Þorsteinn Már: Veit ekki hvernig menn eiga að hafa komist í samninginn minn Tómas Þór Þórðarson skrifar 29. júní 2015 15:15 Þorsteinn Már á fullri ferð í leik gegn ÍBV. vísir/stefán Þorsteinn Már Ragnarsson, framherji KR, var hetja sinna manna í Pepsi-deild karla í fótbolta í gærkvöldi þegar hann tryggði liðinu 1-0 sigur á nýliðum Leiknis. KR er nú búið að vinna tvo 1-0 sigra í röð og er í öðru sæti deildarinnar, þremur stigum á eftir FH sem það mætir í stórleik elleftu umferðar 19. júlí. „Það var frábært að skora. Það er alltaf léttir fyrir framherja að skora mörk. Að skora er það sem framherja eiga að gera,“ segir Þorsteinn Már við Vísi, en hann skoraði síðast í 5-0 bikarsigri á Keflavík 3. júní. Markið sem hann skoraði var nokkuð skrautlegt, en hann tók boltann viðstöðulaust á vítateigslínunni og skaut mátulega föstu skoti á markið sem Eyjólfur Tómasson, markvörður Leiknis, átti að verja.Var á leiðinni í vörn „Þetta var frábært skot, hvað meinarðu?“ segir Þosteinn og hlær aðspurður hvort hann hafi búist við því að skotið myndi enda í netinu. „Ég bjóst engan veginn við því að boltinn færi inn. Eyjólfur er svo fljótur að koma boltanum í leik að ég var lagður af stað í vörn nánast um leið og ég skaut.“ Þorsteinn Már kom inn af bekknum í gær, en hann hefur byrjað á bekknum í síðustu fjórum leikjum KR í deild og bikar.Enginn sáttur á bekknum „Ég er ekkert sáttur við mína stöðu. Það er enginn sáttur á bekknum,“ segir Þorsteinn. Samkvæmt heimildum Vísis er Þorsteinn búinn að gera upp hug sinn og ætlar hann að semja við Breiðablik þegar félagaskiptaglugginn opnar. Hann hefur hafnað öðrum liðum sem sóttust eftir að fara í viðræður við hann. Aðspurður hvort hann ætli að yfirgefa KR í glugganum segir hann: „Það er ekkert ákveðið. Það er langt þar til glugginn opnar og margir mikilvægir leikir fram að því. Ég hugsa bara mín mál núna en einbeiti mér alfarið að KR og hugsa ekki um neitt annað núna.“ Fullyrt hefur verið, meðal annars í útvarpsþættinum Akraborginni á X977, að Þorsteinn sé með klásúlu í samningi sínum þess efnis að hann megi fara nái hann ekki ákveðnum mínútufjölda með KR áður en glugginn opnar. „Ég veit ekki hvernig menn eiga að hafa komist í samninginn minn,“ segir Þorsteinn Már, en er það þá ekki rétt? „Ég er með mína klásúlu en ég segi ekkert hvað stendur í henni,“ segir Þorsteinn Már Ragnarsson. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Í beinni: ÍA - Vestri | Taplausir Vestramenn mæta í Akraneshöllina Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Sjá meira
Þorsteinn Már Ragnarsson, framherji KR, var hetja sinna manna í Pepsi-deild karla í fótbolta í gærkvöldi þegar hann tryggði liðinu 1-0 sigur á nýliðum Leiknis. KR er nú búið að vinna tvo 1-0 sigra í röð og er í öðru sæti deildarinnar, þremur stigum á eftir FH sem það mætir í stórleik elleftu umferðar 19. júlí. „Það var frábært að skora. Það er alltaf léttir fyrir framherja að skora mörk. Að skora er það sem framherja eiga að gera,“ segir Þorsteinn Már við Vísi, en hann skoraði síðast í 5-0 bikarsigri á Keflavík 3. júní. Markið sem hann skoraði var nokkuð skrautlegt, en hann tók boltann viðstöðulaust á vítateigslínunni og skaut mátulega föstu skoti á markið sem Eyjólfur Tómasson, markvörður Leiknis, átti að verja.Var á leiðinni í vörn „Þetta var frábært skot, hvað meinarðu?“ segir Þosteinn og hlær aðspurður hvort hann hafi búist við því að skotið myndi enda í netinu. „Ég bjóst engan veginn við því að boltinn færi inn. Eyjólfur er svo fljótur að koma boltanum í leik að ég var lagður af stað í vörn nánast um leið og ég skaut.“ Þorsteinn Már kom inn af bekknum í gær, en hann hefur byrjað á bekknum í síðustu fjórum leikjum KR í deild og bikar.Enginn sáttur á bekknum „Ég er ekkert sáttur við mína stöðu. Það er enginn sáttur á bekknum,“ segir Þorsteinn. Samkvæmt heimildum Vísis er Þorsteinn búinn að gera upp hug sinn og ætlar hann að semja við Breiðablik þegar félagaskiptaglugginn opnar. Hann hefur hafnað öðrum liðum sem sóttust eftir að fara í viðræður við hann. Aðspurður hvort hann ætli að yfirgefa KR í glugganum segir hann: „Það er ekkert ákveðið. Það er langt þar til glugginn opnar og margir mikilvægir leikir fram að því. Ég hugsa bara mín mál núna en einbeiti mér alfarið að KR og hugsa ekki um neitt annað núna.“ Fullyrt hefur verið, meðal annars í útvarpsþættinum Akraborginni á X977, að Þorsteinn sé með klásúlu í samningi sínum þess efnis að hann megi fara nái hann ekki ákveðnum mínútufjölda með KR áður en glugginn opnar. „Ég veit ekki hvernig menn eiga að hafa komist í samninginn minn,“ segir Þorsteinn Már, en er það þá ekki rétt? „Ég er með mína klásúlu en ég segi ekkert hvað stendur í henni,“ segir Þorsteinn Már Ragnarsson.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Í beinni: ÍA - Vestri | Taplausir Vestramenn mæta í Akraneshöllina Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Sjá meira