Hvað gerir Keflavík með nýja þjálfara? Anton Ingi Leifsson skrifar 7. júní 2015 10:00 Keflavík er í veseni og þarf nauðsynlega á þremur stigum að halda í dag. vísir/getty Heil umferð fer fram í Pepsi-deild karla í kvöld, en sjöunda umferðin er leikin í dag. Nýjir þjálfarar verða við stjórnvölinn þegar Keflavík mætir ÍBV í rosalegum botnbaráttuslag í Keflavík í fyrsta leik dagsins. Haukur Ingi Guðnason og Jóhann Birnir Guðmundsson voru ráðnir þjálfarar Keflavíkur út tímabilið og þeim bíður ærið verkefni strax í fyrsta leik. Keflavík sem er á botninum með eitt stig mætir ÍBV sem er í því tíunda með fjögur stig, en ÍBV vann sinn fyrsta leik í síðustu umferð. ÍA og Fylkir mætast uppá Skipaskaga, en Skagamönnum hefur gengið afleitlega undanfarnar vikur. ÍA er í ellefta sætinu með fjögur stig, en liðið hefur tapað þremur leikjum í röð. Fylkismenn eru í áttunda sæti með átta stig eftir brösuga byrjun, en flestir bjuggust við meiru af Árbæjarliðinu. Nýliðar Leiknis hafa byrjað mótið af miklum krafti og eru komnir með átta stig eftir fyrstu sex leikina. Breiðablik hefur unnið þrjá leiki í röð og haldið hreinu í þeim öllum. Þeir eru komnir upp í þriðja sæti deildarinnar og eru stigi á eftir toppliðunum; FH og KR. Erkifjendurnir mætast á Hlíðarenda í kvöld, en þá mæta KR-ingar í heimsókn. Leikir þessara liða hefur verið hatrömm barátta í gegnum tíðina og líklega verður engin breyting þar á í dag. Valsmenn hafa verið hálfgert jójó það sem af er móti; unnið tvo, gert tvö jafntefli og tapað tveimur og sitja í sjöunda sætinu á meðan gestirnir í KR eru ásamt FH á toppnum. Þeir hafa unnið fimm leiki í röð í öllum keppnum. Stjarnan tapaði í fyrsta skipti í 27 leikjum í síðasta leik gegn Breiðabliki þegar liðið steinlá 3-0. Íslandsmeistararnir eru með níu stig eftir leikina sex sem búnir eru, en þeir fá Fjölni í heimsókn í hörkuleik. Fjölnismenn hafa farið vel af stað og eru með ellefu stig, sæti fyrir ofan Stjörnuna. Liðið hafa sætaskipti sigri Stjarnan á heimavelli sínum í kvöld. Síðasti leikur kvöldsins hefst svo klukkan 20:00 í Víkinni þar sem Víkingur fær FH í heimsókn. Víkingur hefur ekki byrjað mótð vel og er liðið með einungis sex stig eftir sex leiki, en liðið lenti í Evrópusæti á síðustu leiktíð. Hafnarfjarðarliðið er með þrettán stig á toppi deildarinnar og þarf að hafa fyrir hlutunum ætli liðið sér að halda toppsætinu, en KR og Breiðablik sækja hart að þeim. Allir leikir kvöldsins verða að sjálfsögðu í beinni á Boltavaktinni, en leikur Víkings og FH verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Leikurinn hefst klukkan 20:00, en útsending hefst 19:30. Pepsi-mörkin verða svo á sínum stað klukkan 22:00, en þar verður farið yfir allt það helsta í umferðinni og allt krufið til mergjar.Leikir dagsins: 17.00 Keflavík - ÍBV (Nettóvöllurinn) 19.15 ÍA - Fylkir (Norðurálsvöllurinn) 19.15 Leiknir R. - Breiðablik (Leiknisvöllur) 19.15 Valur - KR (Vodafonevöllurinn) 19.15 Stjarnan - Fjölnir (Samsung-völlurinn) 20.00 Víkingur R. - FH (Víkingsvöllur) Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Fleiri fréttir Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð Sjá meira
Heil umferð fer fram í Pepsi-deild karla í kvöld, en sjöunda umferðin er leikin í dag. Nýjir þjálfarar verða við stjórnvölinn þegar Keflavík mætir ÍBV í rosalegum botnbaráttuslag í Keflavík í fyrsta leik dagsins. Haukur Ingi Guðnason og Jóhann Birnir Guðmundsson voru ráðnir þjálfarar Keflavíkur út tímabilið og þeim bíður ærið verkefni strax í fyrsta leik. Keflavík sem er á botninum með eitt stig mætir ÍBV sem er í því tíunda með fjögur stig, en ÍBV vann sinn fyrsta leik í síðustu umferð. ÍA og Fylkir mætast uppá Skipaskaga, en Skagamönnum hefur gengið afleitlega undanfarnar vikur. ÍA er í ellefta sætinu með fjögur stig, en liðið hefur tapað þremur leikjum í röð. Fylkismenn eru í áttunda sæti með átta stig eftir brösuga byrjun, en flestir bjuggust við meiru af Árbæjarliðinu. Nýliðar Leiknis hafa byrjað mótið af miklum krafti og eru komnir með átta stig eftir fyrstu sex leikina. Breiðablik hefur unnið þrjá leiki í röð og haldið hreinu í þeim öllum. Þeir eru komnir upp í þriðja sæti deildarinnar og eru stigi á eftir toppliðunum; FH og KR. Erkifjendurnir mætast á Hlíðarenda í kvöld, en þá mæta KR-ingar í heimsókn. Leikir þessara liða hefur verið hatrömm barátta í gegnum tíðina og líklega verður engin breyting þar á í dag. Valsmenn hafa verið hálfgert jójó það sem af er móti; unnið tvo, gert tvö jafntefli og tapað tveimur og sitja í sjöunda sætinu á meðan gestirnir í KR eru ásamt FH á toppnum. Þeir hafa unnið fimm leiki í röð í öllum keppnum. Stjarnan tapaði í fyrsta skipti í 27 leikjum í síðasta leik gegn Breiðabliki þegar liðið steinlá 3-0. Íslandsmeistararnir eru með níu stig eftir leikina sex sem búnir eru, en þeir fá Fjölni í heimsókn í hörkuleik. Fjölnismenn hafa farið vel af stað og eru með ellefu stig, sæti fyrir ofan Stjörnuna. Liðið hafa sætaskipti sigri Stjarnan á heimavelli sínum í kvöld. Síðasti leikur kvöldsins hefst svo klukkan 20:00 í Víkinni þar sem Víkingur fær FH í heimsókn. Víkingur hefur ekki byrjað mótð vel og er liðið með einungis sex stig eftir sex leiki, en liðið lenti í Evrópusæti á síðustu leiktíð. Hafnarfjarðarliðið er með þrettán stig á toppi deildarinnar og þarf að hafa fyrir hlutunum ætli liðið sér að halda toppsætinu, en KR og Breiðablik sækja hart að þeim. Allir leikir kvöldsins verða að sjálfsögðu í beinni á Boltavaktinni, en leikur Víkings og FH verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Leikurinn hefst klukkan 20:00, en útsending hefst 19:30. Pepsi-mörkin verða svo á sínum stað klukkan 22:00, en þar verður farið yfir allt það helsta í umferðinni og allt krufið til mergjar.Leikir dagsins: 17.00 Keflavík - ÍBV (Nettóvöllurinn) 19.15 ÍA - Fylkir (Norðurálsvöllurinn) 19.15 Leiknir R. - Breiðablik (Leiknisvöllur) 19.15 Valur - KR (Vodafonevöllurinn) 19.15 Stjarnan - Fjölnir (Samsung-völlurinn) 20.00 Víkingur R. - FH (Víkingsvöllur)
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Fleiri fréttir Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð Sjá meira