Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. ágúst 2025 14:27 Feðgarnir Daníel Tristan og Eiður Smári Guðjohnsen. vísir/malmö/getty Arnar Gunnlaugsson hefur mikla trú á Daníel Tristan Guðjohnsen sem hann valdi í fyrsta sinn í íslenska landsliðið í dag. Daníel er nítján ára framherji Malmö í Svíþjóð. Hann er annar tveggja nýliða í íslenska landsliðshópnum sem mætir Aserbaídsjan og Frakklandi í fyrstu leikjunum í undankeppni HM 2026 í næsta mánuði. Hinn nýliðinn er Gísli Gottskálk Þórðarson, miðjumaður pólska liðsins Lech Poznan. Arnar segir að Daníel og Gísli hafi ekki verið valdir bara til að vera með. Hann treysti þeim til að láta til sín taka með landsliðinu. „Ég held að þetta komi ekki neitt á óvart fyrir þá sem hafa fylgst með mínum ferli hjá Víkingi. Ég fíla unga og góða leikmenn og ég tek það fram að þeir eru ekki þarna til að fylla upp í einhvern númer. Þeir eru að fara að gera sig gildandi,“ sagði Arnar á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag. Eldri bróðir Daníels, Andri Lucas, er í hópnum en þeir eru þriðji ættliðurinn sem spilar fyrir landsliðið. Faðir þeirra, Eiður Smári, var lengi landsliðsfyrirliði og átti markamet landsliðsins um árabil, og afinn, Arnór, átti sömuleiðis langan landsliðsferil. Arnar segir að Daníel sé ekki líkur pabba sínum sem leikmaður. „Nei, eiginlega ekki. Það er bara svona Guðjohsen-svægi í honum sem fer ekki framhjá neinum. Hann er mikill vítateigsframherji sem mun henta okkur vel. Við viljum fá beinskeyttan leik á móti Aserbaídsjan hér heima, ekki bara halda boltanum kjaftæði heldur vera beinskeyttir og setja þá undir pressu strax,“ sagði Arnar. „Hugmyndin er líka sú að Orri [Steinn Óskarsson, landsliðsfyrirliði] átti gott undirbúningstímabil en hefur ekki spilað mikið undanfarna mánuði og Andri Lucas ekki heldur. Hugmyndin er að hafa líkamlega sterka leikmenn til taks til að koma inn á ef á þarf að halda.“ Daníel hefur leikið 25 leiki fyrir yngri landslið Íslands og skorað sjö mörk. Hann hefur skorað tvö mörk og lagt upp fimm í fimmtán leikjum í sænsku úrvalsdeildinni á tímabilinu. Ísland tekur á móti Aserbaísjan á Laugardalsvelli föstudaginn 5. september og flýgur svo í útileik gegn Frakklandi þriðjudaginn 9. september. Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Íslenski boltinn Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Sjá meira
Daníel er nítján ára framherji Malmö í Svíþjóð. Hann er annar tveggja nýliða í íslenska landsliðshópnum sem mætir Aserbaídsjan og Frakklandi í fyrstu leikjunum í undankeppni HM 2026 í næsta mánuði. Hinn nýliðinn er Gísli Gottskálk Þórðarson, miðjumaður pólska liðsins Lech Poznan. Arnar segir að Daníel og Gísli hafi ekki verið valdir bara til að vera með. Hann treysti þeim til að láta til sín taka með landsliðinu. „Ég held að þetta komi ekki neitt á óvart fyrir þá sem hafa fylgst með mínum ferli hjá Víkingi. Ég fíla unga og góða leikmenn og ég tek það fram að þeir eru ekki þarna til að fylla upp í einhvern númer. Þeir eru að fara að gera sig gildandi,“ sagði Arnar á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag. Eldri bróðir Daníels, Andri Lucas, er í hópnum en þeir eru þriðji ættliðurinn sem spilar fyrir landsliðið. Faðir þeirra, Eiður Smári, var lengi landsliðsfyrirliði og átti markamet landsliðsins um árabil, og afinn, Arnór, átti sömuleiðis langan landsliðsferil. Arnar segir að Daníel sé ekki líkur pabba sínum sem leikmaður. „Nei, eiginlega ekki. Það er bara svona Guðjohsen-svægi í honum sem fer ekki framhjá neinum. Hann er mikill vítateigsframherji sem mun henta okkur vel. Við viljum fá beinskeyttan leik á móti Aserbaídsjan hér heima, ekki bara halda boltanum kjaftæði heldur vera beinskeyttir og setja þá undir pressu strax,“ sagði Arnar. „Hugmyndin er líka sú að Orri [Steinn Óskarsson, landsliðsfyrirliði] átti gott undirbúningstímabil en hefur ekki spilað mikið undanfarna mánuði og Andri Lucas ekki heldur. Hugmyndin er að hafa líkamlega sterka leikmenn til taks til að koma inn á ef á þarf að halda.“ Daníel hefur leikið 25 leiki fyrir yngri landslið Íslands og skorað sjö mörk. Hann hefur skorað tvö mörk og lagt upp fimm í fimmtán leikjum í sænsku úrvalsdeildinni á tímabilinu. Ísland tekur á móti Aserbaísjan á Laugardalsvelli föstudaginn 5. september og flýgur svo í útileik gegn Frakklandi þriðjudaginn 9. september.
Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Íslenski boltinn Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann