„Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Andri Már Eggertsson skrifar 6. ágúst 2025 21:19 Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, á hliðarlínunni í leik kvöldsins Vísir/Pawel Cieslikiewicz Magnús Már Einarsson var hundfúll að hafa ekki fengið öll stigin út úr leik kvöldsins gegn Vestra þar sem hans menn fengu urmul af færum en leikurinn endaði með 1-1 jafntefli. „Við vorum ekki nógu grimmir inn í teig. Við komum boltanum oft inn í teig og við teiginn en hefðum átt að taka betri ákvarðanir. Vestri er besta varnarlið deildarinnar og það er hægara sagt en gert að skora á þá sérstaklega marki undir og þegar Vestri kemst yfir þá loka þeir yfirleitt leikjum,“ sagði Magnús Már í viðtali eftir leik og bætti við að stuðningurinn sem Afturelding fékk í kvöld hafi verið frábær. Vestri komst yfir í fyrri hálfleik með marki frá Jeppe Pedersen. Magnús vildi ekki skella skuldinni á Jökul Andrésson, markvörð Aftureldingar, heldur voru þetta að hans mati röð mistaka. „Við áttum að verjast betur sem lið. Það kom sending inn fyrir og við hefðum átt að loka fyrir það og það voru margir aðrir þættir sem hefðu mátt fara betur áður en Jökull lenti í einn á einn stöðu.“ Elmar Kári Enesson Cogic fékk gult spjald fyrir leikaraskap í kvöld og er á leiðinni í leikbann. Þetta var í annað skiptið á tímabilinu þar sem Elmar fær gult spjald fyrir leikaraskap og Magnús var ekki sáttur við það. „Elmar Kári fær annan heimaleikinn í röð áminningu þar sem dómarar ásaka hann um leikaraskap. Hann er kominn með óþarfa stimpil á sig og ég held að mögulega 2-3 leikmenn í deildinni geta dripplað á sama hraða og hann. Það þarf litla snertingu til þess að detta og ekkert mál að dæma ekki brot það gerist. Þetta var ekki einu sinni inn í teig og það á bara að halda áfram með leikinn.“ „Ég mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann og fá smá snertingu og sjá hvað gerist.“ Magnús staðfesti að það hafi komið tilboð í Hrannar Snæ Magnússon, leikmann Aftureldingar, frá Val og KA en Hrannar er þó ekki til sölu. „Ég get staðfest að það komu tilboð frá bæði Val og KA sem við neituðum. Hrannar er sáttur hérna og hann hefur staðið sig frábærlega frá því hann kom til okkar og hann hefur bætt sig þvílíkt mikið. „Við viljum hafa umhverfið hérna þannig að hann þurfi ekki að leita í önnur íslensk félög og höfum unnið í því undanfarin ár. Ef hann ætlar að fara eitthvað annað í framtíðinni þá á hann að horfa utan landsteinana.“ Er möguleiki á að hann fari áður en félagaglugginn lokar? „Nei það held ég ekki. Það er ekki í kortunum og við höfnuðum þessum tilboðum.“ Besta deild karla Afturelding Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Fótbolti Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Fleiri fréttir Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Sjá meira
„Við vorum ekki nógu grimmir inn í teig. Við komum boltanum oft inn í teig og við teiginn en hefðum átt að taka betri ákvarðanir. Vestri er besta varnarlið deildarinnar og það er hægara sagt en gert að skora á þá sérstaklega marki undir og þegar Vestri kemst yfir þá loka þeir yfirleitt leikjum,“ sagði Magnús Már í viðtali eftir leik og bætti við að stuðningurinn sem Afturelding fékk í kvöld hafi verið frábær. Vestri komst yfir í fyrri hálfleik með marki frá Jeppe Pedersen. Magnús vildi ekki skella skuldinni á Jökul Andrésson, markvörð Aftureldingar, heldur voru þetta að hans mati röð mistaka. „Við áttum að verjast betur sem lið. Það kom sending inn fyrir og við hefðum átt að loka fyrir það og það voru margir aðrir þættir sem hefðu mátt fara betur áður en Jökull lenti í einn á einn stöðu.“ Elmar Kári Enesson Cogic fékk gult spjald fyrir leikaraskap í kvöld og er á leiðinni í leikbann. Þetta var í annað skiptið á tímabilinu þar sem Elmar fær gult spjald fyrir leikaraskap og Magnús var ekki sáttur við það. „Elmar Kári fær annan heimaleikinn í röð áminningu þar sem dómarar ásaka hann um leikaraskap. Hann er kominn með óþarfa stimpil á sig og ég held að mögulega 2-3 leikmenn í deildinni geta dripplað á sama hraða og hann. Það þarf litla snertingu til þess að detta og ekkert mál að dæma ekki brot það gerist. Þetta var ekki einu sinni inn í teig og það á bara að halda áfram með leikinn.“ „Ég mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann og fá smá snertingu og sjá hvað gerist.“ Magnús staðfesti að það hafi komið tilboð í Hrannar Snæ Magnússon, leikmann Aftureldingar, frá Val og KA en Hrannar er þó ekki til sölu. „Ég get staðfest að það komu tilboð frá bæði Val og KA sem við neituðum. Hrannar er sáttur hérna og hann hefur staðið sig frábærlega frá því hann kom til okkar og hann hefur bætt sig þvílíkt mikið. „Við viljum hafa umhverfið hérna þannig að hann þurfi ekki að leita í önnur íslensk félög og höfum unnið í því undanfarin ár. Ef hann ætlar að fara eitthvað annað í framtíðinni þá á hann að horfa utan landsteinana.“ Er möguleiki á að hann fari áður en félagaglugginn lokar? „Nei það held ég ekki. Það er ekki í kortunum og við höfnuðum þessum tilboðum.“
Besta deild karla Afturelding Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Fótbolti Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Fleiri fréttir Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Sjá meira