR bar sigurorð af Leikni með einu marki gegn engu á heimavelli í 10. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. 28. júní 2015 00:01 Mest lesið Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Aþena lagði Grindavík Körfubolti Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fótbolti Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Handbolti Haukar voru betri í dag Körfubolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dramatík á Villa Park Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Fleiri fréttir Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Sjá meira
Freyr Alexandersson, annar þjálfara Leiknis, var ósáttur að fá ekki neitt úr leiknum gegn KR í kvöld. "Þetta er mjög blóðugt og svekkjandi. Það er mín upplifun að við hefðum átt að fá meira út úr þessum leik," sagði Freyr. "Við vorum með þá á löngum köflum og fáum svo á okkur mark eftir fast leikatriði sem er mjög ólíkt okkur." Eyjólfur Tómasson, markvörður Leiknis, leit ekki vel út í markinu sem KR skoraði og lét svo reka sig út af á lokamínútunni fyrir að handleika boltann utan vítateigs. Freyr var að vonum óánægður með Eyjólf í þessum atvikum. "Eyjólfur var frábær fram að markinu og var búinn að grípa vel inn í. Þeir réðust á hann í hornum en hann vælir ekkert, heldur réðist á boltann. "En svo gerir hann mistök í markinu og hann veit það manna best. Og í kjölfarið fékk hann þetta rauða spjald." Leiknismenn sköpuðu sér ekki mikið í leiknum í kvöld en þó nógu mikið að mati Freys til að skora. "Við fáum nægilega mörg færi og opnanir til að skora á þá. Þeir áttu ekki fleiri færi en við. Munurinn er að þeir skoruðu úr föstu leikatriði og maður er bara drullusvekktur, þar sem augnablikið var okkar og kvöldið var okkar. "Mér fannst við mjög vel skipulagðir og planið gekk upp hjá okkur," sagði Freyr en Leiknir hefur nú ekki unnið síðustu fimm leiki sína í Pepsi-deildinni og er aðeins einu stigi frá fallsæti. Þjálfarinn hrósaði stuðningsmannasveitinni Leiknisljónunum fyrir þeirra framgöngu í kvöld en þau sungu allan leikinn og sennilega í 10 mínútur eftir að Valdimar Pálsson, dómari leiksins, flautaði til leiksloka. "Við gerðum okkur grein fyrir að þetta yrði erfitt en það sest alltaf á sálina að vinna ekki leiki. Það er óþolandi og það er ennþá meira óþolandi þegar þú átt bestu stuðningsmenn á landinu og getur ekki gefið þeim sigur. "Við setum þá kröfu á okkur sjálfa að ná í þrjú stig gegn Keflavík. Við gerum allt sem við getum til að vinna þann leik," sagði Freyr að lokum en Leiknir og Keflavík mætast á Leiknisvelli eftir tvær vikur.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍBV - Breiðablik 2-0 | Fyrsta tap Blika kom í Eyjum | Sjáðu mörkin ÍBV er í fallsæti og tekur á móti öflugu liði Breiðabliks sem fer á toppinn, um stundarsakir að minnsta kosti, með sigri. 28. júní 2015 00:01 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - ÍA 4-2 | Júní-Valsarar sannfærandi Patrick Pedersen skoraði tvö mörk fyrir Val sem tapaði ekki leik í júnímánuði. 28. júní 2015 21:45 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fjölnir - FH 1-3 | Þriggja stiga forysta FH á toppnum FH kom sér í enn betri stöðu á toppi Pepsi-deildar karla með 3-1 sigri á Fjölni í Grafarvogi í kvöld. 28. júní 2015 23:15 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Leiknir 1-0 | KR kreisti út sigur gegn nýliðunum KR bar sigurorð af Leikni með einu marki gegn engu á heimavelli í 10. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. 28. júní 2015 00:01 Mest lesið Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Aþena lagði Grindavík Körfubolti Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fótbolti Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Handbolti Haukar voru betri í dag Körfubolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dramatík á Villa Park Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Fleiri fréttir Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍBV - Breiðablik 2-0 | Fyrsta tap Blika kom í Eyjum | Sjáðu mörkin ÍBV er í fallsæti og tekur á móti öflugu liði Breiðabliks sem fer á toppinn, um stundarsakir að minnsta kosti, með sigri. 28. júní 2015 00:01
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - ÍA 4-2 | Júní-Valsarar sannfærandi Patrick Pedersen skoraði tvö mörk fyrir Val sem tapaði ekki leik í júnímánuði. 28. júní 2015 21:45
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fjölnir - FH 1-3 | Þriggja stiga forysta FH á toppnum FH kom sér í enn betri stöðu á toppi Pepsi-deildar karla með 3-1 sigri á Fjölni í Grafarvogi í kvöld. 28. júní 2015 23:15
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Leiknir 1-0 | KR kreisti út sigur gegn nýliðunum KR bar sigurorð af Leikni með einu marki gegn engu á heimavelli í 10. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. 28. júní 2015 00:01