Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. ágúst 2025 22:03 Lukas Kwasniok fagnar sigurmarki Kölnarliðsins í blálokin á leik liðsns í fyrstu umferð þýsku deildarinnar. Getty/Alex Grimm Knattspyrnustjóri Kölnar fer aðeins aðrar leiðir í klæðaburði á hliðarlínunni í þýsku Bundesligunni. Íslenski landsliðsmaðurinn Ísak Bergmann Jóhannesson er kominn í nýtt félag í þýska boltanum og þar spilar hann fyrir pólska knattspyrnustjórann Lukas Kwasniok hjá Köln. Kölnarmenn hafa byrjað tímabilið vel, komust áfram í bikarnum þökk sé sigurmarki Ísaks og unnu dramatískan 1-0 sigur í fyrstu umferðinni um helgina Hinn 44 ára gamli Kwasniok er nýr hjá Kölnarliðinu alveg eins og Ísak Bergmann. Kwasniok var áður knattspyrnustjóri Paderborn í fjögur ár en var ráðinn hjá Köln í sumar. Hann stýrði Paderborn í þýsku b-deildinni í fyrra og vissi því alveg hvað bjó í Ísaki Bergmann var að gera flotta hluti hjá Fortuna Düsseldorf. Klæðaburður Kwasniok í sigrinum á Mainz um helgina vakti athygli. Kappinn mætti í gallabuxum og svo í keppnistreyju Kölnar. Liðið lék í útivallarbúningum sínum en hann var sjálfur í heimabúningnum á hliðarlínunni. Kwasniok var spurður út í treyjuna. „Ég sá kynninguna á treyjunni og fékk bara gæsahúð. Eftir það var ég búinn að ákveða mig og ef ég mætti þá myndi ég fara í hana. Ég vildi sýna félaginu að ég gef mig allan í þetta verkefni. Ég mun líka klæðast þessari treyju með stolti,“ sagði Lukas Kwasniok. „Það spillti ekki fyrir að með því að vera með rauðar og hvítar rendur á treyjunni þinni þá lítur þú fyrir að vera grennri. Miðað við það sem ég sá í sjónvarpinu eftir leik þá gekk það ekki alveg upp hjá mér,“ sagði Kwasniok léttur. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Þýski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Fleiri fréttir Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Sjá meira
Íslenski landsliðsmaðurinn Ísak Bergmann Jóhannesson er kominn í nýtt félag í þýska boltanum og þar spilar hann fyrir pólska knattspyrnustjórann Lukas Kwasniok hjá Köln. Kölnarmenn hafa byrjað tímabilið vel, komust áfram í bikarnum þökk sé sigurmarki Ísaks og unnu dramatískan 1-0 sigur í fyrstu umferðinni um helgina Hinn 44 ára gamli Kwasniok er nýr hjá Kölnarliðinu alveg eins og Ísak Bergmann. Kwasniok var áður knattspyrnustjóri Paderborn í fjögur ár en var ráðinn hjá Köln í sumar. Hann stýrði Paderborn í þýsku b-deildinni í fyrra og vissi því alveg hvað bjó í Ísaki Bergmann var að gera flotta hluti hjá Fortuna Düsseldorf. Klæðaburður Kwasniok í sigrinum á Mainz um helgina vakti athygli. Kappinn mætti í gallabuxum og svo í keppnistreyju Kölnar. Liðið lék í útivallarbúningum sínum en hann var sjálfur í heimabúningnum á hliðarlínunni. Kwasniok var spurður út í treyjuna. „Ég sá kynninguna á treyjunni og fékk bara gæsahúð. Eftir það var ég búinn að ákveða mig og ef ég mætti þá myndi ég fara í hana. Ég vildi sýna félaginu að ég gef mig allan í þetta verkefni. Ég mun líka klæðast þessari treyju með stolti,“ sagði Lukas Kwasniok. „Það spillti ekki fyrir að með því að vera með rauðar og hvítar rendur á treyjunni þinni þá lítur þú fyrir að vera grennri. Miðað við það sem ég sá í sjónvarpinu eftir leik þá gekk það ekki alveg upp hjá mér,“ sagði Kwasniok léttur. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports)
Þýski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Fleiri fréttir Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Sjá meira