Sagði alla vita að Sigmundur Davíð væri hetja sem léti hvorki kúga sig né hóta sér Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. júní 2015 12:29 Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, vildi vita hverju kröfuhafar hefðu hótað forsætisráðherra. Vísir/GVA Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, spurði Sigmund Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, út í ummæli hans í DV í liðinni viku um að honum og landinu hefði verið hótað í tengslum við afnám gjaldeyrishafta. Vildi þingmaðurinn vita í hverju þessar hótanir hafi falist enda sagði hann að taka bæri það alvarlega ef mönnum væri hótað. Þá spurði Steingrímur jafnframt hvort að ráðherrann hefði leitað til lögreglu vegna hótananna og jafnvel kært þær eða hvort hann ætlaði að gera það. Bætti þingmaðurinn við að honum þætti erfitt að hafa engar aðrar upplýsingar en óljósar fréttir úr DV um málið.Hótanir bæði vegna Icesave og afnáms hafta Sigmundur Davíð kvaðst alloft hafa lýst ýmsu í framgöngu kröfuhafa og þeim aðferðum sem þeir beita til þess að gæta hagsmuna sinna. Hann fagnaði því sérstaklega að Steingrímur J. Sigfússon væri nú farinn að taka þessa umræðu alvarlega og sagði að þingmaðurinn hefði mátt gera það miklu fyrr. Forsætisráðherra sagði hótanir af ýmsu tagi hafa legið í loftinu, ekki bara vegna afnáms gjaldeyrishafta, heldur nefndi hann einnig Icesave. „Þar var því haldið fram af sumum stjórnmálamönnum og álitsgjöfum að það færi illa fyrir Íslandi á allan mögulegan hátt ef að við létum ekki undan þrýstingi um að taka á okkur Icesave-kröfurnar. Svipaða umræðu hefur verið reynt að setja af stað í tengslum við þetta mál. [...] En við höfum ekki í þessu máli, frekar en í Icesave-málinu, látið slíka tilburði hafa nokkur einustu áhrif á okkur enda væri það algjörlega óásættanlegt fyrir sjálfstæða þjóð að láta slíkar aðferðir hafa einhver áhrif á ákvarðanatöku,“ sagði Sigmundur Davíð.„Skelfing er þetta nú aumt“ Steingrímur sagðist ekki hafa verið að spyrja um Icesave og að hann hefði ekki farið í pontu svo forsætisráðherra gæti enn einu sinni komið því á framfæri við þjóðina að hann væri hetja sem léti ekki kúga sig eða hóta sér. „Það vitum við auðvitað öll, hann er búinn að segja það svo oft sjálfur að það liggur alveg fyrir opinberlega.“ Þingmaðurinn ítrekaði svo spurningu sína um umræddar hótanir og hverjar þær væru, ekki síst vegna frumvarpa um afnám gjaldeyrishafta sem bíða nú afgreiðslu á þingi. Steingrímur sagði að þá kynnu að vera uppi efasemdir um það að samningaleiðin væri nægjanleg. „Skelfing er þetta nú aumt. Voðalega er nú lágt lagst þegar dregnar eru fram svona langsóttar tilraunir til þess að gera það tortryggilegt sem háttvirtur þingmaður, eins og allir aðrir í þessum sal, fagnaði fyrir fáeinum vikum síðan en sér væntanlega núna eitthvað tækifæri í því að búa til tortryggni um þetta mál eins og allt annað.“ Sigmundur sagði svo að Steingrímur þyrfti ekkert að fullyrða um það að forsætisráðherra sjálfur héldi því fram að hann væri einhver hetja. „En ef ég ætlaði að læra slíkt af einhverjum þá myndi ég líta til viðtala við háttvirtan þingmann Steingrím J. Sigfússon á síðasta kjörtímabili. Þar skorti ekki lýsingarnar á eigin ágæti.“ Alþingi Tengdar fréttir Kom hálfhlæjandi í pontu og sagði fyrirspurn „sérkennilega“ Árni Páll Árnason spurði Sigmund Davíð Gunnlaugsson út í stöðugleikaskilyrði vegna nauðasamninga þrotabúa bankanna. 29. júní 2015 10:51 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Fleiri fréttir Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, spurði Sigmund Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, út í ummæli hans í DV í liðinni viku um að honum og landinu hefði verið hótað í tengslum við afnám gjaldeyrishafta. Vildi þingmaðurinn vita í hverju þessar hótanir hafi falist enda sagði hann að taka bæri það alvarlega ef mönnum væri hótað. Þá spurði Steingrímur jafnframt hvort að ráðherrann hefði leitað til lögreglu vegna hótananna og jafnvel kært þær eða hvort hann ætlaði að gera það. Bætti þingmaðurinn við að honum þætti erfitt að hafa engar aðrar upplýsingar en óljósar fréttir úr DV um málið.Hótanir bæði vegna Icesave og afnáms hafta Sigmundur Davíð kvaðst alloft hafa lýst ýmsu í framgöngu kröfuhafa og þeim aðferðum sem þeir beita til þess að gæta hagsmuna sinna. Hann fagnaði því sérstaklega að Steingrímur J. Sigfússon væri nú farinn að taka þessa umræðu alvarlega og sagði að þingmaðurinn hefði mátt gera það miklu fyrr. Forsætisráðherra sagði hótanir af ýmsu tagi hafa legið í loftinu, ekki bara vegna afnáms gjaldeyrishafta, heldur nefndi hann einnig Icesave. „Þar var því haldið fram af sumum stjórnmálamönnum og álitsgjöfum að það færi illa fyrir Íslandi á allan mögulegan hátt ef að við létum ekki undan þrýstingi um að taka á okkur Icesave-kröfurnar. Svipaða umræðu hefur verið reynt að setja af stað í tengslum við þetta mál. [...] En við höfum ekki í þessu máli, frekar en í Icesave-málinu, látið slíka tilburði hafa nokkur einustu áhrif á okkur enda væri það algjörlega óásættanlegt fyrir sjálfstæða þjóð að láta slíkar aðferðir hafa einhver áhrif á ákvarðanatöku,“ sagði Sigmundur Davíð.„Skelfing er þetta nú aumt“ Steingrímur sagðist ekki hafa verið að spyrja um Icesave og að hann hefði ekki farið í pontu svo forsætisráðherra gæti enn einu sinni komið því á framfæri við þjóðina að hann væri hetja sem léti ekki kúga sig eða hóta sér. „Það vitum við auðvitað öll, hann er búinn að segja það svo oft sjálfur að það liggur alveg fyrir opinberlega.“ Þingmaðurinn ítrekaði svo spurningu sína um umræddar hótanir og hverjar þær væru, ekki síst vegna frumvarpa um afnám gjaldeyrishafta sem bíða nú afgreiðslu á þingi. Steingrímur sagði að þá kynnu að vera uppi efasemdir um það að samningaleiðin væri nægjanleg. „Skelfing er þetta nú aumt. Voðalega er nú lágt lagst þegar dregnar eru fram svona langsóttar tilraunir til þess að gera það tortryggilegt sem háttvirtur þingmaður, eins og allir aðrir í þessum sal, fagnaði fyrir fáeinum vikum síðan en sér væntanlega núna eitthvað tækifæri í því að búa til tortryggni um þetta mál eins og allt annað.“ Sigmundur sagði svo að Steingrímur þyrfti ekkert að fullyrða um það að forsætisráðherra sjálfur héldi því fram að hann væri einhver hetja. „En ef ég ætlaði að læra slíkt af einhverjum þá myndi ég líta til viðtala við háttvirtan þingmann Steingrím J. Sigfússon á síðasta kjörtímabili. Þar skorti ekki lýsingarnar á eigin ágæti.“
Alþingi Tengdar fréttir Kom hálfhlæjandi í pontu og sagði fyrirspurn „sérkennilega“ Árni Páll Árnason spurði Sigmund Davíð Gunnlaugsson út í stöðugleikaskilyrði vegna nauðasamninga þrotabúa bankanna. 29. júní 2015 10:51 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Fleiri fréttir Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Sjá meira
Kom hálfhlæjandi í pontu og sagði fyrirspurn „sérkennilega“ Árni Páll Árnason spurði Sigmund Davíð Gunnlaugsson út í stöðugleikaskilyrði vegna nauðasamninga þrotabúa bankanna. 29. júní 2015 10:51