Kom hálfhlæjandi í pontu og sagði fyrirspurn „sérkennilega“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. júní 2015 10:51 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra kom hálfhlæjandi í pontu á Alþingi í morgun eftir fyrirspurn Árna Páls Árnasonar. vísir/vilhelm Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, furðaði sig á fyrirspurn sem Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, lagði fyrir hann í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun. Fyrirspurnin sneri að nauðasamningum föllnu bankanna og stöðuleikaframlags þeirra vegna afnáms gjaldeyrishafta en geri þrotabúin samninga munu þau ekki þurfa að greiða 39% stöðugleikaskatt. Þrotabúin þurfa hins vegar að fallast á stöðugleikaskilyrði vegna nauðasamninganna en Árni Páll sagði að miklu munaði á því hvað kæmi inn í þjóðarbúið, annars vegar með stöðugleikaskatti og hins vegar með stöðugleikaskilyrðunum. „Ég vil þess vegna spyrja hæstvirtan forsætisráðherra hvort hann sé algjörlega sannfærður um að það séu efnisrök fyrir því að veita kröfuhöfunum þennan afslátt og að það sé engin leið að ganga lengra gagnvart þeim.“Eins og Árni Páll væri að stíga út úr tímavél Forsætisráðherra kom hálfhlæjandi í pontu og sagði við upphaf ræðu sinnar að þetta væri svolítið sérkennileg fyrirspurn. Hún kæmi þó að öllu leyti ekki á óvart fyrir þá sem lesa blogg og Facebook-færslur Össurar Skarphéðinssonar. Þá sagði forsætisráðherra að það væri eins og Árni Páll væri að stíga út úr tímavél þar sem hann væri mikið búinn að fjalla um kosti þeirra leiða sem væru til umræðu. Sigmundur Davíð sagði að nú ætti greinilega að fara þá braut að skapa einhverjar efasemdir um þetta allt saman. „Eins og háttvirtur þingmaður veit mætavel þá er munurinn á stöðugleikaskattinum og stöðugleikaskilyrðunum sá að stöðugleikaskilyrðin laga sig að umfangi vandans. Þar af leiðandi fer sú upphæð sem þar er um að ræða eftir umfangi vandans,“ sagði Sigmundur og bætti við að ýmsir aðrir liðir komi til viðbótar við stöðugleikaframlagið. Á heildina litið geti því upphæðirnar í samningaleiðinni orðið hærri en þær sem um ræðir í skattinum.Sleppti því að svara „skítkasti“ forsætisráðherra Árni Páll sagðist ætla að sleppa því að svara því sem hann kallaði „skítkast“ forsætisráðherra í sinn garð og Samfylkingarinnar. Hann ítrekaði hins vegar spurningu sína um hvort hann teldi þetta fullnægjandi niðurstöðu þar sem ekki væri ljóst hver stöðugleikaskilyrðin væru. Forsætisráðherra sagði það hins vegar liggja fyrir hvað fælist í stöðugleikaskilyrðunum. „Þau snúast um stöðugleikaframlag og ýmsar aðrar ráðstafanir sem háttvirtur þingmaður hlýtur að þekkja og hlýtur að vera búinn að kynna sér og hlýtur líka að vera þeirrar skoðunar að ef að þetta er hannað til að tryggja það að sama hversu stór vandinn verður muni það skila nægilega háum upphæðum til að takast á við þann vanda.“Uppfært klukkan 11.40: Í upphaflegri útgáfu þessarar fréttar var sagt í fyrirsögn að fyrirspurnin hefði snúist um stöðugleikaskatt. Hið rétta er að hún varðaði stöðuleikaskilyrðin og hefur það nú verið lagfært. Alþingi Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, furðaði sig á fyrirspurn sem Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, lagði fyrir hann í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun. Fyrirspurnin sneri að nauðasamningum föllnu bankanna og stöðuleikaframlags þeirra vegna afnáms gjaldeyrishafta en geri þrotabúin samninga munu þau ekki þurfa að greiða 39% stöðugleikaskatt. Þrotabúin þurfa hins vegar að fallast á stöðugleikaskilyrði vegna nauðasamninganna en Árni Páll sagði að miklu munaði á því hvað kæmi inn í þjóðarbúið, annars vegar með stöðugleikaskatti og hins vegar með stöðugleikaskilyrðunum. „Ég vil þess vegna spyrja hæstvirtan forsætisráðherra hvort hann sé algjörlega sannfærður um að það séu efnisrök fyrir því að veita kröfuhöfunum þennan afslátt og að það sé engin leið að ganga lengra gagnvart þeim.“Eins og Árni Páll væri að stíga út úr tímavél Forsætisráðherra kom hálfhlæjandi í pontu og sagði við upphaf ræðu sinnar að þetta væri svolítið sérkennileg fyrirspurn. Hún kæmi þó að öllu leyti ekki á óvart fyrir þá sem lesa blogg og Facebook-færslur Össurar Skarphéðinssonar. Þá sagði forsætisráðherra að það væri eins og Árni Páll væri að stíga út úr tímavél þar sem hann væri mikið búinn að fjalla um kosti þeirra leiða sem væru til umræðu. Sigmundur Davíð sagði að nú ætti greinilega að fara þá braut að skapa einhverjar efasemdir um þetta allt saman. „Eins og háttvirtur þingmaður veit mætavel þá er munurinn á stöðugleikaskattinum og stöðugleikaskilyrðunum sá að stöðugleikaskilyrðin laga sig að umfangi vandans. Þar af leiðandi fer sú upphæð sem þar er um að ræða eftir umfangi vandans,“ sagði Sigmundur og bætti við að ýmsir aðrir liðir komi til viðbótar við stöðugleikaframlagið. Á heildina litið geti því upphæðirnar í samningaleiðinni orðið hærri en þær sem um ræðir í skattinum.Sleppti því að svara „skítkasti“ forsætisráðherra Árni Páll sagðist ætla að sleppa því að svara því sem hann kallaði „skítkast“ forsætisráðherra í sinn garð og Samfylkingarinnar. Hann ítrekaði hins vegar spurningu sína um hvort hann teldi þetta fullnægjandi niðurstöðu þar sem ekki væri ljóst hver stöðugleikaskilyrðin væru. Forsætisráðherra sagði það hins vegar liggja fyrir hvað fælist í stöðugleikaskilyrðunum. „Þau snúast um stöðugleikaframlag og ýmsar aðrar ráðstafanir sem háttvirtur þingmaður hlýtur að þekkja og hlýtur að vera búinn að kynna sér og hlýtur líka að vera þeirrar skoðunar að ef að þetta er hannað til að tryggja það að sama hversu stór vandinn verður muni það skila nægilega háum upphæðum til að takast á við þann vanda.“Uppfært klukkan 11.40: Í upphaflegri útgáfu þessarar fréttar var sagt í fyrirsögn að fyrirspurnin hefði snúist um stöðugleikaskatt. Hið rétta er að hún varðaði stöðuleikaskilyrðin og hefur það nú verið lagfært.
Alþingi Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Sjá meira