Íslenski boltinn

Leiknir selur táning til Serbíu

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Leiknir er í bullandi fallbaráttu.
Leiknir er í bullandi fallbaráttu. Leiknir Reykjavík

Lið Leiknis Reykjavíkur í Lengjudeild karla í fótbolta hefur selt Stefan Bilic til serbneska félagsins Vozdovac sem staðsett er í Belgrad.

Hinn 18 ára gamli Bilic hefur komið víða við síðan hann hóf að æfa fótbolta. Vegferðin hófst með HK. Þaðan lá leiðin í Breiðablik áður en hann færði sig til Leiknis R. árið 2024. Þar raðaði hann inn mörkum og fékk á endanum tækifæri með meistaraflokki í Lengjudeildinni.

Alls kom hann við sögu í sjö leikjum á síðasta ári. Á þessu ári hefur hann aðeins spilað einn leik með meistaraflokki, sá kom gegn Stjörnunni í Lengjubikarnum. Ekki verður möguleiki á fleiri leikjum með meistaraflokki að sinni þar sem guttinn hefur verið seldur til Serbíu.

Leiknir R. er sem stendur á botni Lengjudeildar með tíu stig að loknum 15 umferðum. Liðið er þó aðeins einu stigi frá öruggu sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×